Stóra loftslagsbreytingasvindlið

earth_3dÍ grein dagsins veltir Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir á ígrundaðan hátt fyrir sér ýmsum þáttum loftslagsbreytinga.  Hún skoðar bæðri fræðilegan bakgrunn kenningar um loftlagsbreytingar og spyr fræðilegra og siðferðislegra spurninga um málið. Í greininni segir m.a: Ég man hversu hissa ég var þegar ég las í kennslubók í loftslagsfræði að ekki sé vitað hvort hærra magn koltvísýrings leiði til hækkandi hitastigs, eða að hækkandi hitastig leiði til meira magns koltvísýrings, en heitara loft getur borið meiri koltvísýring.  Í myndinni er haldið fram að síðarnefnt ferli eigi sér stað og mælingar á ísborkjörnum sýni einmitt að koltvíoxíð í andrúmslofti aukist með hækkandi hitastigi en ekki öfugt. Þar af leiðandi hefur koltvísýringur ekki stjórnað hitastigi hingað til og hversvegna ætti hann þá að taka upp a því núna?  Einnig er bent á að þegar losun a koltvísýringi var sem mest eftir seinni heimsstyrjöldina lækkaði hitastig á jörðinni samfleytt í 4 áratugi. Og í tilefni þess var auðvitað skellt fram heimsendaspá, yfirvofandi ísöld.

Lesa meira......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband