Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Brain cancer. Fuck that!!!

Föstudagin 25. janúar 2008 fékk bandaríski saxafónleikarinn Andrew D’Angelo krampakast þar sem hann var að keyra bílinn sinn í Brooklyn. Þegar komið var á sjúkrahús var Andrew greindur með heilaæxli. Í grein dagsins fjallar Kári Hólmar Ragnarsson um fáránleika bandaríska heilbrigðiskerfisins og hvetur fólk til að mæta á styrktartónleika á Organ í Reykjavík í kvöld: ,,Grundvallarhugmyndin sem hið bandaríska, ,,frjálsa” sjúkratryggingakerfi byggir á er hins vegar elskuð og dáð af mörgum íslenskum hugsuðum. Einstaklingsfrelsið og –framtakið, afskiptaleysi ríkisins og lögmál markaðarins er kyrjað eins og mantra sannleikans af þúsunum bláeygðra Íslendinga.”

Lesa »


Með 51 kosningastjóra á launum hjá Alþingi

Herra FrumvarpÍ grein dagsins fjallar Agnar Freyr Helgason um tillögur forsætisnefndar Alþingis sem miða að því að allir landsbyggðarþingmenn eigi rétt á aðstoðarmanni í þriðjungsstarfi. Segir meðal annars í greininni: ,,Það þarf ekki frjótt ímyndunarafl til að geta sér til um kröfur þingmanna eftir nokkur misseri: Hvorki gengur að deila starfsmanni né að hafa hann einungis í 33% starfi – eina vitið í stöðunni verður að hver þingmaður fái sinn persónulega aðstoðarmann. Og þá verða aðstoðarmennirnir orðnir 51.

Já takk, ég vil lesa um kosningastjóranna 51


9. nóvember 1932 vs. 24 janúar 2008

24jan_2008.JPGMótmælin í Ráðhúsi Reykjavíkur í lok janúar á þessu ári verða sennilega lengi í minnum höfð. Fjölmiðlar fóru geyst í umfjöllun sinni um þau, og voru einhverjir sem líktu þeim við Gúttóslaginn frá 1932. Magnús Már Guðmundsson fjallar um mótmælin í janúar á þessu ári og mótmælin í Gúttó á Íslandi kreppuáranna:  Í Gúttóslagnum var tekist harkalega á og var fundarsalur bæjarstjórnarinnar í Góðtemplarahúsinu rústir einar eftir atganginn. Húsið var bárujárnsklædd timburbygging sem stóð á horni Templarasunds og Vonarstrætis. Rúmlega 30 manna lögreglulið tókst á við nokkur hundruð mótmælendur og lágu 2/3 lögregluliðsins eftir óvígir.

Lesa alla greinina um Gúttó og Ráðhúsið


Ef þú sérð eitthvað, segðu eitthvað!

if-you-see-something.jpg„Ef þú sérð eitthvað, segðu eitthvað!“ hefur staðið stórum stöfum í neðanjarðarlestunum í New York og skilaði nærri tvö þúsund ábendingum um grunsamlegt athæfi lestarfarþega á síðasta ári. Helga Tryggvadóttir fjallar í grein dagsins um herferðina og árangur hennar: „Múslimar finna fyrir aukinni tortryggni í sinn garð eftir einsleita umræðu undanfarinna ára um hryðjuverk. Hvað þá ef komið er fyrir risastórum veggspjöldum í hverja einustu lest um að allir eigi að hafa augun hjá sér og tilkynna samferðafólk sitt til lögreglu geri það „eitthvað“.“

Jáhá! Ég vil heldur betur lesa um paranoju og annað hresst.


Frétt vikunnar: sjálfstæði Kósóvó

embassy460.jpgÍ grein dagsins fjallar Hrafn Stefánsson um ástandið í gömlu Júgóslavíu, nánar tiltekið í Kósóvó og Serbíu. Söguleg nálgun er mjög mikilvæg í þessu tilliti til að gera sér grein fyrir kjarna deilunnar: Mótmæli og óeirðir hafa átt sér stað í kjölfarið í Serbíu og í gær var kveikt í sendiráði Bandaríkjanna í Belgrad auk þess sem fréttir hafa borist af því að ráðist hafi verið á sendiráð Breta og Króata. Árásirnar á sendiráðin voru gerðar í kjölfarið á 150.000 manna mótmælum í Belgrad þar sem Serbar mótmæltu friðsamlega.

Ég vil lesa um Kósóvó og Serbíu


Líf án ofbeldis – allra réttur

liberia_01_400×389.jpgÍ grein dagsins fjallar Steinunn Guðjónsdóttir um stöðu kvenna á ófriðarsvæðum. Meðal annars fjallar hún um stöðuna í Líberíu, Kongó og Síerra Leóne. Menntamálaráðherra Síerra Leóne var í heimsókn hér á Íslandi fyrir nokkrum vikum. Þegar hann var spurður hver staða menntunar meðal kvenna væri var svar hans á þá leið að þegar drengir og stúlkur hæfu skólagöngu væri hlutfall þeirra jafnt. Þegar á liði færu stúlkurnar hins vegar að heltast úr lestinni og væri það ekki síst vegna ofbeldis. Stúlkurnar þurfa oft að ganga langa leið í skóla og eiga það á hættu að verða nauðgað á leiðinni, sömuleiðis þegar í skólann er komið, stafar þeim ógn af að verða fyrir ofbeldi af hendi kennara og samnemenda.

Ég vil lesa meira!


Hvers vegna gerist ekki rassgat?

straeto.jpgLára Jónasdóttir tekur fyrir hátt bensínsverð, REI og lélegar almenningssamgöngur í umfjöllun helgarinnar að þessu sinni. Það eru lika allir orðnir drulluleiðir á umfjöllun um REI, flugvöllinn í Vatnsmýrinni og umræðunni um útlendinga á Íslandi, þreyttastir eru líklega þeir sem falla undir einhvern af þessum umræðuflokkum og þurfa endalaust að vera hnykkja á sinni stöðu og hvers vegna það er mikilvægt að hafa ákveðna stefnu í málum eins og þessum. Hvers vegna gerist ekki rassgat? 

Að sjálfsögðu vil ég lesa þetta!


Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum

425_obama_barack_041807.jpgÓðum styttist í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Einar Örn Einarsson spáir í spilin og vonar að Demókratar muni ekki tapa enn einu sinni: Þannig að einhvern veginn tókst George W Bush að sigra Demókrata í bæði skiptin og 8 ára valdatímabili hans er nú að ljúka.  Í fyrsta sinn í nokkra áratugi standa Bandaríkjamenn því frammi fyrir kosningum þar sem hvorki sitjandi forseti né varaforseti er í framboði.  Bandaríkjamenn eru á fullu í óvinsælu stríði í Írak, efnahagurinn er í slæmum málum, dollarinn veikur, olíverð í hæstu hæðum , George W Bush með ólíkindum óvinsæll forseti og líklegur kandídat Repúblikana verður 72 ára gamall þegar að kjörtímabilið hefst.  Hvernig eiga Demókratar að fara að því að tapa núna?

Ég vil lesa meira um kosningarnar í nóvember!


Vangaveltur um ný skólafrumvörp

33-books.gifTalsverðar umræður hafa verið um skólafrumvörp menntamálaráðherra en það tekur til allra skólastiga utan háskólastigsins. Í grein dagsins fjallar Guðlaugur Kr. Jörundsson um þessi frumvörp, m.a. með áherslu á menntun kennara, gjaldfrelsi og niðurfellingu samræmdra prófa: Með hækkandi launum kennara mun skána eitt helsta vandamál menntakerfis okkar en það er að tryggja gott skólastarf með góðum kennurum og skapa stöðugleika með minni starfsmannaveltu. Það leynist engum sem fer í gegnum íslenskt skólakerfi sem nemandi að kennarar eru óðum að eldast og að vöntun er á virkilega góðum og hæfum kennurum til starfa inn í skólana.

 Lesa meira um skólafrumvörpin þrjú


Hugleiðingar um þjóðareign og almenna sanngirni.

smabatar.jpgNýlega gaf Mannréttindanefnd SÞ út álit um fiksveiðistjórnunarkerfi Íslendinga. Álitið hefur greinilega styrkt orðræðu andstæðinga kvótakerfisins. Dagbjört Hákonardóttir fjallar um álit nefndarinnar, þjóðareign og eignarrétt í grein dagsins. Burtséð frá sanngirni kerfisins gagnvart smábátaeigendum og öðrum fyrirvinnum landsins í sjávarútvegi, verðum við að átta okkur á einu: Þjóðin getur ekki átt nokkurn skapaðan hlut. Og þetta veit meirihluti mannréttindanefndarinnar ekki, sem er afar slæmt, og rýrir gildi álits hennar svo um munar.

Lesa meira um kvótann, mannréttindanefndina og þjóðareign. 

 


Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband