13.1.2009 | 10:43
Nú er hart í Árni
Umboðsmaður Alþingis segir í áliti sínu að Árni Mathiesen hafi ekki valið hæfasta umsækjandann í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Í grein dagsins spyr Steindór Grétar Jónsson hvort þingmenn Samfylkingarinnar sætti sig við að Árni sitji áfram í ráðherrastól í umboði þeirra. Allir ættu nú að geta sammælst um að það var rangt af Árna að skipa Þorstein í starfið, annarlegir hagsmunir hafi þar augljóslega ráðið för og að svona pólitískar skipanir ættu ekki að líðast í frjálsu og opnu lýðræðisríki. Dómarar hafa mikil völd yfir fólki, fjármunum þess, frelsi og framtíð. Það er því sjálfsögð krafa að þeir hæfustu gegni þessum þýðingarmiklu embættum.
Ég treysti Árna Matt til engra verka, en vil samt lesa meira...
Mótmælt við Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Athugasemdir
Lýðræði er ekki við líði hér á landi, það hafa atburðir undanfarinna vikna og mánaða fært okkur sanninn um.
Jóhann Elíasson, 13.1.2009 kl. 11:05
Þetta er svo mikið áfellisdóm í garð Árna að hann getur ekki annað en að standa upp úr stólnum ef hann hefur bara vott af heiðurstilfinningu í sér.
Úrsúla Jünemann, 13.1.2009 kl. 14:54
Ég heyrði ekki betur en að Ingbjörg Sólrún tæki upp ákveðna vörn fyrir Árna í sjónvarpsviðtali og tæki ekki í mál að hann víki.
Ómar Ragnarsson, 13.1.2009 kl. 15:14
Stendur Þorsteinn Davíðsson sig ekki vel sem Héraðsdómari.? Ég hef nefnilega ekki heyrt neitt annað . hverslags læti eru þetta einhver tíman hefur nú verið veitt feitara embætti, hefur nokkuð sannast á Þorsteinn að hann sé vel hæfur í þetta embætti?.
Ragnar Gunnlaugsson, 13.1.2009 kl. 15:38
Ragnar, það kemur málinu ekkert við hvernig Þorsteinn hefur staðið sig heldur hvernig Árni hefur staðið sig. Um það snýst málið.
Einar (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 08:20
Ég tek þetta fyrir á síðunni minni í dag. Það er ómaklega vegið að Árna.
Sigurður Þórðarson, 14.1.2009 kl. 10:32
Þorsteinn var metinn hæfur og hann hefur staðið undir því. Árni stóð sig vel.
Ragnhildur Kolka, 14.1.2009 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.