Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
9.2.2008 | 23:08
Vík milli Villa
Á dögunum kom út skýrsla stýrihóps á vegum Reykjavíkurborgar vegna REI-málsins svokallaða. Niðurstaða skýrslunnar virðist hrópa á afsögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar þótt hvergi sé þess getið berum orðum. Í umfjöllun helgarinnar skýrir Pétur Ólafsson frá gangi mála í REI-málinu og færir rök fyrir því hvers vegna Vilhjálmur eigi að víkja. Í fyrsta lagi kannaðist Vilhjálmur ekki við að hafa séð kaupréttarsamninga þar sem meðal annars var fjallað um kauprétt starfsmanna, annarra en sérfræðinga OR. Þeir samningar snerust um að starfsmenn REI auk svokallaðra lykilstarfsamanna skyldu fá að kaupa í REI á genginu 1,28. Starfsmenn REI höfðu margir hverjir unnið fyrir fyrirtækið í aðeins nokkrar vikur. Þeir samningar komu fyrst fram 1. október á fundi stjórnar OR. Hefði sá samningur náð fram að ganga hefði mögulega hálfur milljarður tapast þar sem markaðsvirði hlutanna var tvöfalt hærra.
Ég vil lesa um Villa og afsögn hans
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 13:41
Tipparör og peningabaukur í bakgarðinum
Rætt er um að reisa olíuhreinsistöð í afskekktum fjörðum Vestfjarðakjálkans. Telma Magnúsdóttir fjallar um óráðsíu og skyndilausnir stóriðju í grein dagsins: Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að á meðan stórframkvæmdirnar stóðu yfir lamaðist samfélagið og öll frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun var nánast dauð. Allt snérist um þetta stóra verkefni. Margir viðmælenda minna nefndu að þeir teldu að slík stóriðja, sem byði upp á hálaunastörf fyrir meðalmanninn, hlyti að draga úr frumkvöðlastarfsemi í samfélaginu.
Lesa meira um olíuhreinsistöðvar og tissjú
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 09:04
Amma mín og nútíminn
19. aldar götumynd miðbæjarins hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Þar togast gjarnan á gróðasjónarmið og sjónarmið varðveislu. Í grein dagsins fjallar Erla Elíasdóttir um nútímann og fortíðina - ljótar og fallegar byggingar: Allir sem búið hafa í borginni okkar eða sótt hana heim hafa þannig tengsl við hin ýmsu kennileiti sem þar er að finna, og hlýtur miðbærinn af öllum borgarhlutum að státa af sem flestum slíkum stöðum. Hann er jú sá staður hvert flestir eiga sameiginlegt að gera sér skemmtitúra til lengri eða skemmri tíma, hvar í borginni eða utan hennar sem menn búa.
Ég vil lesa meira um niðurrif og miðborgina
6.2.2008 | 12:28
Með Röskvu er árangurinn meiri
Röskva veitir Stúdentaráði Háskóla Íslands forystu og hefur hagsmunabarátta stúdenta gagnvart ríki og borg verið öflug og skilað árangri meiri árangri en oft áður. Námslán hækkuðu meira en nokkru sinni áður, samið var við Reykjavíkurborg um lóð fyrir 600 stúdentaíbúðir, menntamál voru sett á dagskrá stjórnmálanna og urðu kosningamál í síðustu kosningum og jafnréttisbaráttan var sett á dagskrá innan Háskólans, segir Eva Bjarnadóttir í grein dagsins. Í dag og á morgun ganga tæplega 10.000 stúdentanr til kosninga í árlegum stúdentaráðskosningum Háskóla Íslands.
Lesa meira um stúdentaráðskosningar í Háskóla Íslands
4.2.2008 | 12:17
Af reykingum og öðrum skrílslátum
Reykingabannið svokallaða hefur verið mikið í fréttum undanfarið. Íslenskir kráareigendur hafa verið duglegir að benda á ósamræmi í lögunum og nú um helgina leyfðu nokkrir þeirra reykingar inn á stöðunum sínum í mótmælaskyni. Í grein dagsins fjallar Eva María Hilmarsdóttir um reykingaboð og bönn í Evrópu og þá sérstaklega í Frakklandi: Ég var afskaplega spennt að sjá hvernig Frakkinn tæki reykingabanninu í sínu landi, þar sem reykingar hafa verið stór þáttur í menningunni, allir hafa einhvernveginn reykt allsstaðar eða svo til. Í Frakklandi hafa líka bílar verið sprengdir fyrir minna. Ég varð fyrir vonbrigðum. Það hefur lítið sem ekkert heyrst eftir bannið. Svona ef við miðum við Frakkland. Hér virðist allt vera í góðum gír og flestir taka þessu banni með jafnaðargeði.
Ég vil lesa meira um reykingar og Frakka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 08:20
Tæknileg mistök í Afganistan?
Ungur Afgani sem las um kvenréttindi á netinu var í síðustu viku dæmdur til dauða fyrir íslömskum rétti í heimalandi sínu. Helga Tryggvadóttir skrifar í umfjöllun helgarinnar um dóminn yfir Sayed Pervez Kambaksh og auðsjáanlega erfiðleika sem Afganir standa frammi fyrir við að koma á lýðræðislegri umræðu í landinu þrátt fyrir að fall ríkisstjórnar talíbana fyrir sex árum.
Já! Ég vil lesa meira um Afganistan og tjáningarfrelsið...
1.2.2008 | 09:18
Af kaffi, litla iðnaðarráðherranum, Sirkus, Lilla apa og tippi.
föstudagsgreininni fjallar Bryndís Björgvinsdóttir um sjálhverf kaffihús, kókómjólkurbílinn í mótorsportinu og þúsund milljón húðsnyrtivörur. Hversu mikið æði er Ísland, Jón Ólafsson? Eins og hversu margir dollarar? Eins og þúsund milljón pulsur? Eins og sautján farmar af húðsnyrtivörum?
Þessu verður ekki auðsvarað. En eitt er víst. Einhverjum, sem ræður, finnst Sirkus, sem allt það sem staðurinn fyrir utan húsið, ekki vera neitt neitt. Þessi einhver horfir á húsið
og hugsar með sér
Hmm
þetta hús er svona álíka verðmæt og sjö pulsur
rífum það og byggjum eitthvað meira
eitthvað á sömu lóð
Ég vil lesa meira um allt þetta
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006