Bjartsýnishjal á krepputímum

kreppusketch-223x300Í grein dagsins tekur Halldóra Þórsdóttir að sér að sjá bjartar hliðar og áhugaverða möguleika í efnhagsástandinu.  Í greininni segir m.a: En sannur Íslendingur sér tækifæri í hverju horni, því þegar bankarnir loka hurðunum opnar ríkið glugga og fellir niður stimpilgjöld við fyrstu kaup. Þeir sem eru sjóaðri og efnaðri ættu svo að leita uppi byggingarverktaka í Kaliforníu sem komst í fréttir nýlega fyrir að bjóða frítt raðhús í kaupbæti með 120 milljóna króna lúxusheimili. Tali nú enginn um örvæntingu eða skort á tækifærum!

Lesa greinina...


mbl.is Engin lán á ný hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þessi Halldóra Þórsdóttir er (kven-) maður að mínu skapi.  Þarna er jákvæður kvenskörungur sem er hrein andstæða við "Femínistana" sem sjá skrattann málaðan á hvern þann vegg allstaðar sem þær horfa.

Kær kveðja,

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 11.6.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband