Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

… og enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi

brandenburg.jpgÞegar gengið er um stræti Berlínar á sólríkum sumardegi er ótrúlegt til þess að hugsa að einungis eru liðin átján ár síðan múr skipti heimsborginni í tvennt. Helga Tryggvadóttir fór til Berlínar og fékk áhuga á sögu múrsins: „Þegar „of auðvelt“ reyndist að komast yfir gaddavírsgirðinguna var ári síðar ákveðið að reisa aðra samhliða þeirri fyrri en tæplega hundrað metrum innar. Öll mannvirki inn á milli voru eyðilögð til að mynda autt svæði, „no man’s land“, sem einnig gekk undir nafninu „dauðaræman“, enda enduðu margar flóttatilraunir þar á sviplegan hátt.

 

Auðvitað vil ég lesa meira um Berlinarmúrinn!


Að velja sér dómara

justice_bz_detail.jpgÍ gær var í fréttum að Páll Hreinsson lagaprófessor hefur verið skipaður Hæstaréttardómari. Það þarf ekki að rifja upp fyrir fólki að skipanir í tíð núverandi dómsmálaráðherra hafa verið umdeildar svo það sé orðað varlega, þótt flestir séu sammála um að í þetta skiptið hafi tekist vel til. Dagbjört Hákonardóttir skrifar í dag um hvernig við förum að og hvernig við ættum að fara að því að skipa Hæstaréttardómara: „Eins og áður hefur verið rakið eru sitjandi hæstaréttardómarar ekki óskeikulir sem handhafar skipunarvalds. Margir segja að þetta sé einfaldlega íhaldsöm gamalmennaklíka sem geri gömlum kollegum hátt undir höfði og sé e.t.v. illa við umsvifamikla verjendur glæpamanna. Þess í stað hygli þeir rólegum og afkastamiklum fræðimönnum, og e.t.v. liðtækum briddsmönnum.

Ójá, lesa meira...


mbl.is Páll Hreinsson skipaður dómari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víða er smokkur rofinn

Mynd_1Það er mál manna að kynlíf sé eitt af því sem gerir lífið bærilegra hér á landi. Læknaneminn Eyjólfur Þorkelsson telur þó að Íslendingar gætu stundað kynlífið sitt á betri og heilbrigðari hátt. Þar sem að Eyjólfur hefur talsverða reynslu á að fara yfir leyndadóma heilbrigðs kynlífs með ungu fólki þá vildi hann fjalla aðeins um málið í þessum þriðjudagspistli. „Heilbrigt og öruggt kynlíf hressir, bætir og kætir. Er þar átt við kynlíf þar sem fjölda rekkjunauta er stillt í hóf, einstaklingarnir eru upplýstir um hegðun sína og afleiðingar og sáttir við val sitt, og eðlilegar ráðstafanir eru gerðar til að varna kynsjúkdómasmiti og (eftir atvikum) getnaði. Það sem hins vegar stendur helst í vegi fyrir þessu útópíska kynlífi er áreitið, upplýsingarnar, „upplýsingarnar“ og hin félagslegu viðmið sem móta unglingamenningu samtímans.”

Heldur betur! Ég vil lesa meira um öruggara kynlíf!


Vaknað í ókunnugu sjúkrarúmi

spitalamatur.JPGVeturinn 2006-2007 fór Vefritspenninn Anna Pála Sverrisdóttir í hnattreisu og ákvað hún að byrja ferðina á að fljúga illilega á hausinn í Suður-Afríku. Þrátt fyrir að byltan hefði verið slæm þá náði Anna Pála sér á mettíma enda er hún víkingur mikill að eigin sögn. Þar sem að Anna Pála er að eðlisfari bjartsýn ákvað hún að kynna sér heilbrigðiskerfið í Suður-Afríku og geta lesendur Vefritsins núna lesið hugleiðingar hennar um það blessaða kerfi. ,,Síðdegis 13. september 2006 vaknaði ég í sjúkrarúmi og hafði ekki hugmynd um hvar ég var eða hvað hafði gerst. Smám saman fékk ég að vita að sjúkrarúmið var í Höfðaborg, Suður-Afríku. Mér hafði tekist að fljúga á hausinn af hjóli á jafnsléttu.”

Já! Ég vil lesa meira um hnattreisur, hjólreiðar, sjúkrahús og Barböru...


Skattlausa árið

Íslenski vinnualkinnÍ ár eru tuttugu ár frá skattlausa árinu svokallaða, en þá greiddu Íslendingar engan skatt af tekjum sínum. Í helgarumfjöllun dagsins fjallar Agnar Freyr Helgason um viðbrögð Íslendinga við skattleysinu og áhrif þess. Segir meðal annars í umfjölluninni: ,,Yfirskoðunarmenn á ríkisreikningum voru á meðal þeirra sem fóru ekki varhluta af þessum tímabundna hvata hjá starfsmönnum ríkisins. Þannig rákust þeir á nokkur dæmi þess að einstakir menn hafi fengið greiddar um eða yfir 1.600 yfirvinnustundir á árinu, sem jafngildir tæpum 4,4 yfirvinnustundum á dag allan ársins hring – helgar jafnt sem helgidaga!”

Auðvitað vil ég lesa meira um skattleysi, hagfræðibækur og annað hresst!

 


Mafían og Klúbburinn

vilmundur_gylfa_med_nafni.JPGÞað er víst erfitt að skilja stjórnmálin almennilega án þess að þekkja sögu þeirra að einhverju marki.  Sumt úr sögunni er óneitanlega litríkara en annað og skemmtilegra að lesa um. Magnús Már Guðmundsson rifjar í dag upp þrjátíu ára gamlar deilur, þungar ásakanir og gífuryrði sem gengu á víxl í þjóðfélaginu. Við sögu kemur Mafían, Klúbburinn, Framsóknarflokkurinn og Geirfinnsmálin. ,,Í byrjun árs 1976 risu upp mikar deilur í stjórnmála- og þjóðlífinu varðandi svokallað Klúbbsmál er varðaði embættisfærslur Ólafs Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins, er hann var forsætis- og dómsmálaráðherra í október 1972. Þann 2. febrúar 1976 rataði einn angi málsins inná Alþingi þar sem ráðherra dómsmála var sagður hafa heft rannsóknina í Geirfinnsmálinu.

Já, ég vil setja mig inn í stjórnmálaslúður áttunda áratugarins.


Þar sem einstaklingurinn er einn, en frjáls

barros-money-manÍ þessum fimmtudagspistli veltir Eva Bjarnadóttir fyrir sér kjarna nýfrjálshyggjunar og hvernig hún hefur hægt og rólega lagt undir sig orðræðuna og heiminn í leiðinni. Eva leggur þessar hugleiðingar m.a. út frá skrifum Pierre Bourdieu, en greinasafn eftir hann, „Almenningsálitið er ekki til”, var gefið út af Reykjavíkur akademíunni á dögunum í Atviks ritröðinni. „Getur hugsast að viðskiptaheimurinn sé í raun ekkert annað en hagnýt útfærsla á staðleysu (útópíu) nýfrjálshyggjunnar sem slær á sig mynd stjórnmálastefnu – staðleysu sem styðst við og slær eign sinni tiltekna hagfræðikenningu og gengur svo langt að líta á sjálfa sig sem vísindalega lýsingu á raunveruleikanum?”

Já, ég vil lesa meira um nýfrjálshyggjuna, orðræðuna, markaðshagkerfið og atvinnuleysi.


Hestar, menn og maraþon

1993978_man_horse_race_300Reykjavíkurmaraþonið er einn af föstu punktum ágústmánaðar ár hvert. Þar hlaupa Reykvíkingar, nærsveitarmenn og lengra aðkomnir af hinum ýmsu ástæðum. Samkvæmt auglýsingunum hlaupa sumir til góðs, aðrir gera það þá væntanlega ekki. Fyrir innipúka eins og Vefritsritstjórnina er erfitt að skilja fólk sem ákveður að hlaupa eins og eitt maraþon, en Grétar Halldór Gunnarsson ætlar samt að reyna að gera efninu skil í þessum miðvikudagspistli. „En „skepnan fær aldrei nóg” söng Bubbi á plötunni sinni, Tvíburinn.  Það er mikið til í því sem Bubbi syngur enda hafa sumir ekki látið sér nægja hefðbundið maraþonhlaup. Svokallað ultra-maraþon hefur verið fundið upp fyrir þá sem fá ekki nóg, hætta ekki að bæta við sig kílómetrum og taka nýjum áskorunum.  Ultramaraþon er gjarnan um 100 kílómetra hlaupaleið.”

Já! Ég vil heldur betur lesa meira um hesta, menn og jafnvel líka maraþon.


Af framboði, eftirspurn og orðabraski

msword_logo.gifVið notum orð til að endurspegla hugsanir okkar. En endurspeglast kannski hugsanirnar okkar stundum af orðunum sem við notum og þá án þess að við veltum því fyrir okkur? Erla Elíasdóttir skrifar í pistli dagsins um hvernig við notum orð - eða orð nota okkur- og tekur nokkur dæmi, m.a. um orðið atvinnumótmælandi. „Yfir þessu sér fólk, sem aldrei myndi nenna að mótmæla nokkurs konar yfirgangi á eigin eða annarra hlut (nema kannski því að heimilislausum sé útvegað húsaskjól í miðbænum), slíkum ofsjónum að það keppist við að lýsa andúð sinni á vinnuþjörkunum í ræðu og riti. Það mætti halda að þau fengju borgað fyrir það!

Lesa greinina, orð fyrir orð... 


Nauðgunarlausa verslunarmannahelgi fjölmiðlanna

rape2Verslunarmannahelgin þetta árið fór mjög vel fram, allavega að mati fjölmiðla Íslands sem hafa keppst við að flytja fréttir af nauðgunarlausri verslunarmannahelgi. Elín Ósk Helgadóttir bendir í grein dagsins á að þrátt fyrir að engin nauðgun um helgina hafi enn verið kærð gætu þær vel hafa átt sér stað og að fjölmiðlar þurfi að hvetja fórnarlömb til að gefa sig fram og leita réttar síns: „Umfjöllun fjölmiðla þar sem nauðgunarlausri helgi er hampað er bæði röng og ber vott um vankunnáttu. Það þarf ekki annað að skoða ársskýrslur Stígamóta til að gera sér grein fyrir því að nauðganir eru almennt ekki kærðar daginn eftir eða mánuðinn eftir og oft leita fórnalömb sér hjálpar mörgum árum seinna meðan önnur bera skömmina alla ævi án þess að leita sér aðstoðar.“

 

Auðvitað viltu lesa meira!


mbl.is Fíkniefnamál mun færri í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband