„Nýtt“ Ísland á úreltum gildum

Vefritspenni dagsins, Dagný Ósk Aradóttir, kallar eftir því að ríkisstjórnin taki ábyrgð og viðurkenni að mistök hafi verið gerð við stjórnun landsins: „Ef það er eitthvað sem einkennir ráðmenn þessa dagana þá er það óbilandi trú á eigin ágæti og gríðarlegur hroki. Auðvitað bera stjórnvöld ábyrgð. Það gera líka ýmsir aðrir, einhverjir bankakallar, eftirlitsstofnanir og fleiri. Ég skal meira að segja samþykkja að „óviðráðanlegar ytri aðstæður“ hafi haft einhver áhrif líka. Almenningur ber hins vegar ekki ábyrgð, en henni er samt klínt á okkur í formi fyrirsjáanlegra skattahækkana og skertra lífskjara.“

 Lesa meira um "Nýja" Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fín grein.

Ráðamenn virðast ráðalausir og benda á aðra og saka þá um að hafa engar lausnir. Ójöfnuður hefur mælst, á Íslandi, mestur á vestrænni grundu.

Nú myndu ábyrgir stjórnmálamenn setja stígandi hátekjuskatt á laun yfir 500 þús. og nota afraksturinn í velferðarkerfið.

Við erum því miður ekki að sjá aðgerðir af því tagi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.12.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Rannveig H

Flott grein, höldum baráttunni áfram fyrir betra þjóðfélagi.

Rannveig H, 6.12.2008 kl. 10:20

3 Smámynd: Tori

Geir má eiga það að hann er til í að keyra hvert sem er, bara ef að hann fær að keyra.......................! Gróska í atvinnulífinu er svarið, skapa störf, gera okkur aðlaðandi. Ísland var skattaparadís og á að ver það!

Áfram Ísland!

Tori, 7.12.2008 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband