Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
23.2.2009 | 15:44
Þú berð ábyrgð
Nú er komið að því að allir axli ábyrgð. Stjórnmálamenn, bankafólk, seðlabankastjórar, ég og þú. Í grein dagsins fjallar Styrmi Goðason um þau tímamót sem við stöndum á. Í grein dagsins segir meðal annars: nú er komið að okkur kjósendum. Það er komið að okkur að velja rétt. Er hjálplegt að skila auðu? nei. Er hjálplegt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn? nei! Það væri hjálplegt ef við litum í eigin barm. Við getum aðstoðað í kosningabaráttu, boðið okkur fram, stofnað stjórnmálaflokka, haft áhrif í hagsmunafélögum, viðhaft gagnrýna hugsun og sýnt að við öxlum ábyrgð á eigin framtíð en ekki stjórnmálamennirnir.
Lesa meira um hvernig þú getur tryggt bjarta framtíð Íslands ...
17.2.2009 | 12:04
Stöndum vörð um LÍN
Í grein dagsins fjallar Agnar Freyr Helgason um Lánasjóð íslenskra námsmanna og mikilvægi þess að standa vörð um hlutverk hans á komandi misserum. Í stað þess að láta starfsemi hans bitna á fyrirsjáanlegum niðurskurði í ríkisbúskapnum telur Agnar þvert á móti mikilvægt að efla hann ennfrekar og tryggja þannig jöfn tækifæri allra til framhaldsmenntunnar. Segir meðal annars í greininni: ,,Mikið óhagræði felst í því fyrir námsmenn að fá lánin einungis greidd út tvisvar á ári, auk þess sem ýmsar gildar ástæður geta verið fyrir því að námsmaður skili ekki fullum námsárangri. Ýmsar leiðir er hægt að fara til að bæta úr þessu. Sú sem oftast hefur verið nefnd til sögunnar, greiðsla námslána mánaðarlega, hlýtur að vera kostur sem núverandi ríkisstjórn veltir alvarlega fyrir sér við endurskoðun úthlutunarreglnanna í vor. Slík breyting ætti aukinheldur ekki að krefjast mikilla fjárútláta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2009 | 11:58
Mildum höggið
Í grein dagsins fjallar vefritspenninn Þórður Sveinsson um það samhengi sem hafa verður í huga þegar brugðist er við efnahagskreppunni. Hann telur að horfa verði út fyrir rammann þegar ákveðið er hvað skuli til bragðs taka, til dæmis skera niður. Gæta verði þess að einstakar aðgerðir snúist ekki upp í andhverfu sína. Það feli í sér að líta verði til langtímaáhrifa en ekki aðeins skammtímaáhrifa. Þegar brugðist er við efnahagsþrengingunum verður að hafa ofangreint samhengi í huga. Þess vegna verður fjárhagslegur niðurskurður að byggjast á skynsemi og yfirvegun. Á sumum sviðum ætti jafnvel að auka útgjöld fremur en að spara. Sem dæmi má nefna heitan mat í grunnskólum. Nú er ráð að gefa börnum ókeypis skólamáltíðir svo að tryggt sé að þau fái öll holla og góða næringu en við núverandi aðstæður er því miður alls ekki víst að sú sé raunin.
Ég vil lesa meira um mannúðlegar aðhaldsaðgerðir!
13.2.2009 | 10:51
Hold me, thrill me, kiss me, kill me!
Í grein dagsins veltir vefritspenninn Anna Pála Sverrisdóttir fyrir sér undarlegum áhuga fjölmiðla á (ó)faglegum samskiptum forystumanna stjórnmálaflokka í ríkisstjórnar- og borgarstjórnarsamstarfi. Má jafnvel skilja umfjöllun þeirra og efnistök á þann veg að ef gagnkynheigt fólk af gagnstæðu kyni gegnir þessum stöðum, hljóti þau að vera skotin í hvoru öðru: Af hverju þarf að sýna Kossinn svona oft? Auðvitað fór enginn í sleik en mér finnst að með þessu sé verið að reyna að búa til kynferðislega spennu á milli stjórnmálamanna af gagnstæðu kyni. Með því að sýna eilíflega þetta augnablik er gert minna úr faglega sambandinu á milli þeirra.
4.2.2009 | 14:40
Pólitískt Stúdentaráð er eina vitið
Í dag og á morgun ganga yfir 13.000 stúdentar við Háskóla Íslands til kosninga. Aldrei hafa verið jafn margir á kjörskrá og í seinni tíð hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt að stúdentar fjölmenni á kjörstað. Líkt og undanfarin ár hefur kosningabaráttan í Háskólanum að miklu leyti snúist um það hlutverk sem fylkingarnar sem bjóða fram telja að Stúdentaráð eigi að hafa. Í grein dagsins fjallar Vefritspenninn Dagný Ósk Aradóttir um mikilvægi þess að Stúdentar mæti á kjörstað og styðji Röskvu í þessum kosningum. Þetta er þó svo undarlegt því öll hagsmunabarátta er í eðli sínu pólitík. Jafnrétti kynjanna er pólitík, jafnrétti til náms er það líka, LÍN er pólitík og bara sú staðreynd að til sé Háskóli Íslands sem er að mestu rekinn af almannafé er pólitík. Að viðurkenna sig ekki sem pólitískt afl sem hefur skoðanir á pólitískum hlutum hlýtur að veikja málstaðinn og koma niður á stúdentum.
Já, Ég vil lesa meira um pólitískt Stúdentaráð og rödd stúdenta!
Vona að atburðir við þinghúsið boði ekki nýja siði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2009 | 11:04
Sameinumst um jafnrétti og lýðræði
Flokkakerfið hefur verið nokkuð umdeild síðustu daga og vikur. Margir telja að það virki illa og sé í raun til lítils nýtt. Aðrir hafa bent á að flokkakerfið veiti venjulegu fólki einstakt tækifæri til að hafa áhrif á störf stjórnmálamanna án þess að það þurfi að hella sér á fullu út í pólitík. Vefritspenninn Guðlaugur Kr. Jörundsson fjallar í grein dagsins um reynslu sína af starfi innan stjórnmálaflokks og hvernig hann vill sjá það þróast á næstunni. Það tekur á að vinna að breyttu samfélagi. Það er létt að tapa sjónum af framtíðinni og huga einungis að baráttunni um vandamál líðandi stundar. Það er auðvelda leiðin að takast einungis á við amstur dagsins og sigla þannig stefnulaust inn í framtíðina. Flokkurinn minn fór í stefnulausa sjóferð og vonaði það besta á meðan hann hamaðist við það að sanna sig með því að uppfylla sem flest kosningaloforð.
Já, ég vil svo sannarlega lesa meira um þetta!
Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2009 | 09:02
Uppgjörið við auðvaldið
Í gær tók við völdum ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna. Framsóknarflokkurinn mun verja ríkisstjórnina falli en hlutverk hans er að öðru leyti enn nokkuð óljóst. Á Íslandi situr því raunveruleg félagshyggjustjórn í fyrsta skipti í 18 ár. Vefritspenninn Þórir Hrafn Gunnarsson fjallar í grein dagsins um mikilvægi næstu kosninga og hverjir það verða sem munu beita sér gegn félagshyggjuöflunum. Þessi nýja félagshyggjustjórn er ekki í öfundsverðri stöðu. Það er verkefni hennar að taka við þrotabúi nýfrjálshyggjunnar, en Ísland hefur undanfarin ár verið notað sem tilraunaverkefni í öfgakenndri hugmyndafræði hennar. Þeir tímar eru nú liðnir og uppbyggingarstarfið þarf að hefjast af fullum krafti.
Já! Ég vil að sjálfsögðu lesa meira um ríkisstjórn Jóbama og auðvaldið!
Stjórnarskiptin vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006