Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
28.3.2007 | 11:32
Hugleiðing um frelsi
Í grein dagsins lítur Eva Bjarnadóttir á hugtakið frelsi, hversu ólíkar birtingarmyndir það getur átt og mikilvægi þess að einfalda ekki um of umræðuna um það. Í greininni segir m.a: Það virðist ekki vefjast fyrir mörgum hvað þetta frelsi sé. Líkt og allir séu að tala um það sama. En því fer fjarri. Frelsi er jafn afstætt og öll önnur hugtök búin til af mönnum. Það er misjafnt eftir tíma og rúmi hvernig fólk túlkar frelsi sitt.
28.3.2007 | 11:30
%u201CBeautiful nature, you know%u201D
Í grein dagsins skoðar Styrmir Goðason ferðamannaiðnaðinn og hvers vegna það þarf að samþætta þann iðnað við aðra hagsmuni landsmanna svo vel sé. Í greininn segir m.a: Samkvæmt könnun ferðamálastofu frá árinu 2005 koma 75% ferðamanna til Íslands til að upplifa náttúruna. Þessir ferðamenn hafa mikið fyrir því að koma hingað þar sem það er dýrt og lítið er um pakkaferðir, en í sömu skýrslu ferðamálastofu kemur fram að flestir ferðamenn koma hingað á eigin vegum.
28.3.2007 | 11:27
Indland á krossgötum
Indverska hagkerfið hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum tveim áratugum. Dregið hefur verið úr ríkisafskiptum af efnahagslífinu og hagkerfið hefur verið opnað fyrir erlendum viðskiptum og fjárfestingu. Árangurinn hefur ekki látið standa á sér, enda hefur hagvöxtur verið með því mesta meðal stærri hagkerfa í heiminum og mikil sókn er í indverska tölvu- og tækniiðnaðinum. Það er hins vegar ýmislegt sem bendir til þess að innviði Indlands þola ekki frekari vöxt vegakerfi landsins er kaótískt, skólpkerfið ræður illa við rigningatímabil sumarsins, rafmagnstruflanir eru tíðar og hið lýðræðislega ferli er að mörgu leyti viðkvæmt fyrir bíræfnum popúlískum áróðri. Í helgarumfjöllun vikunnar fjallar Agnar Freyr Helgason um krosgöturnar sem Indland er á og hvaða lausnir eru í sjónmáli fyrir innviði indverska hagkerfisins
28.3.2007 | 11:24
Allir í framboð
Í grein dagsins veltir Helga Tryggvadóttir fyrir sér nýja framboðinu, Íslandshreyfingunni, og mögulegum afleiðingum þess. Í greininni segir m.a: Framboð sem leggja höfuðáherslu á eitt málefni en sækja að öðru leyti inn á miðjuna hafa áður komið fram í íslenskum stjórnmálum. Skemmst er að minnast tilkomu Frjálslynda flokksins sem frá upphafi lagði höfuðáherslu á breytt fiskveiðistjórnunarkerfi. Vandinn sem Íslandshreyfingin stendur nú frammi fyrir eru hins vegar þröskuldar til þess að ná kjöri til Alþingis og við úthlutun jöfnunarsæta, en þar koma einungis þau stjórnmálasamtök til álita sem hlotið hafa að minnsta kosti fimm prósent greiddra atkvæða á landsvísu.
23.3.2007 | 00:12
"Jafnréttissinnar eru perrar"
Í grein dagsins veltir Anna Tryggvadóttir meðal annars fyrir sér staðalímyndum í tengslum við klæðnað kvenna. Í greininni segir meðal annars: En það sem er verst við slæðuáráttu Vesturlandanna er bara ekki röng forgangsröðun, og að þar sé verið að leggja áherslu á birtingarmyndir karlasamfélagsins en ekki raunverulegar meinsemdir þess. Með því að segja við múslimakonur að þær geti ekki verið femínistar nema þær séu ekki með slæðu, er verið að tengja Vesturlönd og jafnréttisumræðuna órjúfanlegum böndum. Gallinn er bara sá að mjög margt sem frá okkur kemur á ekkert skylt við jafnrétti.
23.3.2007 | 00:10
Hver vilt þú að stjórni þínu landi?
Í grein dagsins fjallar Guðfinnur Sveinsson um afstöðu ríkisstjórnar Íslands til stríða svo sem Íraksstríðsins. Í greininni segir m.a: Árið 2003, nánar tiltekið aðfaranótt 20. mars það ár, réðst Bandaríkja- og Bretlandsher inní Írak með stuðningi 49 annarra þjóða, sem kölluðu sig Bandalag viljugra þjóða. Ein af þeim þjóðum var, og er Ísland. Síðan þá hafa átök staðið yfir án hléa. Morð á saklausum borgurum, mannréttindabrot og eyðilegging samfélagsins - allt í okkar nafni. Er ekkert óeðlilegt við það, að ólögleg ákvörðun tveggja manna sem var tekin án samráðs við Alþingi og Utanríkismálanefnd, standi óhreyfð enn þann dag í dag?
20.3.2007 | 10:27
Þagnargildi þjáninga og gleymska á friðartímum
Vanhanen ræðir við leiðtoga annarra flokka í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2007 | 10:39
Gonzales og alríkissaksóknararnir 8
Nýjasta hneykslið sem skekur Hvíta Húsið og fylgismenn Bush er til umfjöllunar í grein dagsins. Þórir Hrafn Gunnarsson útskýrir hvað felst í uppsögnum 8 bandarískra alríkissaksóknara sem hafa vakið svo miklar deilur. Auk þess skoðar hann hver Gonzales, góðvinur George Bush Bandaríkjaforseta er og hver hans aðkoma að málinu er. Í greininni segir m.a: Það sem er alvarlegast í þessu máli er ekki hversu augljóslega Gonsalez hefur beygt og brotið flestar þær reglur sem menn í hans stöðu eiga að virða. Hegðun Gonsalezar er augljóslega alvarleg í sjálfu sér, en hún er merki um þá óheilbrigðu stefnu sem ríkisstjórn Bush hefur starfað eftir. Í stjórnartíð Bush hefur embættismönnum og öðrum starfsmönnum verið umbunað fyrir eina dyggð, hollustu. Hér ekki um hollustu gagnvart ríki og þjóð og hagsmunum, heldur hollustu við Bush og stefnu hans.
16.3.2007 | 10:12
Óbilandi stöðugleikinn
15.3.2007 | 10:22
Til hamingju með afmælið!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006