Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
29.6.2007 | 09:40
Gersemar Galapagos-eyja í hættu?
Í vikunni var tilkynnt að UNESCO hefði ákveðið að Galapagos-eyjar myndu bætast á lista þeirra náttúrulegra svæða í heiminum sem væru í mikilli hættu. Það telst til tíðinda þegar nýjum svæðum er bætt við þann lista og ekki beint gleðiefni. Það að Galapagos-eyjar séu komnar á listann ítrekar ekki einungis verndargildi þeirra heldur einnig hversu erfitt það getur verið að vernda svæði þar sem náttúrufar er einstakt. Af þessu tilefni ákvað Snorri Sigurðsson að fjalla um þessar einstöku eyjar í þessum föstudagspistli. Þrátt fyrir afar skýra verndarstefnu síðustu áratugina og strangar reglugerðir steðja ótal vandamál að eyjunum. Mesta hættan steðjar vitanlega að viðkvæmu lífríkinu. Þar eru innfluttar tegundir alvarlegasta vandamálið.
28.6.2007 | 09:03
Verst launuðu stjórnendurnir
Verðmætamatið í þjóðfélaginu getur verið ansi furðulegt á köflum. Það getur að minnsta kosti verið erfitt að átta sig á því af hverju við viljum ekki borga þeim stéttum sem sjá um umönnun og uppeldi barna okkar mannsæmandi laun. Laun þessara stétta virðast alltaf sitja eftir, sama hve mikið góðærið er. Gró Einarsdóttir veltir því fyrir sér í grein dagsins af hverju við metum leikskólakennara ekki meira en raunin er. Laun senda skilaboð um hvers virði hvert starf er fyrir samfélagið. Flest störf eru því meira virði en störf þeirra sem stuðla að þroska barna. Bankar eru mikilvægari en börn. En eru þetta virkilega skilaboðin sem við viljum senda?
27.6.2007 | 20:04
Flóamenn, fossinn og framtíðin
Þessa dagana er stemmningin svolítið þannig að það sé bara spursmál hverjir verða fyrstir að byggja nýtt álver og hvar eigi að virkja næst. Nýverið bárust svo þær fréttir að lýðræðið sé farið að styðjast við hækjur, eftir að hafa verið tekið í jörðina af forstjóra Landsvirkjunar. Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir skrifar í dag um þá atburði: Enn er óljóst hvort áform Landsvirkjunar verði ofaná eða hvort stór hluti íbúa Flóahrepps að sveitastjórninni meðtalinni, náttúruverndarsinnum og öllum hinum sem ekki styðja virkjanaframkvæmdirnar verði að ósk sinni.
26.6.2007 | 09:57
Ást á pöbbnum
Af einhverjum illskiljanlegum ástæðum virðist fólk sækjast í að búa í Kópavogi og undanfarin ár hefur fjölgað í bæjarfélaginu sem aldrei fyrr. Á meðan að bærinn blæs út er núverandi bæjarstjóri Kópavogs einhver umdeildasti maður landsins, hvort sem það varðar trjárækt eða nektardans. Í tilefni af því vildi Kópavogsbúinn Dagbjört Hákonardóttir nýta þennan þriðjudagspistil í að fjalla um stemminguna í Kópavogi og jafnvel minnast aðeins á hann Gunnar sinn. Ég kalla þann heiður þó vafasamastan að tilheyra hinum sístækkandi hópi Kópavogsbúa, og þar sem ég hef alla mína 23 ára tíð búið í Blikabæ hef ég upplifað tímana tvenna innan marka bæjarfélagsins.
Þetta er augljóslega skyldulesning.
26.6.2007 | 09:12
Þú ert sjálfur dóni!
Íslendingar hafa aldrei þótt neitt sérstaklega þjónustuglaðir, en undanfarið hefur mörgum þótt keyra um þverbak. Hrafn Stefánsson ákvað því að skrifa grein mánudagsins fyrir þau ykkar sem hafa nýlega farið á kaffihús í miðbænum, eytt löngum tíma í að reyna ná athygli þjónustustúlkunnar, panta svo mat sem er full dýr, fá matinn seint um síðir og þá kemur í ljós að einhverjum tókst að klúðra pöntuninni. Það er að sjálfsögðu óréttlát alhæfing að segja að allir Íslendingar veiti lélega þjónustu. Engu að síður virðist vera algengara að fá lélega þjónustu en góða. Hvernig getur staðið á þessu? Vantar þjónustulund í íslenska menningu eða eiga Íslendingar erfiðara með samskipti við ókunnuga en aðrar þjóðir?
25.6.2007 | 14:22
Hvað gerist núna með Ísland og ESB?
Ritstjórn Vefritsins óskar landsmönnum gleðilegs sunnudags og reiðir í dag fram dýrindis helgarumfjöllun með kaffinu. Anna Pála Sverrisdóttir spáir í hvað muni gerast í Evrópumálum Íslands, rennir í gegnum nýlega skýrslu Evrópunefndar og deilir nokkrum punktum og pælingum með þeim örfáu sem ekki lásu skýrsluna í heild. Og hvað á þetta svo allt að kosta, er spurning sem Íslendingar virðast velta fyrir sér framar öðru þegar rætt er um ESB. Ekki þýðir að ræða hugsjónir um frið í Evrópu eða bætta stöðu austurhluta álfunnar. Íslendingum er drullusama um svoleiðis.
Maður er ekki viðræðuhæfur nema hafa lesið þessa grein.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2007 | 13:29
Rökuð klof á kvenréttindadegi
Getur nokkur kona orðið hugsað sér að fara órökuð í sund? Samkvæmt viðtali sem Þórgunnur Oddsdóttir horfði á þann 19. júní getur það verið slæmt: Þetta með sjálfstraustið bar að sjálfsögðu á góma í sjónvarpsviðtalinu sem greint var frá hér að framan. Snyrtifræðingurinn sagði að konur vildu ekki fara í sund eða almenningssturtur loðnar að neðan. Tóta setur spurningarmerki við þetta og ber saman við ólíkar kröfur sem gerðar hafa verið til kvenna á ýmsum tímum um að líta rétt út.
Óútskýrður launamunur kynjanna 10-12% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2007 | 13:19
„Ég fagna forræðishyggju!“
Reykingabann tók gildi fyrir fáeinum vikum. Um það hefur að sjálfsögðu verið mikið rætt. Í dag leggur Eva Bjarnadóttir sitt til málanna og tekur djarfa afstöðu. Frelsi manna til þess að gera það sem þeir vilja, svo lengi sem það skaðar ekki aðra menn víkur fyrir frelsi manna til þess að gera það sem þeir vilja, svo lengi sem það skaðar ekki markaðinn.
19.6.2007 | 10:20
… Það sem fyrir okkur er haft…
Hæ, hó og jibbý jei og jibbýýý jei Það er kominn 19. júní! Saga Garðarsdóttir skrifar í dag um konur og fjölmiðla. Hún fjallar um galdratöluna 30/70 og lýsir eftir nokkrum þekktum fyrrum fjölmiðlakonum sem hafa yfirgefið stéttina. Hvað hefur orðið um allar miðaldra fréttakonur þessa lands? Hví hverfa þær af sjónarsviðinu um leið og þær hafa öðlast reynslu og eru komnar upp að hliðinni á körlunum Ritstjórn Vefritsins óskar gleðilegs kvennadags og vonar að allir sem vilja fullt jafnrétti, beri eða geri eitthvað bleikt í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2007 | 10:29
Dubai – Fyrsti hluti
Dubai mætti hugsanlega kalla nútíma útgáfu ævintýrisins Þúsund og ein nótt. Vefritið birtir í dag fyrsta hluta skrifa Styrmis Goðasonar um uppbyggingu atvinnulífs í Dubai, en þar horfa menn upp á þverrandi olíulindir og leita nýrra tækifæra: Til að nefna dæmi um hversu ýktar allar framkvæmdir og hugmyndir eru, er nú búið að lengja strandlengju Dubai úr 75 km í 1500 km. Það er skíðasvæði í verslanamiðstöðinni sem býður upp á vel samkeppnishæfar brekkur, að minnsta kosti miðað við Bláfjöllin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006