Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Pælingar um blæðingar

kvennamynd1.bmpPælingar um blæðingar fara venjulega einungis milli tveggja kvenna eða fleiri. Blæðingar eru þó ekki bara líkamlegt fyrirbæri heldur einnig menningarlegt. Lára Jónasdóttir fjallar um dömubindaauglýsingar og eldri hugmyndir um konur á túr: Fram til dagsins í dag hafa aldagamlar hjátrúr um skaðleika tíðarblóðs eða jafnvel svita konu sem er á blæðingum lifað góðu lífi. Þannig segir að kona á túr eigi ekki að þeyta rjóma, því þá skemmist hann, hún eigi hvorki að elda ávexti né grænmeti, bara að þrífa með hreingerningarhönskum, ekki setja í sig permanent og svona mætti lengi halda áfram.

 

Lesa blóðuga grein um dömubindi og forvera þeirra ...


mbl.is Fleiri sýklar á lyklaborði en klósettsetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrein mistök?

jord.bmpÞróun lífræns eldsneytis gaf mörgum von um að lausn væri komin á olíuvanda og umhverfisvanda heimsins. Kamilla Guðmundsdóttir fjallar um ný vandamál sem sprottið hafa upp í kjölfarið á aukinni framleiðslu á hinum nýja orkugjafa: “Enn hefur ekki tekist að sýna fram á mjög mikinn mun á útblæstri hjá þeim sem nota lífdísil og þeim sem nota bensín unnið úr olíu. En aftur á móti hafa orðið áþreifanlegar. Nú keppast bændur sem áður ræktuðu korn til manneldis við að nýta akra sína í þágu lífræns eldsneytis.”

 

Lesa meira um eldsneyti og hungursneyð... 


mbl.is Bush vill leiða bardagann gegn hungri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband