25.11.2008 | 10:34
The times they are a-changin'
Gestur Vefritisins að þessu sinni er Bjarni Þór Pétursson. Í pistlinum sínum les hann orð í eyru '68 kynslóðarinnar, sem að hans mati er ekki bara dauð heldur stendur enn í vegi fyrir mikilvægum framförum. Kynslóðin sem kom eins og stormsveipur inn í líf þjóðarinnar og ætlaði sér að bylta samfélaginu í vinstri sinnað réttlátt samfélag er nú að ranka við sér á dánarbeðinu í jakkafötum frjálshyggjunnar á öfgunum hægra megin. Frjálsar ástir urðu frelsi í viðskiptum og uppi sitja komandi kynslóðir með fjárhagslega eyðniveiru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Athugasemdir
Fjárhagsleg eyðniveira! Þetta er hugtak mánaðarins.
Úrsúla Jünemann, 25.11.2008 kl. 15:04
Jú mikið rétt, en hvernig hafa stuttbuxna drengirnir hagað sér? Við höfum séð þá trana sér fram, hver um annann þveran, sem einhverskonar "sérfræðinga" í öllu sem þeir gaspra um. Eftirminnilegastur er fíflið sem var notaður af bönkunum til árása á íbúðalánasjóð. Eru allir búnir að gleyma þeim vitleysingi? Ofan í hvaða holu skreið hann? Mér sýnist þannig efniviður ekki geðslegur til valda.
Davíð Löve., 26.11.2008 kl. 00:42
Takk fyrir gott boð, en ég hef ákveðið að einbeita mér að vinum og ættingjum. Það er erfitt að rækta allt of stóran garð.kv.
Helga R. Einarsdóttir, 26.11.2008 kl. 16:49
Mér sýnist nú aðalleikarnir í hruninu vera nokkuð mikið yngri en 68 kynslóðin.
Tori, 26.11.2008 kl. 21:05
Bjarni á líklega við þau sem eru við stjórnvölinn núna og eru um sextugt. Það er´68 kynslóðin. Þau hafa verið uppteknir við að byggja upp Ísland síðustu 40 árin og breyta því úr hafta og miðstýringaríki sem var í ætt við þau kommanísku sem Bjarni getur lesið um í sögubókum. Hinsvegar er ég viss um að þessi svonefnda ´68 kynslóð vill ekki skrifa uppá þennan víxil núna, það má kenna henni um að hafa ekki gætt að leik barnanna.
Ef Bjarni er að leyta að sökudólgum á hann að leita þeirra í ´88 kynslóðinni, þ.e. í börnum ´68 kynslóðarinnar. Hinsvegar má hann vera viss um að hans kynslóð tekur við völdum (sum þeirra kominn inná þing) og þá vona ég þau læri af því sem miður fór og bæti samfélagið enn betur.
Sigurbjörn Svavarsson, 26.11.2008 kl. 21:53
Þetta er vandamálið. Nákvæmlega hér endurspeglast bullið. Við erum að eiga við hrun þjóðfélagsins vegna þess að þingið svaf á vaktinni Hvernig nálgumst við framtíðina?
Tori, 28.11.2008 kl. 02:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.