Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Nornaveiðar nútímans

iranarHans Blix fyrrum yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu Þjóðanna í Írak segir ástandið í samskiptum Írana og Bandaríkjamanna minna um margt á aðdraganda stríðsreksturs Bandaríkjanna í Írak. Í grein dagsins í dag fjallar Örlygur Hnefill Örlygsson um landið sem áður hét Persía og hræðsluáróður Bandaríkjamanna sem vestrænir fjölmiðlar mata okkur á.

Lesa meira....


Lykill að rafrænu Íslandi

mynd1 Í grein dagsins greinir Lára Jónasdóttir frá rafrænum skilríkjum sem eru væntanleg á Íslandi seinna á árinu. Í greininni segir m.a:  Ekki er lengur þörf á að mæta á staðinn til þess að skrifa undir. Handhafar eru með rafræn skilríki og skrifa undir þegar þeim hentar, heima eða hvar sem er. Ekki er gerlegt að breyta undirrituðum skjölum án þess gera þar með undirskrift ógilda. Auðvelt er að rekja hver skrifaði undir - hvað og hvenær. Lesa meira...

Minnkandi heimsmynd í stækkandi heimi

people_earth Í grein dagsins fjallar Sandra um væntanlega fólksfjölgun í heiminum og það hvað slík mannfjölgun kann að hafa í för með sér. Í greininni segir m.a: Til þess að fólksfjöldinn haldist sá sami þarf hver kona að eignast að meðaltali 2.1 barn. Þetta vandamál verður sífellt umfangsmeira í Evrópu, enda fer meðalaldur þar hækkandi á meðan fæðingartíðni lækkar. En á sama tíma og við erum vinsamlegast beðin um að fjölga okkur og það hratt berast fréttir um gríðarlega fólksfjölgun sem ógnar lífi og lífsgæðum á jörðinni. Lesa meira

Spáð í kosningaspilin

althingi_logo.gifHrafn Stefánsson veltir fyrir sér yfirvofandi kosningum í pistli dagsins. Í honum segir meðal annars: “Einhver hiti virðist vera að færast í stjórnarliða eftir sem nær dregur kosningum og eru stuttbuxnadrengir farnir að krefja mótorhjólakonur um uppsögn. Stuðningur þjóðarinnar við ríkisstjórnina fer minnkandi og er kominn í 49%. Mikið hefur gengið á í samstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og eru mál eins og viljugur stuðningur við stríðið í Írak, stóriðjustefnan, fjölmiðlafrumvarpið, vafasamar ráðningar í embætti hins opinbera og farsakennd lögsókn á hendur Baugi og félögum, búin að reyna töluvert á þolrif ríkisstjórnarinnar.”

Lesa meira.....


Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna

aldarlogo.litil Anna Pála Sverrisdóttir fjallar í grein dagsins um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hún meðal annars fyrir sér hvort fólk viti yfir höfuð hvað þúsaldarmarkmið stofnunarinnar feli í sér. Í greininni segir meðal annars: “Hver eru aftur þessi markmið? Þau voru sett í september aldamótaárið 2000, af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðunum skyldi náð árið 2015 og sá tími er því tæplega hálfnaður. Átta markmið, sem fulltrúar ríkja úr heiminum öllum, samþykktu að vinna að.” Lesa meira...

Himnaríki femínistans?

junior1 Í grein dagsins fjallar Ingvi Snær Einarsson um stórmerkilega uppgötvun um brjóstagjafir sem hann hefur gert í fæðingarorlofi sínu. Í greininni segir meðal annars: "Á þessari stundu horfði ég nokkuð vantrúaður í kringum mig en mátti mig ekki gegn margnum. Ég varð nokkuð skelkaður en um leið forvitinn við þessa tilhugsun. Þessu til stuðnings var mér síðan bent á skriflegar heimildir. Einhver sagðist hafa séð frétt á mbl.is og önnur sagði frá því að í Flóamannasögu væri frásögn af manni sem hefði gefið barni sínu brjóst í eitt ár eftir að móðirin dó." Lesa meira...

J.K. Galbraith stjórnmálaspekúlant

galbraith291x441 Í helgarumfjöllun vikunnar fjalla Eva Bjarnadóttir um hagfræðinginn og fræðimanninn J.K. Galbraith. Í greinni segir meðal annars: “Saga hagfræðingsins Galbraith er eftirtektaverð fyrir það hversu vel hún endurspeglar hinar viðteknu hugmyndir um efnahagsmál. Hann talaði um það hversu mikil áhrif hræðslan við kommúnisma hafði á bandarískt samfélag. Enginn vilji líta út fyrir að styðja kommana og afneiti því öllu sem getur vísað til þess, eins og til dæmis ríkisafskiptum.” Lesa meira...

« Fyrri síða

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband