17.8.2007 | 09:46
Nauðgunarlausa verslunarmannahelgi fjölmiðlanna
Verslunarmannahelgin þetta árið fór mjög vel fram, allavega að mati fjölmiðla Íslands sem hafa keppst við að flytja fréttir af nauðgunarlausri verslunarmannahelgi. Elín Ósk Helgadóttir bendir í grein dagsins á að þrátt fyrir að engin nauðgun um helgina hafi enn verið kærð gætu þær vel hafa átt sér stað og að fjölmiðlar þurfi að hvetja fórnarlömb til að gefa sig fram og leita réttar síns: Umfjöllun fjölmiðla þar sem nauðgunarlausri helgi er hampað er bæði röng og ber vott um vankunnáttu. Það þarf ekki annað að skoða ársskýrslur Stígamóta til að gera sér grein fyrir því að nauðganir eru almennt ekki kærðar daginn eftir eða mánuðinn eftir og oft leita fórnalömb sér hjálpar mörgum árum seinna meðan önnur bera skömmina alla ævi án þess að leita sér aðstoðar.
Fíkniefnamál mun færri í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Athugasemdir
Flott grein hjá Elínu, þarft að vekja athygli á þessu.
kv.
Ösp, 17.8.2007 kl. 14:26
Vá ! Sumir eru aldrei ánægðir !
Maður hefði haldið að þessi þróun væri eitthvað til að gleðjast yfir.
Fransman (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 16:10
Sæll Fransman.
Það að engin nauðgun hafi verið tilkynnt þetta árið eða engin nauðgun tilkynnt frá einhverri tiltekinni útihátið þýðir ekki að engin nauðgun hafi átt sér stað.
Eins og Elín segir þá er ekki hægt að vita svona rétt á eftir hversu margir kynferðisbrotaglæpir voru framdir um verslunarmannahelgina. Enda koma flestar konur ekki fram með að þeim hafi verið nauðgað fyrr en 5-10 árum eftir að atvikið átti sér stað. Þetta sýna íslenskar tölur úr íslenskum rannsóknum. Aðeins brotabrot af konum sem er nauðgað fara á neyðarmóttökuna eða tala við lögregluna rétt eftir að atburðurinn átti sér stað.
Því er ekki hægt að fullyrða að engin nauðgun hafi átt sér stað þetta árið. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir langan tíma ef það kemur einhvern tímann í ljós hvort að hægt sé í raun að gleðjast. Auðvitað væri það óskandi að nauðgunum væri að fækka :)
Ösp, 17.8.2007 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.