Frjálshyggjunni er ekki treystandi fyrir ríkinu

Félagshyggjufólki er ekki treystandi fyrir skattpeningum! Í pistli dagsins skoðar Sverrir Bollason þessa fullyrðingu og er meðal annars ekki frá því að hann noti frjálshyggjuna sem innblástur öðru hvoru. „Þessi prentsmiðja ætti í raun ekki að skipta sér af prentiðnaði, til þess eru mörg önnur fyrirtæki með öðru rekstrarsniði til þess betur fallin!“ Ímyndið ykkur móralinn á þeim vinnustað eftir slíka ræðu. Ímyndið ykkur svo móralinn ef þetta væri í raun eina framlag forstjórans til rekstursins. Sennilega er það ekki svo ólíkt því að starfa hjá ríkisstofnunum hér á landi undanfarin ár.“

 

Já, ég lesa um sviðna jörð frjálshyggjumanna í ríkisrekstri ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Betri rök eru samt að ábyrgð fæst einungis í gegnum kosningar. Það þekkist ekki að fólk sé kosið í stjórnunarstöður í fyrirtækjum (eigendur verða alltaf eigendur).

Helsti misskilningurinn með frjálshyggjuna er aftur á móti sá að fyrirtæki eiga ekki að vera í eigu fárra aðila, það er að enginn einn eða tveir eiga að vera í miklum meirihluta í fyrirtækinu. Frelsið snýst um að þú hafir val til þess að vera eigandi í þeim fyrirtækjum sem þú vilt og hafa þannig áhrif á því hver rekur þau fyrirtæki og sinnir því einnig ábyrgðareftirliti gagnvart þeim sem þú ræður í stöðuna.

Í þeim tilvikum þar sem fáir eigendur eru að fyrirtækinu þá eru það eigendurnir sem bera alla ábyrgð vegna þess að hver og einn hefur vald til þess að setja út þá sem reka fyrirtækið. Einfaldlega gamla góða "vald spillir" dótið.

Í lýðræðislegu samfélagi þá virkar þetta alveg nákvæmlega eins og þetta "á" að virka í frjálshyggjusamfélagi. Almenningur kýs ráðamenn, þá sem reka fyrirtækið "ríkið". Ráðamenn ríkisins bera þá ábyrgð gagnvart þeim sem kusu þá.

Hins vegar virðist svo vera að þetta ábyrgðarhlutverk hafi verið sett út á hakann bæði í fyrirtækjunum og ríki ... og svo lengi sem engin ábyrgð er hjá neinum þá skiptir ekki máli hvort frjálshyggja, félagshyggja eða hvað annað sé við stjórn ríkisins.

Björn Leví Gunnarsson, 3.1.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Diesel

Diesel, 5.1.2009 kl. 01:35

3 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Markmiðið frjálshyggju er að leggja niður ríkisrekstur ... ef fólk kýs því frjálshyggju getur það búist við einmitt því. Ég er bara að benda á að sem stjórnkerfi þá á það alveg eins rétt á sér, bara virkar kannski ekki eins og allir vilja.

Það að segja að frjálshyggjumenn séu á móti ríkisrekstri er í raun ekki alveg rétt. Vandamálið er bara eins og ég benti á að skilgreiningin á ríkisrekstri er ekki sú sama hjá öllum.

Björn Leví Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband