Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
31.3.2008 | 18:55
Það sem þú þarft að gera fyrir fertugt
Anna Pála Sverrisdóttir skrifar Vefritsgrein dagsins um það sem ætlast er til að hún geri fyrir fertugt. Augljóslega hlýtur það að vera ýmislegt en eitt er að berjast fyrir vonlausum málstað. Ég hef séð þetta áður. Ég á að vera með tékklistann við höndina og ná að gera hluti á borð við að hryggbrjóta karlmann, ferðast suður fyrir miðbaug, velta mér allsber uppúr dögginni á Jónsmessu og læra að elda eitthvað sem ég get ekki borið fram nafnið á. Hitt sem ég man úr þessari blessuðu auglýsingu er að ég á að berjast fyrir vonlausum málstað.
Lesa meira? Já takk!
Alþjóðlegur aðgerðadagur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2008 | 11:43
Er framtíð Íslands í ESB?
Margir Íslendingar eru óvissir í afstöðu sinni til ESB og sjá bæði kosti og galla við inngöngu. Einn þeirra er Guðlaugur Kr. Jörundsson, sem birtir hugleiðingar sínar um mögulega inngöngu í ESB í Vefritspistli dagsins. Ég hræðist mjög þá niðurstöðu sem ég er sífellt að færast nær. Það tekur á að skipta um skoðun. En ég er opinn fyrir frekari umræðu sem mun vonandi verða til þess að ég geti tekið harðari afstöðu. Það tekur á að viðurkenna að kannski er okkur betur borgið í samstarfi við ESB. Kannski getum við ekki treyst okkar stjórnmálamönnum til að halda rétt á spilunum.
Já, ég hef áhuga á að kynna mér Evrópusambandið!
Íslandi bjargað! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2008 | 09:12
Hættu Hillary!
Kosningabarátta Demókrata hefur fengið mikla athygli undanfarnar vikur. En það er kominn tími til þess að Hillary Clinton sætti sig við orðinn hlut, segir Þórir Hrafn Gunnarsson, í Vefritsgrein dagsins. Það er meira en mánuður síðan ljóst varð að meiriháttar kraftaverk þyrfti til þess að Hillary næði Obama í fjölda fulltrúa á landsfund Demókrata. Þar sem að búið er að ákveða að ekki verði kosið aftur í fylkjunum Florida og Michigan er orðið ljóst að það er orðið því sem næst tölfræðilega ómögulegt fyrir Hillary að ná meirihluta fulltrúa á landsfundinum í ágúst á lýðræðislegan hátt.
Já, ég vil lesa meira um af hverju Hillary á að draga sig til baka!
Bush hvetur til viðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2008 | 12:13
Það geta allir lesið lagasafnið
Margir hagfræðingar hafa svo lengi passað upp á að gæta hlutleysis gagnvart stjórnvöldum að þeir eru að hluta orðnir gagnslausir þegar að því kemur að taka afstöðu til efnahagsmála að mati Lilju Guðrúnar Jóhannsdóttur. ,,Í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um efnahagsmál að undanförnu hef ég velt því fyrir mér hvort hinn almenni borgari sé almennt upplýstur um stöðu mála og ennfremur hver beri ábyrgð á því að koma þessum upplýsingum til skila.
Já, ég vil lesa meira um ábyrgð hagfræðinga!
Vextir og væntingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2008 | 11:32
Ekki benda á mig
Ráðamenn þurfa að hætta að láta sér nægja að boða betrumbætur, þeir þurfa að ráðast í þær segir Dagný Ósk Aradóttir í grein dagsins. ,,Dag eftir dag fjalla fjölmiðlar varla um annað en það hversu mikill óstöðugleikinn er. Vextir hækka og hækka, bankastjórar eru farnir að lækka eigin laun og maður þarf allt í einu að fara í greiðslumat til þess að fá tölvukaupalán upp á rúmlega 100.000 krónur.
Krónan heldur áfram að lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2008 | 13:06
Breytingar á barnalögum
Það er löngu tímabært að báðir foreldrar njóti sömu réttinda, hvort sem um er að ræða í lagalegum skilningi eða þegar sótt er um námslán og húsaleigubætur að mati Kamillu Guðmundsdóttur sem skrifar grein dagsins hér á Vefritinu. ,,Þegar lög af þessu tagi eru sett verður að hafa í huga að nánast ómögulegt er að sníða þau þannig að þau henti öllum aðstæðum. Forræðissmálum og forræðisdeilum er ekki hægt að koma fyrir í one size fits all pakka.
Já, ég vil lesa meira um réttindi foreldra og barna!
Frjósemi eykst á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2008 | 09:56
Evrópudómstóll götunnar
Tal margra stjórnmálamanna er enn á plani Evrópudómstóls götunnar að mati Steindórs Grétars Jónssonar sem fjallar um Evrópumál í grein dagsins. ,,Tillögur um upptöku svissnesks franka, norskrar krónu eða norrænnar krónur eru enn önnur leið til að þyrla upp ryki og hunsa þau verkefni sem standa frammi fyrir íslenskum stjórnmálamönnum. Á meðan ríflega helmingur utanríkisviðskipta Íslands eru við Evru-ríki er upptaka annars gjaldmiðils en Evru tómt mál að tala um.
Já, ég vil svo sannarlega lesa um útúrsnúninga og Evrópuumræðu!
Gengi krónunnar lækkar um 5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 09:58
Idiotar – heima og á bæjartorginu og orðið pólitík í kristnum skilningi
Er hægt að gera greinarmun á gildum og lífssýn annars vegar og pólitík hins vegar? Í grein dagsins veltir Grétar Halldór Gunnarsson þeirri tilhneigingu fyrir sér. Þær manneskjur sem höfðu að öllu jöfnu ekki aðgang að ekklesia (hinum opinbera vettvangi) voru konur, þrælar, útlendingar, listamenn, fátækir og afskræmdir. Þau voru sjálfkrafa álitin bundin við sitt eigið svið og þar með pólitískt áhrifaleysi.
13.3.2008 | 12:07
Fæst friður með aðskildum ríkjum Ísraels og Palestínu? – seinni hluti
12.3.2008 | 15:32
Fæst friður með aðskildum ríkjum Ísraels og Palestínu? – fyrri hluti
Enn einu sinni rignir yfir okkur fréttum af hörmungum fyrir botni Miðjarðarhafs. Gasaströndinni er haldið í herkví og enginn sér fyrir endann á stríðsátökum milli Ísraela og Palestínumanna sem þar búa. Anna Tryggvadóttir tekur í grein sinni fyrir mismunandi nálganir að lausn deilunnar, fyrst tveggja ríka lausn deilunnar, sem er viðurkennt markmið alþjóðasamfélagsins. Seinni hluti greinarinnar verður birtur á Vefritinu síðar en þar verður hugmyndin um sameinað ríki Ísraela og Palestínumanna rædd.
Já, ég vil lesa meira um Ísrael og Palestínu!
Hamas setur skilyrði fyrir vopnahléi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006