Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Er bíllinn fyrsta flokks borgari?

teamsters.jpgMótmæli vörubílstjóra út um allt land hafa vakið mikla athygli síðustu daga. Í Vefritspistli dagsins fjallar Sverrir Bollason, nýr Vefritspenni, um bílamenninguna á Íslandi og hvað hún segir um forgangsröðun almennings. Gera Íslendingar sér almennt grein fyrir því hverju þeir eru að fórna fyrir einkabílinn? “Ég kemst ekki hjá því að velta fyrir mér hversu mikið styttri vinnuvikan væri hjá sumum ef þeir skiptu út Land Cruisernum sínum fyrir minni bíl. Hversu margar stundir gæti fólk átt með fjölskyldu og vinum ef afborganir af dýrum bílum hvíldi ekki á herðum þess.”

Ég vil lesa meira um hvað bíllinn kostar okkur...


mbl.is Árni: Gerist ekkert á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þarf marga Hafnfirðinga til að kjósa alþingismann?

just_try_voting_here_265x358Í Vefritspistli dagsins fer Þórir Hrafn Gunnarsson yfir það hvernig brotið er á íbúum höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að kosningum til Alþingis. Í landi sem byggir á því að allir séu jafnir gagnvart lögunum þykir sjálfsagt að atkvæði sumra vegi tvöfallt meira en annarra og að þessi mismunun sé bundin í lög. “Þessar breytingar voru í raun málamiðlun á milli tveggja ólíkra sjónarmiða. Í fyrsta lagi þess sjónarmiðs að allir Íslendingar séu jafnir gagnvart lögum og atkvæði allra eigi því að telja jafnt. Í öðru lagi þess sjónarmiðs að landsbyggðin eigi einhvern rómantískan rétt til þess að hafa meira vægi en höfuðborgarsvæðið þegar kemur að því að velja fulltrúa á löggjafarþingið.”

Já! Ég vil lesa meira um skipulögð mannréttindabrot á íbúum höfuðborgarsvæðisins!


mbl.is Össur: „Við héldum lífi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru erfiðir tímar- reynslusaga námsmanns í útlöndum

champagne-4Gró Einarsdóttir lýsir því á skemmtilegan hátt hvernig er að vera námsmaður erlendis á tímum gengislækkunar og því hvernig fyrstu kynni hennar af peningum voru til þess fallin að rugla sýn á þá. Hún deilir þar að auki kreppuleyndarmáli með þeim sem lesa alla leið. Fyrstu raunverulegu kynni mín af peningum voru á tíma gullnu aldarinnar. Lífið á Íslandi var reif. Samfélagið flæddi í peningum. Menntaskólakrakkar keyrandi um á nýjum bílum, með nýja síma, í designer fötum frá Kron Kron, borgandi 13.000 kall fyrir klippingu, lifandi á kaffihúsamat og með nýju Macbook tölvuna sína.

Lesa greinina.......


mbl.is Loka fyrir umferð olíubíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um vafasama útreikninga Fjármálaráðuneytisins

Arnaldur Sölvi Kristjánsson hefur gaumgæft útreikninga Fjármálaráðuneytisins sem hefur haldið því fram að skattbyrði hafi minnkað undanfarin áratug. Arnaldur Sölvi telur þetta vera vafasama útreikninga og vill meina að sannleikurinn sé einfaldlega sá að skattbyrði hafi aukist síðustu 10-15 ár - sérstaklega hjá þeim sem lægstar hafi tekjurnar.  Í greininni segir m.a: Þegar skattkerfi er upphallandi og tekjur aukast með árunum, en skattkerfið er ekki aðlagað að breyttum aðstæðum, þá eykst skattbyrði og mest þeirra sem lægstu tekjurnar hafa. Þetta er það sem gerðist undanfarin 10-15 ár hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Ég vil lesa meira um aukna skattbyrði almennings.... 


mbl.is Mótmælt við fjármálaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En þetta er löglegt

justice.jpg

Í samfélagi okkar eru lög. Lögin kveða á um hvað sé rétt og rangt og ákvarða um leið hvað sé glæpsamlegt. Lögin eru smíð samfélagsins sem þau gilda í. En eru þau mælikvarði á það sem er rétt og rangt? Með öðrum orðum: Eru landslög fullnægjandi siðferðilegur mælikvarði fyrir þá sem lifa í landinu? Elín Ósk Helgadóttir veltir þeirri spurningu upp í grein dagsins þar sem segir m.a: Þið hafið eflaust áttað ykkur á því hvað ég hef verið að fara hér að ofan. Mín fyrstu viðbrögð voru þau að góður vinur minn hefði getað komist í kast við lögin en ekki þau að háttsemi hans hafi verið vítaverð og siðferðislega röng.

Ég vil lesa meira um lögin og siðferðið. Kannski líka um Goldfinger, Downs og Airwaves!


“Miklum völdum fylgir mikil ábyrgð”

arni_mathisenÁrni Mathiesen hefur undanfarið verið gagnrýndur fyrir nýlega skipan á dómara við héraðsdóm.  Svör hans við fyrirspurninum umboðsmanns Alþingis vegna sama máls hafa ekki síður vakið  upp gagnrýniöldu.  Ásþór Sævar Ásþórsson skoðar málið og spyr hvort að jafnvaldamikill maður þurfi ekki að sýna meiri ábyrgð í opinberum athöfnum sínum. Í greininni segir m.a: Einhverjir treysta Árna M. Mathiesen fyrir því að fara með fjármál ríkisins. En hann treystir greinilega ekki almenningi í landinu fyrir því að halda uppi gagnrýninni umræðu um stjórnarathafnir sínar og þess vegna sakar hann gagnrýnisraddirnar um að vilja takmarka tjáningarfrelsi hans.

Meira af þessu stöffi.....


mbl.is Horfum ríkisins breytt í neikvæðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband