Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.5.2008 | 10:57
Hvaða breytingar?
Breytingar á eftirlaunalögum fyrir æðstu embættismenn ríkisins eru mikið í umræðunni þessa daganna. Í Vefritsgrein dagsins fjallar Stígur Helgason um þessar breytingar og þá miklu óánægju sem hefur verið með þessi alræmdu lög. Hann veltir m.a. fyrir sér hversu langt væntanlegar breytignar muni ganga. Það hefur því enginn flokkur hefur hreinan skjöld í málinu. Frumvarpið var lagt fram af þingmönnum allra flokka, með samþykki allra formanna. Raunar var enginn flokksformanna nema Davíð Oddsson við þinghald þegar lögin voru samþykkt. Skyldu hinir hafa skammast sín?
Að sjálfsögðu vil ég lesa meira um sjálftöku, sérhagsmuni og firringu!
![]() |
Boða fólk á Austurvöll til að mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2008 | 16:20
Að lækna sjúkdóminn en drepa sjúklinginn
Síðasta grein Stefáns Boga Sveinsonar á Vefritinu, Þeir eru að berja samlanda sína!, fjallaði um þjóðerniskennd og birtingamyndir hennar og vakti greinin mikla athygli. Í grein dagsins heldur Stefán áfram þessum hugleiðingum sínum og beinir penna sínum að fjölmenningunni og andstæðngum hennar. Auðvitað á engum að líðast að brjóta lög, en ef það gerist í vestrænum samfélögum þá er farið með slík mál eftir ákveðnum leikreglum og þær reglur eru þær sömu fyrir alla. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum og ef að hinn algengi frasi að það verði að taka á málefnum innflytjenda felur í sér að þeir standi ekki jafnfætis öðrum fyrir lögunum þá er það í sjálfu sér alvarlegt mein á samfélaginu sem við viljum verja.
Já! Ég vil svo sannarlega lesa meira um vestrænar grunnreglur, Danmörk og Guantanamo!
![]() |
Ísraelar setja skilyrði um vopnahlé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2008 | 09:53
Skipuheildir próletera
Hlutverk þrýstihópa í samfélaginu er mörgum Íslendingum hugleikið um þessar mundir og hafa Vefritspennar sínar skoðanir á því. Sverrir Bollason skrifar Vefritspistil dagsins um þetta hlutverk, hvernig lýðræðið virkar á Íslandi og hvernig félagshyggjuöflin hafa nýtt sér það til framdráttar. Verkalýðsfélögin eru í okkar samfélagi lang sterkasti þrýstihópurinn sem um getur. Það er vel, því þeir eru í senn fulltrúar fjöldans, þeirra veikustu í samningaviðræðum og þeirra sem ekki hafa getað komið að samningaborðinu sjálfir, t.d. ef þeir staldra stutt við í starfi. Enginn félagshyggjumaður getur því mótmælt gildi þess að hafa öfluga þrýstihópa að störfum í hinu pólitíska kerfi. Með skipulögðum hætti er komið á milliliðalausri tengingu launafólks og ríkisvalds.
Já. Ég vil lesa meira um vörubílstjóra, lýðræðið og verkalýðshreyfinguna!
![]() |
Flugmenn semja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2008 | 09:52
Skipuheildir próletera
Hlutverk þrýstihópa í samfélaginu er mörgum Íslendingum hugleikið um þessar mundir og hafa Vefritspennar sínar skoðanir á því. Sverrir Bollason skrifar Vefritspistil dagsins um þetta hlutverk, hvernig lýðræðið virkar á Íslandi og hvernig félagshyggjuöflin hafa nýtt sér það til framdráttar. Verkalýðsfélögin eru í okkar samfélagi lang sterkasti þrýstihópurinn sem um getur. Það er vel, því þeir eru í senn fulltrúar fjöldans, þeirra veikustu í samningaviðræðum og þeirra sem ekki hafa getað komið að samningaborðinu sjálfir, t.d. ef þeir staldra stutt við í starfi. Enginn félagshyggjumaður getur því mótmælt gildi þess að hafa öfluga þrýstihópa að störfum í hinu pólitíska kerfi. Með skipulögðum hætti er komið á milliliðalausri tengingu launafólks og ríkisvalds.
Já. Ég vil lesa meira um vörubílstjóra, lýðræðið og verkalýðshreyfinguna!
![]() |
Mótmæli bílstjóra röskuðu samræmdu prófi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2008 | 11:55
Launaleynd er lögbrot!
Nýlega voru samþykkt ný janfréttislög sem Guðlaugur Kr. Jörundsson bendir á að hafi lítið farið fyrir. Guðlaugur færir hins vegar fyrir því rök að jafnréttislögin nýju séu talsverð bylting og til hins betra. Í greininni segir hann m.a: Það er ekki þitt einkamál hvað fyrirtæki greiðir þér í laun. Það er mál allra starfsmanna fyrirtækisins, eigenda fyrirtækisins og viðskiptavina fyrirtækisins. Það verður alltaf að vera hægt að réttlæta upphæð þinna launa. Ef launin þín eru réttlát þá er ekkert að því að opinbera launin.
![]() |
Ný velferðar- og vinnumálastofnun sett á laggirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2008 | 09:33
Gatið á tjaldinu
Ummæli Láru Ómarsdóttur um sviðsetningu á eggjakasti vöktu mikla athygli í fjölmiðlaumfjöllun um óeirðinar við Rauðavatn. Atli Bollason hefur velt hlutverki og stöðu fjölmiðla fyrir sér í framhaldi af því og skrifar hugleiðingar sínar um málið í Vefritsgrein dagsins. Fyrstu viðbrögð Láru við því þegar hún komst að því að hún var þá þegar live þegar hún sagði þetta var að lýsa því yfir að um grín hefði verið að ræða. Bloggarar brugðust við á tvo vegu; annað hvort trúðu þeir því, eða þeir trúðu því ekki og dæmdu Láru harkalega fyrir að reyna sviðsetningu fréttar. Bæði viðbrögðin eru að mínu viti barnaleg og fela í sér nokkra óskhyggju.
Já, ég vil lesa meira um eggjakast, Gordon Brown og sviðsetningar!
![]() |
Eftirlitsmyndavélar virka ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2008 | 11:18
Pælingar um blæðingar
Pælingar um blæðingar fara venjulega einungis milli tveggja kvenna eða fleiri. Blæðingar eru þó ekki bara líkamlegt fyrirbæri heldur einnig menningarlegt. Lára Jónasdóttir fjallar um dömubindaauglýsingar og eldri hugmyndir um konur á túr: Fram til dagsins í dag hafa aldagamlar hjátrúr um skaðleika tíðarblóðs eða jafnvel svita konu sem er á blæðingum lifað góðu lífi. Þannig segir að kona á túr eigi ekki að þeyta rjóma, því þá skemmist hann, hún eigi hvorki að elda ávexti né grænmeti, bara að þrífa með hreingerningarhönskum, ekki setja í sig permanent og svona mætti lengi halda áfram.
Lesa blóðuga grein um dömubindi og forvera þeirra ...
![]() |
Fleiri sýklar á lyklaborði en klósettsetu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2008 | 10:16
Hrein mistök?
Þróun lífræns eldsneytis gaf mörgum von um að lausn væri komin á olíuvanda og umhverfisvanda heimsins. Kamilla Guðmundsdóttir fjallar um ný vandamál sem sprottið hafa upp í kjölfarið á aukinni framleiðslu á hinum nýja orkugjafa: Enn hefur ekki tekist að sýna fram á mjög mikinn mun á útblæstri hjá þeim sem nota lífdísil og þeim sem nota bensín unnið úr olíu. En aftur á móti hafa orðið áþreifanlegar. Nú keppast bændur sem áður ræktuðu korn til manneldis við að nýta akra sína í þágu lífræns eldsneytis.
Lesa meira um eldsneyti og hungursneyð...
![]() |
Bush vill leiða bardagann gegn hungri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2008 | 09:52
Vörubílar og samfélagið allt - endurlit
Hvað er að gerast þegar vörubílstjórar mótmæla og allt fer í bál og brand? Hvaða ferli liggja þar að baki og hvað birta þau okkur um grunngerð samfélags okkar? Grétar Halldór Gunnarsson skoðar málið og kemur með aðra og kannski skarpari sýn á vörubílamálið og samfélagið allt. Í greininni segir m.a: Hvað með þá hópa sem eru illa menntaðir og illa skipulagðir? Þá sem hafa ekki innsýn í kerfið sem við búum í, skilja ekki valdaleikinn sem er stöðugt verið að leika, hafa ekkert næmi fyrir eðli ferlanna og skortir slagkraft og jafnvel forsendur til að greina rætur sinna vandamála í samfélagsstrúktúrnum?
Lesa meira um hagsmunahópana og skipulagið ...
![]() |
FÍS segir aðgerðir ráðuneytis í litlu samræmi við fyrri orð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2008 | 09:22
"Þeir eru að berja samlanda sína!"
Ætli þjóðernishyggja og útlendingahatur tengist órjúfanlegum böndum? Stefán Bogi Sveinsson skoðar hugtökin nánar : En spurningin hlýtur að vera sú, hvernig maður greinir í sundur þá sem telja sig hafa heilbrigðan og eðlilegan áhuga á viðgangi þjóðar sinnar og þjóðlegra gilda og svo þeirra sem aðhyllast skoðanir í sama anda og þær sem hafa kallað mestu hörmungar 20. aldar yfir íbúa Evrópu.
Lesa meira um þjóðir og hyggjur ...
![]() |
Rétt aðferð við beitingu piparúða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006