Siðapredikun um lýðveldið Ísland – togvíraklippufullveldi eða meðvituð ákvörðun um samstöðu

Í dag eru liðin níutíu ár síðan inflúensufölir Reykvíkingar fögnuðu fullveldi Íslands við undirleik illa æfðrar lúðrasveitar fyrir framan Stjórnarráðið. Kristín Svava Tómasdóttir minnir í grein dagsins á Vefritinu á að það sé ekki Ísland sem sé fullvalda, heldur Íslendingar: "Fullveldið þýðir ekki bara að íslenska ríkið sé jafnrétthátt öðrum ríkjum á alþjóðavettvangi heldur líka að meðlimir íslensku þjóðarinnar séu allir jafnréttháir innbyrðis. Við eigum íslenska ríkið, þetta er okkar hús, hér setjum við reglurnar sem við viljum fara eftir (og brjóta eftir hentisemi)."

Ég vil að sjálfsögðu lesa meira um fullveldi Íslands í tilefni dagsins!


mbl.is Haldið upp á fullveldisdaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir góða pistla, les alltaf en kvitta of sjaldan. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Takk fyrir, þetta er rétta viðhorfið. Íslensk þjóð byggir þetta eyland útí miðju Atlantshafi og hefur gert í rúm 1.100 ár. Hvað munu afkomendur okkar lesa um okkur eftir 200 ár , 500 ár eða 1.100 ár.

A. Þjóðin setti þá stjórnmálamenn og embættismenn af í fyrstu kosningum eftir bankahrunið, sem báru ábyrgð á undanlátsseminni og eftirlitsleysinu við fjármálaöflin sem skuldsettu þjóðina. Ný kynslóð stjórnmálamanna tók við og því fylgdu ný viðhorf í allri stjórnsýslu og starfi stjórnmálaflokkanna þar sem gagnsæi var lykilorð. Vald Forseta lýðveldisins og Alþingis voru færð til þess sem stóð í stjórnarskránni og völd ráðherra og embættismanna minnkuð frá því sem áður var. Þjóðinni tókst að vinna sig tiltölulega hraðar út úr kreppunni en margar nágrannaþjóðir. 

B. Eftir bankahrunið mikla urðu talsverðar óeirðir í landinu, en að loknum kosningum urðu sömu flokkar á þingi án lítilla breytinga á einstaklingum. Þjóðin tókst á við miklar skuldir og 10 ára samdráttarskeið rann upp með miklu atvinnuleysi og og fólksflótta. Ekki hafði verið slíkur landflótti síðan árunum 1860-1890 til Vesturheims.

Sigurbjörn Svavarsson, 1.12.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband