Mistök?

Hver er munurinn á mistökum og rangri stefnu? Steindór Grétar Jónsson veltir þessu fyrir sér í grein dagsins. „Er þá lengur hægt að tala um hagstjórnarmistök? Er þetta ekki brotlending hægristefnunnar, sem hefur ráðið ríkjum seinustu 17 ár eða svo? Stefnunnar sem hefur tekið lán hjá framtíðinni til að borga fyrir veislu gærkvöldsins? Stefnunnar sem selur raforkuna mengandi lægstbjóðanda, elur á ójöfnuði og hatast við Evrópusambandið?“ skrifar Steindór.

Lesa áfram »


mbl.is Bensínverð úr takti við heimsmarkaðsverð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Kvitt

Ómar Ingi, 24.7.2008 kl. 18:04

2 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Mistökin kunna að hafa verið að kjósa ekki sömu stjórn sem hafði þær afleiðingar að rétt stefna varð að rangri stefnu.

Gísli Guðmundsson, 24.7.2008 kl. 21:43

3 identicon

Frjálshyggjan virkar ekki, það hefur sýnt sig því hún hefur farið kollsteypu um allan hinn Vestræna heim og þá ekki síst hér á landi. Ríkisstjórnir landa eins og Bretlands og Bandaríkjanna eru að ríkisvæða hluta bankakerfisins því einkaaðilum er ekki treystandi. Græðgin verður manninum alltaf að falli og gerir það að verkum að frjálshyggjan er bara tálsýn.

Valsól (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 08:04

4 Smámynd: K Zeta

Græðgi, völd og heimska virkar ekki.  Hagkerfinu okkar hefur verið stýrt lengi af heimsku fólki með völd en þetta fólk var ekki svo gráðugt nema þá í völd.  Svo tók gráðugt, heimskt og valdamikið fólk við völdunum og þá enduðum við svona.  Það hefði ekki þurft lærðan mann til að reikna út að þjóðin var að byggja alltof mikið fyrir alltof marga krónur.  Vandamálið er að hagkerfið okkar er alltof lítið fyrir þessa stóru banka og við verðum í ofanálag að minnka rekstur ríkisins og hagræða heima hjá okkur.  Ísland er mjög ríkt af náttúrulegum auðæfum, fiski og orku.  Þurfum að fara að vanda okkur hvernig við notum peningana okkar.

K Zeta, 26.7.2008 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband