4.3.2008 | 10:36
Kenýa
,,Átakaalda hefur riðið yfir Kenýa í kjölfar kosninganna og skipunar Mwai Kibaki í embætti forseta þann 27. desember síðastliðinn. Átök hafa átt sér stað víðsvegar um landið. Borist hafa frásagnir af ofbeldisfullri hegðun lögreglu gagnvart mótmælendum, m.a. hafa borist fregnir af því að mótmælendur hafi verið skotnir og drepnir af lögreglu segir meðal annars í grein Kára Hólmars Ragnarssonar um ástandið í Kenýa í dag og þau mannréttindabrot sem framin eru þar.
Ég vil lesa meira um ástandið í Kenýa.
3.3.2008 | 09:16
Framtíð Reykjavíkur
Í grein dagsins fjallar Gró Einarsdóttir um Vatnsmýrarsvæðið og þá möguleika sem felast í uppbyggingu þar. Segir meðal annars í greininni: ,,Þrátt fyrir fáránleika þess að hafa flugvöll i hjarta borgarinnar er hægt að sjá ótrúleg tækifæri falin í þessu 150 hektara svæði. Það er einstakt í Evrópu að eiga möguleika á því að byggja upp miðborgarkjarna frá grunni. Við getum tekið til okkar það besta frá öðrum borgum Evrópu í bland við nýjar hugmyndir sem eiga eftir að gefa Reykjavik allt annan svip.
Já! Ég vil lesa um framtíð Reykjavíkur.
29.2.2008 | 11:12
Brain cancer. Fuck that!!!
Föstudagin 25. janúar 2008 fékk bandaríski saxafónleikarinn Andrew DAngelo krampakast þar sem hann var að keyra bílinn sinn í Brooklyn. Þegar komið var á sjúkrahús var Andrew greindur með heilaæxli. Í grein dagsins fjallar Kári Hólmar Ragnarsson um fáránleika bandaríska heilbrigðiskerfisins og hvetur fólk til að mæta á styrktartónleika á Organ í Reykjavík í kvöld: ,,Grundvallarhugmyndin sem hið bandaríska, ,,frjálsa sjúkratryggingakerfi byggir á er hins vegar elskuð og dáð af mörgum íslenskum hugsuðum. Einstaklingsfrelsið og framtakið, afskiptaleysi ríkisins og lögmál markaðarins er kyrjað eins og mantra sannleikans af þúsunum bláeygðra Íslendinga.
28.2.2008 | 10:56
Með 51 kosningastjóra á launum hjá Alþingi
Í grein dagsins fjallar Agnar Freyr Helgason um tillögur forsætisnefndar Alþingis sem miða að því að allir landsbyggðarþingmenn eigi rétt á aðstoðarmanni í þriðjungsstarfi. Segir meðal annars í greininni: ,,Það þarf ekki frjótt ímyndunarafl til að geta sér til um kröfur þingmanna eftir nokkur misseri: Hvorki gengur að deila starfsmanni né að hafa hann einungis í 33% starfi eina vitið í stöðunni verður að hver þingmaður fái sinn persónulega aðstoðarmann. Og þá verða aðstoðarmennirnir orðnir 51.
Já takk, ég vil lesa um kosningastjóranna 51
27.2.2008 | 09:02
9. nóvember 1932 vs. 24 janúar 2008
Mótmælin í Ráðhúsi Reykjavíkur í lok janúar á þessu ári verða sennilega lengi í minnum höfð. Fjölmiðlar fóru geyst í umfjöllun sinni um þau, og voru einhverjir sem líktu þeim við Gúttóslaginn frá 1932. Magnús Már Guðmundsson fjallar um mótmælin í janúar á þessu ári og mótmælin í Gúttó á Íslandi kreppuáranna: Í Gúttóslagnum var tekist harkalega á og var fundarsalur bæjarstjórnarinnar í Góðtemplarahúsinu rústir einar eftir atganginn. Húsið var bárujárnsklædd timburbygging sem stóð á horni Templarasunds og Vonarstrætis. Rúmlega 30 manna lögreglulið tókst á við nokkur hundruð mótmælendur og lágu 2/3 lögregluliðsins eftir óvígir.
Lesa alla greinina um Gúttó og Ráðhúsið
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2008 | 14:27
Ef þú sérð eitthvað, segðu eitthvað!
Ef þú sérð eitthvað, segðu eitthvað! hefur staðið stórum stöfum í neðanjarðarlestunum í New York og skilaði nærri tvö þúsund ábendingum um grunsamlegt athæfi lestarfarþega á síðasta ári. Helga Tryggvadóttir fjallar í grein dagsins um herferðina og árangur hennar: Múslimar finna fyrir aukinni tortryggni í sinn garð eftir einsleita umræðu undanfarinna ára um hryðjuverk. Hvað þá ef komið er fyrir risastórum veggspjöldum í hverja einustu lest um að allir eigi að hafa augun hjá sér og tilkynna samferðafólk sitt til lögreglu geri það eitthvað.
Jáhá! Ég vil heldur betur lesa um paranoju og annað hresst.
22.2.2008 | 09:05
Frétt vikunnar: sjálfstæði Kósóvó
Í grein dagsins fjallar Hrafn Stefánsson um ástandið í gömlu Júgóslavíu, nánar tiltekið í Kósóvó og Serbíu. Söguleg nálgun er mjög mikilvæg í þessu tilliti til að gera sér grein fyrir kjarna deilunnar: Mótmæli og óeirðir hafa átt sér stað í kjölfarið í Serbíu og í gær var kveikt í sendiráði Bandaríkjanna í Belgrad auk þess sem fréttir hafa borist af því að ráðist hafi verið á sendiráð Breta og Króata. Árásirnar á sendiráðin voru gerðar í kjölfarið á 150.000 manna mótmælum í Belgrad þar sem Serbar mótmæltu friðsamlega.
Ég vil lesa um Kósóvó og Serbíu
21.2.2008 | 09:29
Líf án ofbeldis – allra réttur
Í grein dagsins fjallar Steinunn Guðjónsdóttir um stöðu kvenna á ófriðarsvæðum. Meðal annars fjallar hún um stöðuna í Líberíu, Kongó og Síerra Leóne. Menntamálaráðherra Síerra Leóne var í heimsókn hér á Íslandi fyrir nokkrum vikum. Þegar hann var spurður hver staða menntunar meðal kvenna væri var svar hans á þá leið að þegar drengir og stúlkur hæfu skólagöngu væri hlutfall þeirra jafnt. Þegar á liði færu stúlkurnar hins vegar að heltast úr lestinni og væri það ekki síst vegna ofbeldis. Stúlkurnar þurfa oft að ganga langa leið í skóla og eiga það á hættu að verða nauðgað á leiðinni, sömuleiðis þegar í skólann er komið, stafar þeim ógn af að verða fyrir ofbeldi af hendi kennara og samnemenda.
16.2.2008 | 10:52
Hvers vegna gerist ekki rassgat?
Lára Jónasdóttir tekur fyrir hátt bensínsverð, REI og lélegar almenningssamgöngur í umfjöllun helgarinnar að þessu sinni. Það eru lika allir orðnir drulluleiðir á umfjöllun um REI, flugvöllinn í Vatnsmýrinni og umræðunni um útlendinga á Íslandi, þreyttastir eru líklega þeir sem falla undir einhvern af þessum umræðuflokkum og þurfa endalaust að vera hnykkja á sinni stöðu og hvers vegna það er mikilvægt að hafa ákveðna stefnu í málum eins og þessum. Hvers vegna gerist ekki rassgat?
Að sjálfsögðu vil ég lesa þetta!
14.2.2008 | 08:42
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum
Óðum styttist í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Einar Örn Einarsson spáir í spilin og vonar að Demókratar muni ekki tapa enn einu sinni: Þannig að einhvern veginn tókst George W Bush að sigra Demókrata í bæði skiptin og 8 ára valdatímabili hans er nú að ljúka. Í fyrsta sinn í nokkra áratugi standa Bandaríkjamenn því frammi fyrir kosningum þar sem hvorki sitjandi forseti né varaforseti er í framboði. Bandaríkjamenn eru á fullu í óvinsælu stríði í Írak, efnahagurinn er í slæmum málum, dollarinn veikur, olíverð í hæstu hæðum , George W Bush með ólíkindum óvinsæll forseti og líklegur kandídat Repúblikana verður 72 ára gamall þegar að kjörtímabilið hefst. Hvernig eiga Demókratar að fara að því að tapa núna?
Ég vil lesa meira um kosningarnar í nóvember!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.2.2008 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 13:01
Vangaveltur um ný skólafrumvörp
Talsverðar umræður hafa verið um skólafrumvörp menntamálaráðherra en það tekur til allra skólastiga utan háskólastigsins. Í grein dagsins fjallar Guðlaugur Kr. Jörundsson um þessi frumvörp, m.a. með áherslu á menntun kennara, gjaldfrelsi og niðurfellingu samræmdra prófa: Með hækkandi launum kennara mun skána eitt helsta vandamál menntakerfis okkar en það er að tryggja gott skólastarf með góðum kennurum og skapa stöðugleika með minni starfsmannaveltu. Það leynist engum sem fer í gegnum íslenskt skólakerfi sem nemandi að kennarar eru óðum að eldast og að vöntun er á virkilega góðum og hæfum kennurum til starfa inn í skólana.
Lesa meira um skólafrumvörpin þrjú
11.2.2008 | 09:10
Hugleiðingar um þjóðareign og almenna sanngirni.
Nýlega gaf Mannréttindanefnd SÞ út álit um fiksveiðistjórnunarkerfi Íslendinga. Álitið hefur greinilega styrkt orðræðu andstæðinga kvótakerfisins. Dagbjört Hákonardóttir fjallar um álit nefndarinnar, þjóðareign og eignarrétt í grein dagsins. Burtséð frá sanngirni kerfisins gagnvart smábátaeigendum og öðrum fyrirvinnum landsins í sjávarútvegi, verðum við að átta okkur á einu: Þjóðin getur ekki átt nokkurn skapaðan hlut. Og þetta veit meirihluti mannréttindanefndarinnar ekki, sem er afar slæmt, og rýrir gildi álits hennar svo um munar.
Lesa meira um kvótann, mannréttindanefndina og þjóðareign.
9.2.2008 | 23:08
Vík milli Villa
Á dögunum kom út skýrsla stýrihóps á vegum Reykjavíkurborgar vegna REI-málsins svokallaða. Niðurstaða skýrslunnar virðist hrópa á afsögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar þótt hvergi sé þess getið berum orðum. Í umfjöllun helgarinnar skýrir Pétur Ólafsson frá gangi mála í REI-málinu og færir rök fyrir því hvers vegna Vilhjálmur eigi að víkja. Í fyrsta lagi kannaðist Vilhjálmur ekki við að hafa séð kaupréttarsamninga þar sem meðal annars var fjallað um kauprétt starfsmanna, annarra en sérfræðinga OR. Þeir samningar snerust um að starfsmenn REI auk svokallaðra lykilstarfsamanna skyldu fá að kaupa í REI á genginu 1,28. Starfsmenn REI höfðu margir hverjir unnið fyrir fyrirtækið í aðeins nokkrar vikur. Þeir samningar komu fyrst fram 1. október á fundi stjórnar OR. Hefði sá samningur náð fram að ganga hefði mögulega hálfur milljarður tapast þar sem markaðsvirði hlutanna var tvöfalt hærra.
Ég vil lesa um Villa og afsögn hans
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 13:41
Tipparör og peningabaukur í bakgarðinum
Rætt er um að reisa olíuhreinsistöð í afskekktum fjörðum Vestfjarðakjálkans. Telma Magnúsdóttir fjallar um óráðsíu og skyndilausnir stóriðju í grein dagsins: Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að á meðan stórframkvæmdirnar stóðu yfir lamaðist samfélagið og öll frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun var nánast dauð. Allt snérist um þetta stóra verkefni. Margir viðmælenda minna nefndu að þeir teldu að slík stóriðja, sem byði upp á hálaunastörf fyrir meðalmanninn, hlyti að draga úr frumkvöðlastarfsemi í samfélaginu.
Lesa meira um olíuhreinsistöðvar og tissjú
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 09:04
Amma mín og nútíminn
19. aldar götumynd miðbæjarins hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Þar togast gjarnan á gróðasjónarmið og sjónarmið varðveislu. Í grein dagsins fjallar Erla Elíasdóttir um nútímann og fortíðina - ljótar og fallegar byggingar: Allir sem búið hafa í borginni okkar eða sótt hana heim hafa þannig tengsl við hin ýmsu kennileiti sem þar er að finna, og hlýtur miðbærinn af öllum borgarhlutum að státa af sem flestum slíkum stöðum. Hann er jú sá staður hvert flestir eiga sameiginlegt að gera sér skemmtitúra til lengri eða skemmri tíma, hvar í borginni eða utan hennar sem menn búa.
Ég vil lesa meira um niðurrif og miðborgina
6.2.2008 | 12:28
Með Röskvu er árangurinn meiri
Röskva veitir Stúdentaráði Háskóla Íslands forystu og hefur hagsmunabarátta stúdenta gagnvart ríki og borg verið öflug og skilað árangri meiri árangri en oft áður. Námslán hækkuðu meira en nokkru sinni áður, samið var við Reykjavíkurborg um lóð fyrir 600 stúdentaíbúðir, menntamál voru sett á dagskrá stjórnmálanna og urðu kosningamál í síðustu kosningum og jafnréttisbaráttan var sett á dagskrá innan Háskólans, segir Eva Bjarnadóttir í grein dagsins. Í dag og á morgun ganga tæplega 10.000 stúdentanr til kosninga í árlegum stúdentaráðskosningum Háskóla Íslands.
Lesa meira um stúdentaráðskosningar í Háskóla Íslands
4.2.2008 | 12:17
Af reykingum og öðrum skrílslátum
Reykingabannið svokallaða hefur verið mikið í fréttum undanfarið. Íslenskir kráareigendur hafa verið duglegir að benda á ósamræmi í lögunum og nú um helgina leyfðu nokkrir þeirra reykingar inn á stöðunum sínum í mótmælaskyni. Í grein dagsins fjallar Eva María Hilmarsdóttir um reykingaboð og bönn í Evrópu og þá sérstaklega í Frakklandi: Ég var afskaplega spennt að sjá hvernig Frakkinn tæki reykingabanninu í sínu landi, þar sem reykingar hafa verið stór þáttur í menningunni, allir hafa einhvernveginn reykt allsstaðar eða svo til. Í Frakklandi hafa líka bílar verið sprengdir fyrir minna. Ég varð fyrir vonbrigðum. Það hefur lítið sem ekkert heyrst eftir bannið. Svona ef við miðum við Frakkland. Hér virðist allt vera í góðum gír og flestir taka þessu banni með jafnaðargeði.
Ég vil lesa meira um reykingar og Frakka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 08:20
Tæknileg mistök í Afganistan?
Ungur Afgani sem las um kvenréttindi á netinu var í síðustu viku dæmdur til dauða fyrir íslömskum rétti í heimalandi sínu. Helga Tryggvadóttir skrifar í umfjöllun helgarinnar um dóminn yfir Sayed Pervez Kambaksh og auðsjáanlega erfiðleika sem Afganir standa frammi fyrir við að koma á lýðræðislegri umræðu í landinu þrátt fyrir að fall ríkisstjórnar talíbana fyrir sex árum.
Já! Ég vil lesa meira um Afganistan og tjáningarfrelsið...
1.2.2008 | 09:18
Af kaffi, litla iðnaðarráðherranum, Sirkus, Lilla apa og tippi.
föstudagsgreininni fjallar Bryndís Björgvinsdóttir um sjálhverf kaffihús, kókómjólkurbílinn í mótorsportinu og þúsund milljón húðsnyrtivörur. Hversu mikið æði er Ísland, Jón Ólafsson? Eins og hversu margir dollarar? Eins og þúsund milljón pulsur? Eins og sautján farmar af húðsnyrtivörum?
Þessu verður ekki auðsvarað. En eitt er víst. Einhverjum, sem ræður, finnst Sirkus, sem allt það sem staðurinn fyrir utan húsið, ekki vera neitt neitt. Þessi einhver horfir á húsið
og hugsar með sér
Hmm
þetta hús er svona álíka verðmæt og sjö pulsur
rífum það og byggjum eitthvað meira
eitthvað á sömu lóð
Ég vil lesa meira um allt þetta
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.1.2008 | 11:17
Hvernig meðaljóninn komst á spjöld sögunnar
Hvað eru 470 milljarðar króna? Fyrir 470 milljarðar króna er hægt að kaupa hundrað stykki Airbus þotur og 470 milljarðar króna svara til áætlaðra heildartekna íslenska ríkisins á komandi ári. Þessi upphæð er í raun óskiljanleg fyrir venjulegt fólk. Samt tókst venjulegum þrítugum verðbréfamiðlara að veðja henni burt á um það bil tíu dögum.
Frakkinn Jerome Kerviel komst í heimspressuna nú á dögunum þegar vinnuveitandi hans, franski risabankinn Société Générale, tilkynnti 4,8 milljarða evra tap af völdum fjársvika. Upphæðin markar stærsta tap af þessari gerð í sögunni. Sökudólgurinn var Kerviel, 31 árs verðbréfamiðlari sem hafði starfað hjá Société Générale frá árinu 2000, fyrst í bakvinnslu en sem miðlari frá árinu 2005.
Ég vil lesa meira um Jerome Kerviel og svikamylluna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006