Bloggfćrslur mánađarins, desember 2007
19.12.2007 | 15:08
Fögnum fjölmenningu
Í grein dagsins fjallar New York búinn Snorri Sigurđsson um fjölmenningarsamfélagiđ vestra og ber ţađ saman viđ Ísland, sem ađ hans mati mćtti alveg vera ađeins fjölskrúđugra. Ţađ ţarf ekki nema ađ ganga um götur og hverfi New York borgar til ađ sjá hina ólíku menningarstrauma mćtast. Veitingastađir, verslanir, skólar, kirkjur, moskur og hof eiga uppruna sinn ađ rekja til innflytjenda. Sumir hóparnir hafa veriđ hér frá upphafi borgarinnar fyrir nokkrum öldum síđan. Ađrir hafa einungis haslađ sér völl á nokkrum árum eđa áratugum. Ţađ sem er ţó einna merkilegast og ţađ sem New York er sjálfsagt ţekktust fyrir er hversu auđveldlega hinir ólíku menningarheimar mćtast, búa í sátt og samlyndi hliđ viđ hliđ og renna saman á nýstárlega máta.
Heldur betur! Ég vil lesa meira um fjölmenningu og Ísland!
17.12.2007 | 17:27
Gleđi, gleđi, gleđi...
Á ţessum góđviđrismánudegi ţegar vika er til jóla, flytur Sandra Ósk Snćbjörnsdóttir okkur jólabođskap um ţađ sem ber ađ gleđjast yfir ţessi jól. Ljótar jólaskreytingar. Hér hljóta Íslendingar ađ eiga enn eitt metiđ. Margţćttur tilgangur; t.d. lýsa ţćr óneitanlega upp skammdegiđ og tilveruna ef ţví er ađ skipta međ sínu ótrúlega smekkleysi. Blikkseríu sem hefur veriđ kastađ yfir tré, slönguseríu sem hefur veriđ vafin um allt sem fyrir er og stórir veifandi og glóandi plastjólasveinar standa uppúr í ţessum flokki. Best ţó sé öllu blandađ saman - og passa uppá ađ blikkseríurnar blikki ekki í takt.
Lesa meira um ljótar jólaskreytingar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2007 | 19:03
Bali vegvísirinn
Í umfjöllun helgarinnar skođar Pétur Ólafsson Balí vegvísinn svokallađa sem var samţykktur á aukafundi á loftslagsráđstefnunni á Balí í Indónesíu. Vegvísirinn ţykir merkilegur sökum sinnnaskipta Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Vegvísirinn svokallađi á ađ tiltaka hversu mikiđ ţjóđir heims myndu skuldbinda sig um minnkun útblásturs gróđurhúsalofttegunda. Annars vegar iđnríki og hins vegar ţróunarríki. Öll ţróuđu ríkin sem nefnast G77 voru sammála um ađ iđnríkin myndu draga úr útblćstri koltvísýrings og ađ ţau, auk Kína og Indlands myndu leggja meira af mörkum en ţróunarlöndin til loftslagsbreytinga
Lesa meira um vegvísi í loftslagsmálum ...
15.12.2007 | 19:02
Er heilinn kynfćri?
Virka heilar karla og kvenna á svipađan hátt eđa er munur á kynjunum ţegar kemur ađ heilastarfsemi? Gró Einarsdóttir fjallar um mannsheilann og fćrir rök fyrir ólíkri getu karla og kvenna í daglegu lífi. Fyrir um 100 árum hefđi ţađ ţó ekki veriđ taliđ til tíđinda ef einhver hefđi bent á ađ kynin hefđu ólíka hćfileika og getu. En í dag mundi slík fullyrđing líklegast vekja önnur viđbrögđ. Á undanförnum áratugum hefur veriđ lögđ mikil áhersla á jafnrétti karla og kvenna í vestrćnum samfélögum.
13.12.2007 | 11:51
Er hćgt ađ grćđa á barneignum?
Kári Hólmar Ragnarsson spyr lesendur vefritsins hvort mögulegt sé ađ grćđa á barneignum og hvort landslög hvetji stúdenta frekar en ađra til ađ eignast börn. Foreldri verđur ađ ljúka ţessu fulla námi, ţ.e. standast próf og klára a.m.k. 11 einingar á önn. Segjum sem svo ađ barn námsmanns fćđist í júlí (sem reynslan sýnir ađ er ekki ómögulegt ađ gerist!). Ţá er ţví ekki séns ađ falla í jólaprófi og ná síđan upptökuprófum í ágúst. Og ţađ sem meira er; foreldri verđur ađ hafa lokiđ fullu námi á bćđi haust- og vorönn fyrir fćđingu.
Ţú finnur ţađ út hér hvort ţú getir grćtt á barnaeignum...
12.12.2007 | 17:26
Er umrćđan um lyfjaverđ og lyfjaverslun á villigötum?
Fjölmiđlar hafa fjallađ mikiđ um lyfjaverđ og lyfsölu í stórmörkuđum undanfariđ. Í grein dagsins skođar Kristín Laufey Steinadóttir máliđ og setur stórt spurningamerki viđ stórmarkađsvćđingu lyfja. Í apótekum veita lyfjafrćđingar ráđgjöf um lyf sjúklinga og svara spurningum sem upp kunna ađ koma tengdum verkun lyfjanna, notkun ţess og svo framvegis. Reynslan sýnir ađ sífellt fleiri leita slíkrar ráđgjafar eđa svokallađri lyfjafrćđilegri umsjá. Ţađ er hins vegar erfitt ađ sjá hvernig lyfjafrćđileg umsjá rúmast í póstverslun eđa á afgreiđslukössum stórmarkađa. Ţar hefur sjúklingurinn ekki tök á ađ rćđa viđ lyfjafrćđing augliti til auglitis og ţví er möguleiki ađ hćttan aukist á ađ lyfiđ sé ekki tekiđ rétt inn.
Já, ţetta ćtla ég heldur betur ađ lesa...
12.12.2007 | 17:24
Ertu búin/nn ađ gera allt fyrir jólin?
Í grein dagsins fjallar Fanney Dóra um undirbúning jólanna, ađventuna, jólagjafirnar og verslunarćđi landans. Ađ mati Fanneyjar ćtti fólk ekki ađ eyđa tímanum í stress, heldur reyna ađ slaka meira á og jafnvel skera út laufabrauđ. Margir fá hreinlega magapínu bara af ţví ađ hugsa um hvađ á ađ gefa hverjum í jólagjöf, hvenćr tími vinnist til ađ ţrífa eldhússkápana og skipta um gardínur, hvernig skipuleggja eigi jólin og áramótin og ţar fram eftir götunum. Vonandi fer ţessi hópur fólks samt minnkandi, en mér finnst ć fleiri vera komnir í svipađar hugleiđingar og ég hvađ ađventuna varđar.
Auđvitađ vil ég hafa ţađ nćs um jólin!
12.12.2007 | 17:21
Ungfrú jarđsprengja
Í grein dagsins segir Valgerđur Halldórsdóttir okkur frá fegurđarsamkeppni í Angóla međ öđru sniđi en viđ eigum ađ venjast. Valgerđur fylgist međ keppendum Ungfrú jarđsprengja og spáir í spilin og veltir fyrir sér tilgangi og tilurđ keppninnar. ,,Á heimasíđu keppninnar eru myndir af keppendum ţar sem ţćr stilla sér upp líkt og keppendur í fegurđasamkeppnum á sundlaugarbakka eđa ströndinni. Hver og ein er fulltrúi síns landshluta í Angóla. Íklćddar American Apparel kjólum, međ kórónu og borđa brosa ţćr feimnislega í myndavélina.
Já, ég vil ađ sjálfsögđu lesa um ţetta.
12.12.2007 | 17:19
Margur er knár ţótt hann sé smár (II)
Rannsóknir á sérstöđu smáríkja hafa fćrst í aukana á undanförnum áratugum samhliđa fjölgun ţeirra í alţjóđakerfinu. Hafa Íslendingar ekki látiđ sitt eftir liggja í ţessum efnum, en Rannsóknarsetur um smáríki viđ Háskóla Íslands hefur skapađ sér sess sem ein ađal miđstöđ smáríkjarannsókna í heiminum. Eitt af viđfangsefnum smáríkjarannsókna snýr ađ hagsćld ţeirra, sem merkilegt nokk er frekar mikil samanboriđ viđ stćrri ríki heimsins. Í ţessari seinni grein af tveim um efnahagslega stöđu smáríkja, fjallar Agnar Freyr Helgason um efnahagslega sérstöđu smáríkja og hvernig hún hefur stuđlađ ađ velgengni ţeirra á undanförnum áratugum.
Auđvitađ vil ég lesa greinina!
8.12.2007 | 11:34
Margur er klár ţótt hann sé smár (1)
Rannsóknir á sérstöđu smáríkja hafa fćrst í aukana á undanförnum áratugum samhliđa fjölgun ţeirra í alţjóđakerfinu. Hafa Íslendingar ekki látiđ sitt eftir liggja í ţessum efnum, en Rannsóknarsetur um smáríki viđ Háskóla Íslands hefur skapađ sér sess sem ein ađal miđstöđ smáríkjarannsókna í heiminum. Eitt af viđfangsefnum smáríkjarannsókna snýr ađ hagsćld ţeirra, sem merkilegt nokk er frekar mikil samanboriđ viđ stćrri ríki heimsins. Í ţessari fyrri grein af tveim um hagsćld smáríkja, fjallar Agnar Freyr Helgason um ţau efnahagslegu vandamál sem smáríki standa frammi fyrir og góđan árangur ţeirra ţrátt fyrir ţau.
Lesa meira um sérstöđu smáríkja á borđ viđ Ísland ...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006