Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Kökuát og krísur

famineBryndís Nielsen á grein dagsins sem fjallar m.a. um vesturlandabúa og lánsfjárkreppunna: Geðsvið spítala í viðbragðsstöðu, útibú bankanna erlendis í greiðslustöðvun og hlutafjáreigendur bankanna í losti. Fjölskyldur eru uggandi um framtíð sína og erlendu myntkörfuláninu eru ekki eins sniðug nú og þau voru fyrir ári. Hið sama er upp á teninginn í Evrópu og Bandaríkjunum. Og enn erum við bara á Vesturlöndum.
Hvernig er ástandið annars staðar?
Eftir viðvarandi stríðsástand á heimaslóðum búa milljónir manna í flóttamannabúðum við skelfilegar aðstæður.
 

Lesa »


Frjáls markaður siglir í strand

30ae7f4bce0f45e15d436adad5d40a3c_300x225Í nýrri ritstjórnargrein Vefritsins má sjá greiningu á ástandi síðustu daga og vikna. Mikið hefur gengið á og almenningur tekið á sig hærri skuldir en áður hefur þekkst í sögu landsins: Atburðir síðastliðinni vikna eru skólabókadæmi um galla frjáls markaðar og sýna fram á að skýrar og strangar reglur á fjármálafyrirtæki eru nauðsynlegar til að verja almenning fyrir áhættuspili banka og fjárfesta. Öflugar eftirlitsstofnanir er eitt af því sem skilgreinir nútíma lýðræðisríki, en Ísland virðist ekki falla undir þá skilgreiningu enn sem komið er.
Lesa »


Stúdentaosmósi – Áfram gakk!

Í grein helgarinnar fjallar Alma Joensen um flæði stúdenta landa á milli og spyr m.a. hvers vegna markmið Bologna sam-þykktarinnar hafa ekki enn orðið að veruleika: Fyrir 10 árum síðan komu menntamálaráðherrar Evrópu saman í Sorbonne til að ræða stöðu evrópskra háskóla og hvort þeir gætu sameinast í að styrkja evrópskt háskólasvæði. Þeir voru sammála því að til þess að styrkja evrópska háskóla þyrfti háskólasamfélagið að vera fjölbreyttara og að það þyrfti að koma á nánari tengslum og samstarfi á milli á háskóla í Evrópu svo að flæði stúdenta og kennara innan Evrópu gæti aukist.
Lesa »

« Fyrri síða

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband