Af hækkandi eldsneytisverði og matvælaverði

cornfuel-258x300Í grein dagsins gefur Atli Rafnsson lesendum Vefritsins fjölþætta mynd af því hversu matvælaverð í heiminum er að hækka og ýmsar þær afleiðingar sem sú hækkun hefur. Í greininni segir m.a: Í Danmörku hafa yfirvöld farið þá leið að hvetja bændur sem rækta lífrænt grænmeti og kornvöru að fara að framleiða aftur á gamla mátann til að forðast að að matvælaverð fari upp úr öllu valdi.  Óttinn er einfaldlega að ekki verði til nógu mikið af grunnmatvælum og einungis útvaldir hafi efni á slíkum varningi.

Lesa meira......


mbl.is Olían hefur hækkað um 100%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jean Ziegler hjá Sameinuðu þjóðunum kallaði framleiðslu á lífdísil glæpi gegn mannkyninu og bað um að 5 ára bann yrði lagt á framleiðsluna(sem var ekki samþykkt).

Það er sorglegt hvað það virðist vera lítill vilji til þess að grípa inn í þessa þróun á meðan uþb 36 milljónir manna deyja árlega í heiminum vegna hungurs. Og þessi tala mun hækka umtalsvert ef ekki verður tekið fyrir þessa þróun strax.

Það væri óskandi að við færum að hugsa aðeins meira um þær þjóðir sem eiga um sárast að binda í staðinn fyrir að væla yfir því að bankinn vilji ekki hækka yfirdráttinn okkar lengur.

Kamilla (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Hvalkjöt er líka ágætis matur en það má ekki veiða þá þó full þörf sé á.

Einar Þór Strand, 12.6.2008 kl. 23:37

3 identicon

Glæpamenn dagsins í dag eru SPÁKAUPMENN sem víla sér ekki fyrir því að leiða hörmungar yfir heiminn í formi matvælaskorts,vegna þessa og hins af þeirra völdum.Nú þarf að beina spjótunum að þeim.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband