Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
3.7.2008 | 16:01
Íslenska þjóðin ®
Litríkar söguskýringar er að finna í nýrri skýrslu forsætisráðneytisins um Ímynd Íslands. Kristín Svava Tómasdóttir rýnir í skýrsluna til gagns og gamans: Já, það er auðvelt og skemmtilegt að vera leiftrandi kaldhæðinn með svona skýrslu í höndunum. Ég gæti til dæmis bent á að eitt af þeim löndum sem skýrsluhöfundar tiltaka sem land með velheppnaða ímynd er Sviss, hundleiðinlegt land þar sem konur fengu kosningarétt um svipað leyti og Sex Pistols gáfu út Never Mind the Bollocks. Annað land sem nefnt er til sögunnar er Danmörk, sem þessa dagana hefur ekki undan að selja danska fána af því að fólk stendur í röðum til að kveikja í þeim.
Lesa meira um ímynd Íslands og söguskoðun rýnihópa ...
Mótmæla meðferð á flóttamanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2008 | 12:08
28 ára og vísað af tjaldsvæðum
Mannréttindabrotin leynast víða, en hver hefði haldið að þau væru að finna á íslenskum tjaldsvæðum? Kristín Laufey Steinadóttir segir frá því þegar fólki á þrítugsaldri var vísað frá þremur tjaldsvæðum: Ef þið eruð með börn þá megið þið tjalda, ef þið eruð að fara að búa til börn þá farið þið annað! sagði maðurinn og hló að eigin fyndni á meðan okkur stökk ekki bros. Ég varð orðlaus. Fyrir utan að engin okkar var komin að Laugarási í þeim tilgangi að geta börn þá trúði ég því ekki að á tuttugasta og níunda aldursári væri mér sigað í burtu frá tjaldsvæðum eins og flækingsrakka.
Lesa meira um fordóma gagnvart ungu og barnlausu fólki á íslensku tjaldstæðum ...
Leituðu skjóls í hvassviðrinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2008 | 13:44
Öskugrár stormsveipur og fagmennska í Reykjavík
Gráir skaðvaldar hafa tekið sér bólfestu í miðbæ Reykjavíkur. Þeir eru hvorki silfurskottur né rottur, heldur skilyrt gengi smekkbuxnaklæddra næturvera í þjónustu fyrrum flippara með of mikil völd. Stígur Helgason kannaði það hvers vegna skyndilega hefur tekið að grána yfir miðborginni hans: Þetta hófst allt með því að litlir kallar í stórum húsum fengu móðursýkiskast yfir því að það væru stundum rónar í miðbænum og að þeir væru stundum fullir á daginn.
Lesa meira um Luftsturmmeister Freimann og grámyglulega Reykjavík...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006