Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
12.11.2007 | 11:26
Ímynd Íslands
Allir Íslendingar hafa líklega þurft að svara skrítnum spurningum um snjóhús, Björk og hvali þegar þeir fara utan. Eva María Hilmarsdóttir gerði óformlega könnun á því í París hver helstu viðbrögð manna eru: Mín tilfinning er sú að í dag sé fólk örlítið betur upplýst. Ég þori ekki að fara með það hverju nákvæmlega það er að þakka, nýjum kennslubókum í skólum, heimsfrægum íslenskum hljómsveitum eða almennri markaðssetningu. Ég er í það minnsta hætt að fá spurningar um snjóhús, lendi oft í umræðum um íslenska tónlist og kvikmyndir og fæ oft flóknar spurningar sem ég á oftar en ekki í mestu vandræðum með að svara.
Lesa meira um ímynd Íslands....
10.11.2007 | 12:59
Af-afhelgunin, trúin á uppleið?
Í helgarumfjöllun Vefritsins er að þessu sinni fjallað um stöðu trúmála í heiminum í dag. Grétar Halldór Gunnarsson tekur púlsinn á því hvort trúin sé í raun á útleið eða þá einfaldlega á uppleið. Í umfjölluninni segir m.a: En hver er staðan í dag í raun? Er trú á útleið eins og var nefnt hér í upphafi? Upp úr miðri síðustu öld töldu flestir trúarlífsfélagsfræðingar svo vera. Þeir álitu að væðing afhelgaðra (e.secular) viðhorfa væri óhjákvæmileg. Allur heimurinn hlyti á endanum að fylgja með í þá þróun sem hófst með upplýsingarstefnunni og módernismanum. En í dag hafa nær allir skipt um skoðun .
8.11.2007 | 08:05
Lifi lýðræðið
Lýðræði er ef til vill ofmetið fyrirbæri, þótt ágætt sé. Magnús Þorlákur Lúðvíksson veltir fyrir sér tengslum frambjóðenda í nokkrum lýðræðisríkjum nú um stundir: Skoðun á Bandaríkjunum verður svo enn forvitnilegri þegar haft er í huga að núverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, er elsti sonur George H. W. Bush sem var forseti frá 1989 til 1993. Nái Hillary kjöri er því allt útlit fyrir að eftirnöfn forseta Bandaríkjanna frá 1989 til 2012 (jafnvel 2016 og hver veit hvað Jeb Bush gerir ), verði einungis tvö, Bush og Clinton.
Lesa meira um fyrirbærið lýðræði...
7.11.2007 | 08:02
Blaðaútgáfa í skugga skoðanasýki
Senn lítur fyrsta tölublað nýs Stúdentablaðs dagsins ljós. Blaðið er á sínu 83. aldursári og hefur í gegnum tíðina verið skemmtileg viðbót við blaðaflóruna hérlendis og kynt undir mörgum ritdeilunum. Atli Bollason, nýr ritstjóri blaðsins, gefur út sitt fyrsta tölublað í dag: Krafan virðist vera þessi: Allir verða að hafa rétt á sinni skoðun óháð því hvaða rök liggja fyrir í málinu. Á sama tíma er hins vegar gerð ófrávíkjanleg krafa um pólitíska rétthugsun svo úr verður ólíkindalegur blendingur, skrípamynd af hugsun sem er föst í kröppum dansi milli algjörs frelsis og þess að segja ekki eitthvað óviðurkvæmilegt.
Lesa meira um málgagn stúdenta....
6.11.2007 | 20:08
Afskiptasemi og leiðindi
Til eru þeir sem líta á náungakærleik og samábyrgð sem eintóm afskipti og leiðindi. Stefán Bogi Sveinsson fjallar í grein dagsins um ólíkar meiningar í þessum efnum og skýrir val sitt: Mér sýnist valkostirnir í raun vera tveir. Annars vegar get ég samþykkt röksemdir kollega míns um að vandamál samfélagsins verði aldrei leyst. Best sé að láta einstaklingana í friði, því að þannig náist best niðurstaða í flestum málum. Það sem út af ber verði að skrifast sem fórnarkostnaður. Vandamálið er það að ég er ekki alinn upp á þennan hátt.
Lesa meira um drepleiðilega afskiptasemi...
4.11.2007 | 15:17
Einn vitnisburður - það sem allt veltur á
Í þónokkur ár hefur umræða spunnist upp um vitnisburði barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi og það hvernig staðið er að skýrslutökum af þeim. Þessar skýrslur skipta öllu máli enda oft eina sönnunargagnið í slíkum afbrotamálum. Valgerður B. Eggertsdóttir fjallar í grein dagsins um það hvert vandamálið er og nefnir til sögunnar lausnir við því. Í greininni segir m.a: Það er auðvitað afar óheppilegt að ekki gæti lágmarks samræmis í framkvæmd héraðsdómstóla landsins í jafn mikilvægum málaflokki og þessum. Þannig standa og falla dómsmálin oft með þessum eina vitnisburði. Ég tel afar mikilvægt að stjórnvöld taki af skarið og ákveði með hvaða hætti skýrslutökur skuli fara fram.
Lesa meira um framkvæmd skýrslutökum í kynferðisafbrotamálum...
2.11.2007 | 16:17
Kaffisjúkdómur
Einn bolli á dag kemur skapinu í lag sagði einhver, en bolli af hverju? Kaffi verður sífellt vinsælli drykkur á kostnað tes. Jafnvel í Asíu er aldargömul temenning að láta undan súkkulaði-soja-kaffi-latte í götumáli. Lára Jónasdóttir veltir fyrir sér kaffi- og termenningu: Hvort það eru tengsl milli lækkunar heimsmarkaðsverðs og þess að Asíubúar vilja frekar drekka kaffi nú til dags eru óvíst. Hins vegar er það nokkuð víst að kaffi virðist heilla unga Asíubúa, þeir telja teið vera gamaldags og nenna ekki að taka þátt í temenningunni.
1.11.2007 | 10:42
Bein lýsing frá leikvangi karlmennskunnar
Hvítur miðaldra karlmaður er lýsing á meðal stjórnanda á Íslandi en líka á meðal ofbeldismanni. Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir skrifar um karlmennskuna og vondar birtingarmyndir hennar: Í fjölmiðlum var talað um fótboltabullurnar sem ofbeldisfulla brjálæðinga fulla af hatri, skuggahliðar samfélagsins, menn sem voru drifnir áfram af biluðum kenndum en þegar Mendel-Enk fór að kynna sér málið féllu allar kenningarnar um sjálfar sig. Það eina sem þessir menn áttu sameiginlegt var að þeir voru allir karlmenn.
Lesa meira um karlmennskuna ....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006