Duglega Auður

Bylting og kvenfrelsi eru viðfangsefni greinar dagsins á Vefritinu. Eva Bjarnadóttir fjallar um hvernig konur geti sætt lagi á umbrotatímum í þjóðfélaginu til að ná fram breytingum. Íslenskar konur finna að kjöraðstæður fyrir kvenfrelsisbyltingu er núna. Fjármálafyrirtækið Auður Capital gaf tóninn. Auður skapaðist í krafti kvenna og reyndist sjálfbær. Nú koma karlar og drengir heim úr stríðinu, eins og það hefur verið nefnt, með skottið á milli lappanna. Þeir viðurkenna að ef til vill hafi einsleit samsetning herdeildarinnar orsakað tapið.
 
Já, ég vil endilega lesa um tækifæri kvenna!

mbl.is Hömlum aflétt og nýjar settar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geta ekki allir sætt lagi á umbrotatímum og hefur það ekki alltaf verið gert.  Er það eitthvað sérstaklega kynjaskipt?... Nú er fullt af fólki að kroppa í hræinn út um allan heim...

itg (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Þetta er hræsni hvernig forráðakonur hafa notað þessi gjaldþrot bankanna til að vekja athygli á sjálfum sér, "veifað röngu tré, frekar en öngu".

Auður Capital er nýr fjárfestingarsjóður (ársgamall) sem fékk peninga hjá lífeyrissjóðum og bönkum til að fjárfesta í fyrirtækjum kvenna og það er gott og blessað. Þessi sjóður hefur sett fjármagn sitt í fyrirtæki sem eiga eftir að sanna sig og þá kemur í ljós hvernig ávöxtun Auðar hefur rentað sig.

Sigurbjörn Svavarsson, 28.11.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Stelpur - setjið femínismann á svolítið hærra umræðuplan og lesið bók Iris Marion Young "Throw like a girl".   Áhugaverðir fletir á hinum "raunverulega" aðskilnaði kynjanna! 

Baldur Gautur Baldursson, 29.11.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Áhugavert innlegg í umræðu sem aldrei deyr.

Jóhann G. Frímann, 30.11.2008 kl. 05:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband