8.2.2007 | 00:32
Bölvaður bjórinn II
Frumvarp fjórtán þingmanna úr stjórn og stjórnarandstöðu um afnám einkasölu ríkisins á bjór og léttvíni var tekið til fyrstu umræðu á Alþingi fyrir viku síðan. Agnar Freyr Helgason fjallar í grein dagsins um málið, sem margoft hefur komið til kasta þingsins án þess að fá afgreiðslu úr nefnd: Vandséð er hvað veldur því að málið fái ekki brautargengi enda nýtur það þverpólitískrar samstöðu og hafa skoðanakannanir sýnt að meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að bjór og léttvín megi selja í matvöruverslunum. Í ljósi þessa hljóta því að liggja fyrir veigamikil rök gegn breytingunni enda virðist almennur vilji vera fyrir því að frumvarpið nái fram að ganga. Lesa meira.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Athugasemdir
Skoðanakannanir eru ekki lýðræðisleg staðreynd heldur spá sem orkar oftar en ekki tvímælis. Þótt þverpólitískir þingmenn beri frumvarpið fram er ekki víst að meirihluti sé fyrir framvarpinu. Reynslan sýnir að gott aðgengi að víni eykur söluna. Hitt sjónarmiðið er að aukin sala er ekki til almannaheilla. Reikna má með að hér sé frekar um hagsmuni/græðgi seljaenda víns að ræða.
Ef yrði þjóðaratkvæða greiðsla um frumvarpið yrði hörð umræða og ekkert gefið að það yrði samþykkt hvað sem skoðanakannanir sýna nú.
Allt það böl sem víndrykkja veldur kæmi fram í dagsljósið: Sjúkdómar, fjölskylduofbeldi, umferðaslys og örkuml svo eitthavða sé nefnt.
Gaman væri að að vita hvaða þrýstihópar standa að baki frumvarpinu og hvort það sé lagt fram vegna almannaheilla.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 9.2.2007 kl. 03:03
Ég get tekið undir þetta sem hér kemur fram hjá 2 síðustu ræðumönnum. Varðandi það sem höfundur nefnir með samrekstur vínbúða út um land með einkaaðilum má það gjarnan koma fram að á mörgum minni stöðum vöruvalið mjög takmarkað. Vínbúðunum er skipt upp í stærðarflokka og stærðin mæld í tegundum sem boðið er upp á. Stærst er sjálfsagt Heiðrún með ótölulegan fjölda tegunda (1000 - 2000) og þær minnstu 200 - 300 teg. Semsagt fólk sem býr á minni stöðum úti á landi þarf ekki að geta valið úr miklu úrvali tegunda, enda væri það bara hættulegt það myndi berja nágrannana og keyra á næsta ljósastaur og hvaðeina sem hún Sigríður Laufey minnist á.
Gísli Sigurðsson, 10.2.2007 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.