Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
29.11.2007 | 14:03
Kapphlaupið um Sjálfstæðisflokkinn
Eftir Alþingiskosningarnar í vor var kapphlaup um það að komast í ríkisstjórn. Kapphlaupið hófst vegna þess að sitjandi ríkisstjórn fékk naumasta mögulega meirihluta, og að Framsóknarflokkurinn var mjög laskaður eftir kosningar, aðallega vegna þess að hann fékk engan mann kjörinn í tvemur kjördæmum. Í grein dagsins segir Ásþór Sævar Ásþórsson: Þannig snerist þetta kapphlaup um Sjálfstæðisflokkinn og, því miður, ekki um framgang félagshyggju í íslensku samfélagi. Sigurvegari kapphlaupsins, Samfylkingin, hefur auðvitað þokað stjórn landsins í átt að hugsjónum félagshyggjufólks, en það gerðist ekki vegna stjórnarmyndunarkapphlaupsins, heldur þrátt fyrir það.
Lesa meira um hamaganginn í stjórnarráðinu og félagshyggju á kantinum ...
28.11.2007 | 08:59
Neytendavakning?
Tilhneiging hefur verið meðal Íslendinga að borga uppsett verð án múðurs. Pétur Ólafsson sér blikur á lofti um að það kunni að vera að breytast: Almenningur virðist búinn að fá sig fullsaddan af því að borga okurvexti, samráðsbensín og krónukjúklinga án þess að láta í sér heyra. Fólkið virðist hafa hafnað þeirri skoðun að hátt vöruverð sé náttúrulögmál á Íslandi.
24.11.2007 | 11:56
Vilji til að bæta kjör lægst launaðra
Um miðjan seinasta mánuð sprakk meirihluti sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks í borgarstjórn með látum eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks léku oddvita sinn og borgarstjóra grátt. Í kjölfarið var myndaður nýr meirihluti félagshyggjuflokkanna. Vefritinu lék forvitni á að vita um ganga mála og stemmninguna innan meirihlutans og sló Magnús Már Guðmundsson á þráðinn til Margrétar Sverrisdóttur, forseta borgarstjórnar. Í viðtalinu segir Margrét meðal annars að flugvöllurinn skuli vera í Reykjavík og áhuga hennar á að starfa áfram að borgarmálum eftir að Ólafur F. Magnússon snýr til baka úr veikindaleyfi
Meira um áherslur nýs borgarstjórnarmeirihluta ...
23.11.2007 | 09:28
Stefnulausar pólitískar samgöngur
Í grein dagsins segir Guðlaugur Kr. Jörundsson að draga verði úr pólitískum ákvörðunum um samgöngur, helsta bitbeini landsbyggðar og höfuðborgar: Landbyggðin þarf að geta komist til og frá sinni heimabyggð en höfuðborgarbúar þurfa að geta komist á milli borgarhverfa án þess að þurfa að eyða til þess drjúgum tíma dagsins eða að þurfa að óttast heilsutjón vegna mengunar.
Lesa um vegi og samgöngumannvirki....
22.11.2007 | 09:13
Réttindi okkar allra
Erla Elíasdóttir gerir tilraun til að skýra grundvallaratriði umræðunnar um kynferði, kynhneigðir og réttindi þeirra hópa. Í grein dagsins segir meðal annars: Konur hafa einfaldlega ekki alltaf skoðast sem menn. Öfugt við það sem sumir virðast kjósa að trúa hefur baráttan aldrei snúist um réttindi kvenna fram yfir karla, ekki frekar en samkynhneigðir vilja vera teknir fram yfir gagnkynhneigða. Fólk vill einfaldlega sitja við sama borð, á þeim ofureinföldu forsendum að vera fólk.
Lesa meira um mannréttindi ...
19.11.2007 | 10:42
Arne Munch-Petersen, íslenskir kommúnistar og hreinsanirnar í Sovétríkjum Stalíns
Íslendingar kommúnistar voru í góðum samskiptum við Moskvu og Komintern í upphafi tuttugustu aldarinnar. Í grein dagsins tengir Magnús Már Guðmundsson hreinsanir Stalíns við Ísland: Stalín grunaði allt og alla um græsku. Á þeim tímapunkti hófust hinar svokölluðu hreinsanir og Moskvuréttarhöldin. Á tímabilinu voru fjölmargir drepnir eða sendir í Gúlagið og áttu fæstir afturkvæmt þaðan.
Lesa meira um íslenska komma og hreinsanir Stalíns...
16.11.2007 | 08:11
Mamma segir: Ghettó-Lúxusinn er 2 much 4 U
Eftir mörg ár af séríslenskum vellystingum og lúxus, dýrustu jólin og flesta Range Roverana segir mamma stopp. Bryndís Björgvinsdóttir fjallar í grein dagsins um ghetto-lúxus og dekraða þjóð: Mamma mín, Davíð Oddsson, sem þrátt fyrir völd, góð sambönd og nokkurn auð gleymir því aldrei þegar hún var bara lítil stelpa á Selfossi, hefur nú lýst því yfir að alþýðan lifi við svo mikinn ghettó-lúxus að henni liggi við oföndun og gæti kafnað.
Meira um ghetto-lúxus mömmu...
15.11.2007 | 08:06
Kapphlaupið um starfskraftinn
Gífurleg þensla í þjóðfélaginu hefur skapað fjölmörg störf í allflestum atvinnugreinum og svo virðist sem endalaust vanti fólk í vinnu. Halldóra Þórsdóttir fjallar í grein dagsins um samkeppnishæfni ríkisins á tímum manneklu: Það er engin ástæða fyrir því að íslenska ríkið geti ekki verið fullkomlega samkeppnishæfur vinnuveitandi. Vinnuveitandi sem getur, rétt eins og bankarnir og tölvufyrirtækin, leitað fanga meðal sérfræðinga hvaðanæva úr heiminum, finnist þeir ekki á Íslandi.
Lesa meira um atvinnu og ríkið...
14.11.2007 | 07:59
Innihald ofar útliti
Útlitsdýrkun og staðalímyndir um fullkominnn líkama eiga sér langa sögu. Kamilla fletti í gegnum húsmóðurblöð ömmu sinnar og kannaðist vel við ýmsar hugmyndir: Á meðan ég fletti í gegnum blöðin og hugsaði stolt til þess sem konur hefðu áorkað í kvenréttindabaráttunni á síðastliðnum 47 árum rakst ég á grein um svokallaðar skapnaðar aðgerðir, það er að segja lýtaaðgerðir. Þessi grein hygldi slíkum aðgerðum óspart og þeim konum sem skrifuðu greinina þótti bersýnilega lýtaaðgerðir vera það merkasta í læknavísindunum hingað til.
Lesa meira um skapnaðaraðgerðir og annan óskapnað...
13.11.2007 | 07:32
Margskattað barn síns tíma
Ótal gjöld eru lögð á tónlist og segir Arnar Burgess í grein dagsins að endurskoða þurfi höfundarréttarlög: Útvarpsstöðvar þurfa að greiða háar fjárhæðir til samtakanna til þess að fá rekstrarleyfi og gera það (býst ég við) sómasamlega. Að vinnustaðir þurfi einnig að greiða fyrir að útvarpa því sem útvarpið er að útvarpa þykir mér of mikið af hinu góða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006