Ókeypis strætó – og hvað svo?

straetoEr alltaf eftirspurn eftir því sem er ókeypis? Í grein dagsins skoðar Helga Tryggvadóttir grænt skref sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins, að gera strætó gjaldfrjálsan: „Frumkvæði borgaryfirvalda í Reykjavík um að frítt verði í strætó fyrir námsmenn er gleðilegt, og ekki í takt við aðrar breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi strætó síðan nýr meirihluti tók við völdum í borginni fyrir rúmu ári síðan. Þær hafa flestar miðað að því að skerða þjónustuna, tíðari ferðir stofnleiða á álagstímum voru felldar niður og strætisvagnar á leið hafa einungis gengið á hálftíma fresti í allt sumar.

Auðvitað viltu lesa meira um strætóana hans Gísla Marteins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú hlýtur að gera þér grein fyrir að R-listinn gekk nær því af Strætó bs. dauðu.

Fyrirtækið skuldar langt umfram eignir og ætti að gera það upp.

Þess hefði örugglega verið krafist ef það væri í einkaeigu.

Breytingarnar eða öllu heldur byltingin sem gerð var í júlí 2005 hlýtur að vera öllum sem að stjórnmálum koma víti til varnaðar.

Orð þáverandi formanns stjórnar Strætó bs. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi, svaraði því til þegar eldri borgarar kvörtuðu yfir auknum vegalengdum í strætó að nýjar kerfið væri ekki sett upp fyrir sér hópa og eldri borgarar væru ekki nema 4-5% af viðskiptavinum fyrirtækisins.

Eftir kollsteypuna í júlí 2005 hafa starfsmenn lagt nótt við dag að reyna að leiðrétta stefnuvillu fyrrverandi stjórnar og er langt í land að það náist.

Það kemur því úr hörðustu átt að visntri menn skuli leyfa sér að gagnrýna úrbætur sem verið er að vinna að hjá Strætó bs.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.8.2007 kl. 13:07

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

BIÐST AFSÖKUNAR Á SMÁ FINGURBRJÓTUM VIÐ INNSLÁTT.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.8.2007 kl. 13:08

3 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Ég er sammála því að umfjöllunin lyktar af pólitík. Skrefið sem Marteinn borgarmús er að taka er stærra en R-listinn þorði að taka. Þar að auki eru það ekki fyrirfram sannindi að þjónustuna þurfi að bæta á meðan hún er þetta hagkvæm, a.m.k. er það ekki víst með námsmenn. Þjónustuna þarf sennilega að bæta fyrir eldra fólk, blinda, öryrkja o.fl. hópa. 

Ég er svo fullkomlega ósammála því að félagið sé borðið saman við fyrirtæki í einkaeigu. Það er kosturinn við fyrirtæki í almannaeigu að vissar rekstrareiningar má reka með tapi ef það er hagkvæmt í stærra samhengi. Ef það sparar bensín, vegagerð, umferðastjórnun og hvað sem okkur kann að detta í hug, að reka strætó með bullandi tapi, ætti það að vera í lagi. Það var hins vegar aldrei í lagi hjá r-listanum því strætó var aldrei notaður að því marki að það væri hagkvæmt. 

En vefritið og aðrir ættu að gefa tilrauninni séns og njóta þess að drekka kaffið sitt á aftasta bekk þar sem flottasta liði hangir alltaf... 

Árni Gunnar Ásgeirsson, 16.8.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband