Næst á dagskrá: Fólksflótti

Um þessar mundir undirbýr fjöldi Íslendinga að flytja úr landi. Garðar Stefánsson veltir í grein dagsins fyrir sér fólksflóttanum og hvað þurfi að gera til að tryggja að Íslendingar komi aftur heim. Það er skylda stjórnvalda að undirbúa jarðveginn til þess að fá fólk aftur heim, þegar ástandið batnar loksins, og gera landið að fýsilegum kosti fyrir menntafólk. Finnska leiðin svokallaða er tilvalin til þess að skapa aðstæður fyrir því að fá fólk aftur heim. Í stuttu máli lögðu Finnar allan sinn þunga í að efla nýsköpun og bæta menntakerfið. Þannig ættu íslensk stjórnvöld að einbeita sér að því sama, efla nýsköpun og efla menntakerfið.  Lesa meira »

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvað skyldi það verða margir sem flytja brott? Er einhver leið að áætla töluna? 10, 20, 30, 40 þúsund?

Reikna má með að fyrir hverja 10.000 sem flytja verði ríkissjóður af skatttekjum sem nema a.m.k. 10 milljörðum króna.

Theódór Norðkvist, 10.11.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Ransu

Síðastur út úr Leifsstöð slekkur ljósið.

Ransu, 10.11.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góður.

Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband