Færsluflokkur: Menning og listir

Ávarp til Íslands.

faninn.jpgEruð þið orðin leið á að lesa pólitíska pistla þar sem allt er tuggið ofan í mann og rökstutt út í hið óendanlega? -Líklega ekki, þá væruð þið ekki að heimsækja þessa síðu. Hvað sem því líður er pistill dagsins ekki á hefðbundnu formi. Bryndís Björgvinsdóttir birtir hér ávarp til fósturjarðarinnar í bundnu máli: Draugur þinn er tilþrifamikill / og það gustar af börnum þínum / sem auglýsa hvarvetna sinn hressleika / er stafar af óslökkvandi þorsta

Læra þetta ljóð utanað...


Mín skoðun: Hey! Hey! Hér er ég! Já… Þessi hér!

myspace-friends2.JPGTjáningarfrelsið er ein af grunnstoðum lýðræðislegs samfélags. En í dag tekur Bryndís Björgvinsdóttir, menningar(hálf)viti og pistlahöfundur Vefritsins til skoðunar hvort það geti verið að þróast í orm sem gleypir sjálfan sig. Sem dæmi tekur hún Moggabloggið: “Fólk tengir bloggin sín við fréttir þó svo það hafi ekkert til málanna að leggja, nema kannski eins og nokkra broskalla. Fólk tengir til þess að láta ljós sitt skína, fá fleiri heimsóknir og sýna fleirum passamyndina af sér í horninu. Aðrir hafa kannski eitthvað við fréttina að bæta eða athuga. Þeir drukkna gjarnan í broskallaflóði.

 

Lesa meira...


Ég var ömurlegt módel

modelHinn harði heimur tískunnar er algengt orðasamband. Anna Pála Sverrisdóttir tók að sér fyrirsætustörf eina helgi og kannaði hvort þetta sé rétt. Í pistli dagsins segir hún söguna af kjólunum, skartinu og fræga fólkinu. “Á síðustu sekúndum fyrir inngöngu er yfir hár- og förðunarmeistarinn Kalli að laga mig til í miklu stressi þegar sýningarstjórinn ákveður að nú verði ekki beðið lengur, dregur mig ákveðið frá honum og sendir mig út á pallinn. Nema að í handaganginum klessir Kalli grímunni óvart upp í opið augað á mér,..”

 

 

Lesa meira...


Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband