Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Lýðveldi stofnað fyrir 63 árum

faninnGleðilega þjóðhátíð! Dagur klístraðra sleikisnuða og blaktandi fána er upp runninn. Í tilefni þessa hefur Magnús Már Guðmundsson brugðið sér 63 ár aftur í tímann og helgar helgarumfjöllun vikunnar, lýðveldisstofnuninni. ,,Dönum sárnaði að Íslendingar hefðu ákveðið að slíta sambandslagasamningunum á meðan Danmörk væri hernumin af Þýskalandi Hitlers. Þeir hefðu gjarnan viljað semja um sambandsslitin á grundvelli jafningja,” skrifar Magnús í ljósi þeirrar staðreyndar að Íslendingar notuðu tækifærið og slitu sig frá yfirráðum Danakonungs sem þá var undir hælnum á Hitler.

Ég vil lesa meira.


Ráðgert samþykki er lausnin

59417699_2d11432753Umræðan um líffæragjafir hefur sjaldan eða aldrei verið eins áberandi á Íslandi og undanfarið. Íslendingar hafa lengi verið nokkuð duglegir við að gefa blóð, en við erum hins vegar mjög tregir til þess að gefa líffærin okkar. Þar sem mikill skortur er á líffærum, og biðlistar myndast eftir þeim sem í boði eru, er nauðsynlegt að skoða hvort að núverandi stefna okkar þarfnast endurskoðunar. Í föstudagspistlinum fjallar Agnar Burgess um þetta mikilvæga mál og hvernig það horfir við okkur Íslendingum. “Í frétt ríkisútvarpsins annan júní síðastliðinn er haft eftir Runólfi Pálssyni, yfirlækni á Landspítalanum, að þegar íslenskir læknar leitist við að fá samþykki ættingja fyrir líffæragjöf er því neitað í um 40% tilvika eða helmingi oftar en á Spáni.”

Já - ég vil lesa um líffæragjafir


Lifandi bókasafn

rushhouratthelivinglibraryagainVið búum í þjóðfélagi sem verður fjölbreyttara með degi hverjum. Menn hafa alltaf verið eins ólíkir og þeir eru margir, en undanfarin ár virðist það vera meira áberandi. Við rekumst á hverjum degi á einstaklinga sem tilheyra annarri menningu, trú eða hafa einfaldlega annan lífstíl en við eigum að venjast. En höfum við einhvern skilning á þessum samborgurum okkar? Steindór Grétar Jónsson veltir þessu fyrir sér, í gestapistli dagsins í dag, þegar hann fjallar um lifandi bókasöfn og hvað þau bjóða uppá. ,,Lesturinn verður því ekki aðeins einhliða fróðleiksflæði, heldur interaktíf lærdómsupplifun, þar sem lesandinn skorar fordóma sína á hólm og kynnir sér það sem í reynsluheimi bókarinnar býr.”

 

Ég vil skoða Lifandi bókasafn.


Stúdentakjallarinn 1975-2007

logostortStúdentakjallarinn hefur verið mikilvægur hluti af skemmtanalífi íslenskra stúdenta í rúma þrjá áratugi. Því miður er það þannig að rekstri Stúdentakjallarans hefur nú verið hætt og mun Kjallarinn ekki opna aftur eftir sumarfrí. Í tilefni af þessum tímamótum fer Ásþór Sævar Ásþórsson yfir sögu Stúdentakjallarans í pistli dagsins og eitthvað af því fjölmarga sem gengið hefur á þar. “Eins og við var að búast var bjórlíkið vinsælt meðal stúdenta og svo virðist sem stjórnvöld vildu leggja hemil á skemmtun stúdenta, því yfirvöld bönnuðu veitingu bjórlíkis á Stúdentakjallaranum.” 

Lesa meira um sögu Stúdentakjallarans!


Ekki er allt sem sýnist, eða hvað?

screening_bw1Undanfarin ár hefur verið mikil gróska í heimi pólitískra heimildarmynda. Þessar heimildarmyndir hafa verið nokkuð misjafnar að gæðum og í umfjöllun helgarinnar fjallar Pétur Ólafsson um myndina Loose Change. Myndin er gagnrýnin á hefðbundna skýringu á atburðunum í Bandaríkjunum 11. september og hefur notið nokkurra vinsælda á netinu. Pétur gefur ekki mikið fyrir gæði myndarinnar og þau vinnubrögð sem framleiðendur hennar stunda. “En hvað hef ég út á það að setja að einhverjir brjálæðingar út í heimi vilji bendla ríkisstjórn Bandaríkjanna við hryðjuverkin 11. september þótt enginn fótur sé fyrir því? Hvers vegna ætti mér ekki að vera nokkurn vegin sama um slæleg vinnubrögð þessara pilta? Jú, það er ýmislegt sem þeir hafa skemmt fyrir fólki eins og mér. Það sem þeir eyðileggja, er trúverðug gagnrýni á utanríkisstefnu bandarískra stjórnvalda.”

Þú vilt að sjálfsögðu lesa meira!


Stuðningurinn skiptir máli

hamas-cabinet-483Fyrir utanríkismálanefnd Alþingis liggur núna þingsályktunartillaga um að Ísland viðurkenni ríkisstjórn Palestínu og taki upp eðlileg samskipti við hana. Í þessum mánudagspistli fjallar Anna Tryggvadóttir um þessa ályktun og af hverju stuðningur Íslands við þessa stríðshrjáðu þjóð skiptir máli. “Ef tillagan nær meirihlutastuðningi felur hún í sér mikilsverð tíðindi. Eftir að kosningar í Palestínu í janúar síðastliðnum fóru ekki eins og Vesturlönd óskuðu sér snéru þau baki við Palestínu. Viðskiptabann sem Vesturlönd settu í kjölfar kosninganna hefur gert lífið í þessu stríðshrjáða landi enn erfiðara en það var fyrir.

Augljóslega skyldulesning....


Akureyri – öll lífsins gæði?

akureyri.jpgFanney Dóra Sigurjónsdóttir er aðfluttur Akureyringur sem elskar bæinn sinn fyrir margt. Í pistli dagsins fjallar hún um góða þjónustu bæjarins við geðfatlaða. “Þeir einstaklingar sem nýttu sér þjónustuna voru smátt og smátt að öðlast aukið sjálfstraust og sjálfsvirðingu,” skrifar Fanney Dóra. Málefni fatlaðra Akureyringa heyra undir sveitarfélagið en ekki ríkið eins og annars staðar. Efling sveitarstjórnarstigsins er einmitt eitt málefna nýrrar ríkisstjórnar og verður spennandi að sjá hvernig til tekst.

Þetta les maður...


Dauðinn og frelsið í Darfur

darfur2.JPGVið vitum öll að í Súdan er hérað sem heitir Darfur og að þar er fólk að deyja. Þetta eru fréttirnar sem koma á eftir innlendum stórfréttum á borð við reykingabann. Í dag skrifar Kári Hólmar Ragnarsson um dauðann í Darfur og reykingabannið og setur í samhengi við kenninguna um samfélagssáttmálann.  ”Nóg er um sjálfskipaða postula frelsis í okkar samfélagi. Helst beina þeir spjótum sínum að ýmsum bönnum í íslenskum lögum t.d. bann við því að kaupa hvítvín í Hagkaup og að reykja á Kaffibarnum. Fáir þeirra virðast hins vegar tengja frelsishugsjón sína hinu náttúrulega ástandi sem Hobbes ræðir um og við sjáum í dag í Darfur. Telja verður þó ljóst að þar ríkir hið endanlega frelsi, án allra hafta.

Lesa meira...


mbl.is Amnesty hefur auga með Darfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mín skoðun: Hey! Hey! Hér er ég! Já… Þessi hér!

myspace-friends2.JPGTjáningarfrelsið er ein af grunnstoðum lýðræðislegs samfélags. En í dag tekur Bryndís Björgvinsdóttir, menningar(hálf)viti og pistlahöfundur Vefritsins til skoðunar hvort það geti verið að þróast í orm sem gleypir sjálfan sig. Sem dæmi tekur hún Moggabloggið: “Fólk tengir bloggin sín við fréttir þó svo það hafi ekkert til málanna að leggja, nema kannski eins og nokkra broskalla. Fólk tengir til þess að láta ljós sitt skína, fá fleiri heimsóknir og sýna fleirum passamyndina af sér í horninu. Aðrir hafa kannski eitthvað við fréttina að bæta eða athuga. Þeir drukkna gjarnan í broskallaflóði.

 

Lesa meira...


Ég var ömurlegt módel

modelHinn harði heimur tískunnar er algengt orðasamband. Anna Pála Sverrisdóttir tók að sér fyrirsætustörf eina helgi og kannaði hvort þetta sé rétt. Í pistli dagsins segir hún söguna af kjólunum, skartinu og fræga fólkinu. “Á síðustu sekúndum fyrir inngöngu er yfir hár- og förðunarmeistarinn Kalli að laga mig til í miklu stressi þegar sýningarstjórinn ákveður að nú verði ekki beðið lengur, dregur mig ákveðið frá honum og sendir mig út á pallinn. Nema að í handaganginum klessir Kalli grímunni óvart upp í opið augað á mér,..”

 

 

Lesa meira...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband