Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
11.8.2008 | 00:32
Doha - Ísland
Magnús Þorlákur Lúðvíksson fjallar um Doha-viðræðurnar í grein dagsins á Vefritinu. ,,Ýmsa hryllir við tilhugsuninni um að lækka innflutningstolla og skiljanlega. En lækkun tollamúra þarf ekki að þýða að tekjur íslenskra bænda hríðfalli og landbúnaður leggist af. Til að mynda hefur verið bent á að þegar tollar af tómötum, agúrkum og paprikum voru afnumdir 2002 og beinir framleiðslustyrkir teknir upp í staðinn jókst sala á innlendri framleiðslu.
8.8.2008 | 01:18
Við og allir hinir
,,Með aukinni framgöngu markaðsafla fjölgar þeim sem gefa stjórnmálum engan gaum, jafnvel þótt við hin höldum áfram að rökræða og karpa í okkar litla heimi. Það er leitt en þetta er nú samt staðan og vissara að átta sig á því. Spurningin er ekki lengur hvort einhver er sjálfstæðismaður eða ekki, heldur hvort honum er nákvæmlega sama eða ekki. Eða er það kannski hliðstætt? Jón Eðvald Vignisson skrifar grein dagsins á Vefritinu.
7.8.2008 | 00:23
Forvitni er góð
Dagný Ósk Aradóttir segir í grein dagsins að strákarnir í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins séu vanir því að berjast harkalega gegn því að almenningur sjái álagningarskrárnar alræmdu. Hún segir að í ár hafi heyrst óvenjulítið í þeim og veltir fyrir hvort að þeir hafi frekar viljað njóta góða veðursins í stuttbuxunum sínum heldur en að sitja sveittir á skrifstofu sýslumanns, haldandi dauðahaldi í bækurnar.
Dagný segir að forvitnin snuí ekki að náunganum heldur að samfélaginu. ,,Ég vil fá að vita hvernig samfélagið okkar þróast ár frá ári, hversu há ofurlaunin eru þetta árið, hversu margar konur eru á meðal skattakónga (eða yfir höfuð í blaðinu) o.s.frv.
6.8.2008 | 10:56
Vond klipping
Í grein dagsins á Vefritinu fjallar Óskar Örn Arnórsson um umræðuna um nýbyggingu Listaháskólans við Laugaveg. Óskar segist vera mikill varðveislusinni og vilji varla að nokkuð sé rifið, en hann er aftur á móti favoritisma í byggingarlist.
,,Það er ekki jafn auðvelt og fólk heldur að aðlaga vinningstillöguna að 19. aldar götumynd Laugavegarins. Yrði það gert væri það alla veganna ekki sama byggingin og á tillögunni. Annað hvort verður byggingin stolt 21. aldar bygging sem að tekur tillit til fortíðarinnar á annan hátt en þann að hún er klædd með bárujárni og með burstaþök, eða hún verður einfaldlega reist annars staðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006