12.11.2008 | 13:50
Hvað ef?
Krafan um kosningar verður sífellt háværari í samfélaginu. Í grein dagsins fjallar Jens Sigurðsson um hvað myndi gerast ef boðað yrði til kosninga. En hvað myndi gerast ef Haarde hlustaði nú á þjóðina og boðaði til kosninga? Það er ómögulegt að spá fyrir um kosningabaráttuna sjálfa, í hvaða anda hún yrði háð og hvaða málefni yrðu ofaná. Flokkarnir hefðu 45 daga til að halda prófkjör, sem og móta endurnýjaða og heildstæða stefnu sem tekst á við breyttan veruleika. Yrðu einhverjar stórvægilegar breytingar á uppröðun þingflokkanna? Mestur er vafinn innan Framsóknarflokksins og forystusveitar hans. Það er ekkert sem bendir til uppstokkunar eða mikilla mannabreytinga í forystusveitum annara flokka.
Haldist í hendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Athugasemdir
Margt myndi breytast ef boðað yrði til kosninga nú fljótlega.
Sjálfstæðisflokkurinn mun þá klofna og nýtt framboð evrópusinna innan sjálfstæðisflokksins biði fram sér lista.
Þá yrði líklega hallarbilting í Framsóknarflokknum og evrópusinnar næðu þar völdum.
Spá um fylgi ef kosið yrði í mars.
Samfylking. 35%
VG 20%
Sjálfstæðisflokkur 15%
Klofningurinn 15%
Framsókn 10%
Frjálslindir 5%
Kjósandi, 12.11.2008 kl. 14:30
Mitt mat er að tveir, ef ekki fleiri nýjir framboðslistar myndi láta á sér kræla og í raun væru kosningalistarnir tvær fylkingar, með og á móti evrópusambandinu. Ég held að engar skoðunakannanir varðandi fylgi flokka hafi nokkuð vægi því fólk muni sjá ný framboð í næstu kosningum.
Geir Guðbrandsson, 12.11.2008 kl. 15:18
Ef Geir(Haarde en ekki Guðbrandsson) myndi tilkynna um kosningar í vor, og myndi bíða með að boða til þeirra fram í mapríl t.d, þá yrði fólk rólegra. Það er held ég enginn að ætlast til þess að kosið verði fyrir jól.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:01
Fólk myndi róast ef það væri tilkynnt nú um væntanlegar kosningar á næsta ári, og gefinn einhver hæfilegur aðlögunartími. Það væri líka gott bæði til undirbúnings fyrir flokka og framboð, og eins þarf ríkisstjórnin að framkvæma fyrstu hjálp, hversu illa sem þjóðin treystir henni, því annars bíða þær aðgerðir þar til eftir kosningar og kannski nokkra vikna stjórnarmyndunarviðræður.
Geir: Trúlegt er að einn eða tveir nýir listar myndu koma fram. Vafamál er hins vegar hversu mikið fylgi þeir fengju, eins og Jens sýnir fram á í greininni sem þetta blogg vísar í, þá hefur nýtt framboð aldrei fengið meira en 10% atkvæða. Viss hætta er á stjórnarkreppu þar sem svo margir flokkar væru á þingi að erfitt væri að mynda starfhæfa stjórn, og þá myndu aukast líkur á að slík stjórn yrði aðeins mynduð með þátttöku sjálfstæðismanna, þótt flestir vilji gefa þeim frí.
Mér fyndist hins vegar áhugaverð hugmynd að framvegis yrði forsætisráðherra kosinn beint af þjóðinni. Hann myndi þurfa meirihluta atkvæða til að hafa löglega kosningu. Ef hans/hennar fylgismenn hafa ekki meirihluta á Alþingi, þá þarf hann og stjórn hans að vinna með þinginu, hugsanlega afla sér stuðnings einhverra flokka. Kannski væri meiri möguleiki á að ríkisstjórn væri sett saman úr fagfólki í stað þess að þeir sem eru næstir í pólitísku goggunarröðinni raði sér í alla ráðherrastóla. Hvernig væri það?
Einar Sigurbergur Arason, 13.11.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.