Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
31.10.2007 | 10:27
Kveðja til þriðja heimsins, skál!
Á meðan Íslendingar áframsenda tölvupósta um fátækt og ójöfnuð í þriðja heiminum reynir raunverulegt fólk að komast af við erfiðar aðstæður. Lára Jónasdóttir fjallar um hvernig var umhorfs í Tansaníu þegar henni barst tölvupóstur um Alþjóðlegan dag fátækra á vegum Sameinuðu þjóðanna: Ef ég þekki svona daga rétt þá eru haldnir fundir og fyrirlestrar út um allt. Á einhverjum stöðum er líklega boðið upp á kokteil eftir fyrirlesturinn. Skál fyrir því hvað við erum dugleg að koma saman og tala um fátæka, skál fyrir því hvað ekkert hefur gerst í málum fátækra síðast liðinn áratug.
Lesa meira um fátækt og kokteilboð...
30.10.2007 | 12:39
Sálfræðingar skildir útundan
Ójafnrétti í heilbrigðiskerfinu felst meðal annars í því að þjónusta sálfræðinga er ekki niðurgreidd af ríkinu og því ekki á allra færi. Gró Einarsdóttir fjallar um mikilvægi andlegrar heilsu fyrir starfhæft samfélag: Sálfræðingar tilheyra nefnilega ekki sjúkrasamlaginu. Það er því ekki á allra færi að leyfa sér þann lúxus að taka á sálrænum vandamálum sínum með hjálp sérfræðings. Það er því efnafólk sem hefur forgang í andlegri heilbrigðisþjónustu.
Lesa meira um sálfræðiþjónustu á Íslandi...
29.10.2007 | 10:26
Samsjálfstæðisflokkurinn
Síðastliðið vor sömdu tveir pólitískir andstæðingar um að stýra þjóðarskútunni í sameiningu. Eftir góðan aðlögunartíma er ef til vill tímabært að rifja upp kosningaloforð og rukka flokkana um svör. Kári Hólmar Ragnarsson spyr hvað gera skal í menntamálum: En þá komum við að aðal gúmmelaðinu. Í vissum málum voru flokkarnir tveir beinlínis ósammála í þessum málaflokki. Fyrst ber að nefna grundvallaratriði: Samfylkingin hafnaði skólagjöldum á öllum námsstigum en Sjálfstæðisflokkurinn vildi að nemendur taki í auknum mæli þátt í kostnaði við nám sitt.
Lesa meira um samsjálfstæðiskurlið ....
26.10.2007 | 12:35
Af kynvillingu og bókstafstrú
Síðusta daga og vikur hefur umræðan um samkynhneigða og stöðu þeirra innan Þjóðkirkjunnar verið nokkuð áberandi í íslenskum fjölmiðlum, og þá sérstaklega í ljósi nýrrar þýðingar á Biblíunni sem kom út á dögunum. Í gær samþykkti Kirkjuþing að heimila prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra og í tilefni af því vildi Örlygur Hnefill Örlygsson fjalla um málið í þessum föstudagspistli. Það að réttlæta mismunun heima fyrir með fordómum og fáfræði annara þjóða eru léleg rök í máli þeirra sem standa á móti réttindabaráttu samkynhneigðra.
Lesa meira um samkynhneigð og kirkju...
25.10.2007 | 09:00
Guðmundur, Guðmundur og Andri
Ráðstefnur eru líklega sjaldnast mjög dramatískar og í verstu tilvikum gleymist í mesta lagi einn glærupakki heima. Valgerður Halldórsdóttir hefur þó frá óvenjulegri ráðstefnu á vegum Landsvirkjunar að segja þar sem kemur fyrir ræða Andra Snæs Magnasonar og óvænt uppsögn: Andri lét þetta ekki slá sig út af laginu og greip það ráð að þýða jafn óðum ásakanirnar. Hes saying what I am saying is a bullshit Salurinn ók sér vandræðalega í sætum sínum þegar karpyrðin héldu áfram. Án rökstuðnings við yfirlýsingar sínar stormaði svo Guðmundur á dyr með hurðaskellum með þeim orðum að hann sæti ekki undir svona vitleysu.
Lesa meira um rithöfund og dramatíska ráðstefnu....
24.10.2007 | 07:44
Stríðið gegn hryðjuverkum hefur skilað öfgamönnum árangri
Um þessar mundir kemur út bókin Velkomin til Bagdad: ótti og örlög á vígvöllum stríðsins gegn hryðjuverkum eftir Davíð Loga Sigurðusson. Blaðamaðurinn svara spurningum Önnu Pálu Sverrisdóttur um stríðin og stjórnmálin á Vefritinu: Gallinn er bara sá - og þetta var kannski markmið bins Ladens - að framganga Bandaríkjamanna hefur verið þannig, að sífellt fleiri öfgamenn verða til sem kannski tengjast ekki með neinu móti bin Laden, hafa aldrei í æfingabúðir al-Qaeda í Afganistan komið. Það er hlutur sem Bandaríkjamenn verða að átta sig á og taka mið af. Þeir verða að sjá að þeir hafa ekki staðið rétt að málum.
Lesa viðtal við Davíð Loga Sigurðsson ....
23.10.2007 | 01:16
Kynlaus og litblind
Jafnréttisbaráttan tekur á sig nýjar myndir eftir því sem fleiri hópar krefjast réttar síns. Steinunn Gyðu- og Guðjónardóttir, segir eitt mikilvægasta verkefni jafnréttissinna að stilla saman strengi pg auka skilning milli þeirra hópa sem heyja viðurkenningar-, réttinda- og frelsisbaráttu: Réttur til þátttöku og hlutdeildar í óbreyttu kerfi er ekki nóg þegar kerfið er sniðið að einum hópi frekar en öðrum. Markmiðið er að breyta því kerfi sem viðheldur misrétti.
Mig þyrstir í að vita meira um margþætt jafnrétti...
Ráðstefna um samspil mismunandi jafnréttisbaráttu.
22.10.2007 | 12:12
Skemmt brauð í boði?
Háskóli Íslands er munaðarleysingi sem fáir hafa sett undir sinn verndarvæng undanfarið. Hann hefur staðið við borðið í súpueldhúsinu og þegið skammarlega lágan skammt á meðan sultarólin hefur verið hert í þeim tilgangi að krafan umskólagjöld berist innan frá. Elín Ósk Helgadóttir spyr hvort félagshyggjuflokkurinn í ríkisstjórn ætli að láta það viðgangast að tekin verði upp skólagjöld í ríkisháskólum: Fráfarandi ríkisstjórnarflokkur hélt í bremsuna og stýrði bátnum frá þessari ákvörðun en það er tilfinning mín að nýi ríkistjórnarflokkurinn, félagshyggjuflokkurinn sé búinn að klippa á bremsurnar.
Lesa meira um súpueldhúsið og Háskólann...
19.10.2007 | 10:29
Friðarverðlaun Nóbels og afneitunarsinnar
Nýlega voru Al Gore og Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar tilnefnd friðarverðlaun Nóbels. Ekki eru allir á eitt sáttir með val dómnefndarinnar og helst eru þeir svekktir sem hafna því að loftslagsbreytingar eigi sér stað. Pétur Ólafsson fjallar um tilnefningu Gores og efahyggjumenn: An Inconvenient Truth hlaut Óskarsverðlaun og nú hefur Al Gore sjálfur fengið tilnefningu norsku nóbelsnefndarinnar til friðarverðlauna. Enn heyrast þó raddir sem bölva því að allt í einu sé búið að viðurkenna að loftslagsbreytingar séu mikið til af mannavöldum að þær hafi umbreyst í pólitíska rétthugsun.
Ég vil endilega lesa meira um afneitun loftslagsbreytinga....
18.10.2007 | 07:34
Ekki gleyma örygginu
Nú þegar allir hafa gleymt því hvers vegna það er bannað að ganga inn í fríhafnir flugstöðva í skóm eða bera vatnsbrúsa að heiman er ef til vill ástæða til að hugsa málið. Anna Tryggvadóttir fjallar um öryggið á flugvöllum: Ég á erfitt með að lýsa því hvað ég var hneyksluð. Að ég hafi farið gegn um tvöfallt öryggishlið með vasahníf. Hvað varð um allar öryggsreglurnar sem á ekki að vera hægt að komast framhjá? Ég hefði getað verið hryðjuverkamaður!
Lesa meira um öryggi og hryðjuverk...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006