Gonzales og alríkissaksóknararnir 8

gonzalesNýjasta hneykslið sem skekur Hvíta Húsið og fylgismenn Bush er til umfjöllunar í grein dagsins. Þórir Hrafn Gunnarsson útskýrir hvað felst í uppsögnum 8 bandarískra alríkissaksóknara sem hafa vakið svo miklar deilur. Auk þess skoðar hann hver Gonzales, góðvinur George Bush Bandaríkjaforseta er og hver hans aðkoma að málinu er. Í greininni segir m.a: Það sem er alvarlegast í þessu máli er ekki hversu augljóslega Gonsalez hefur beygt og brotið flestar þær reglur sem menn í hans stöðu eiga að virða. Hegðun Gonsalezar er augljóslega alvarleg í sjálfu sér, en hún er merki um þá óheilbrigðu stefnu sem ríkisstjórn Bush hefur starfað eftir. Í stjórnartíð Bush hefur embættismönnum og öðrum starfsmönnum verið umbunað fyrir eina dyggð, hollustu. Hér ekki um hollustu gagnvart ríki og þjóð og hagsmunum, heldur hollustu við Bush og stefnu hans.

Lesa Meira.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband