10.12.2008 | 11:50
Kynjaveröld kreppunnar
Karlar eru með 19,6% hærri laun en konur samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem kynnt var fyrir tveimur vikum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir rekur í grein dagsins af hverju laun kvenna þurfa að hækka sem því nemur: Gera mætti að því skóna að launamunur kynjanna sé kominn til að vera þegar við siglum inn í tímabil kreppu á landinu öllu nema til róttækra aðgerða komi. Lilja benti á að viðkvæði ráðamanna væri oft þannig að alls ekki megi hækka laun kvennastétta því þá fari launaskrið af stað. Þetta er alþekkt afsökun fyrir því að hækka ekki laun kvennastétta.
Auðvitað við ég lesa um nauðsyn þess að gæta vel að launamunur kynjanna aukist ekki í kreppunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Athugasemdir
If I ruled the world (or just Iceland) þá setti ég lög um það að allir þeir sem sinna sama starfi skuli hafa sömu laun. Algerlega óháð kyni, kyþætti, kynhneigð, aldri og svo framvegis. Reynsla væri það eina sem gæti híft fólk áfram.....
Diesel, 10.12.2008 kl. 14:23
Mjög góð og allsendis nauðsynleg ábending og umærða. Hér ber að hafa augu,eyru og öll skilningavit opin. Leynist tækifæri í ástandinu, þá meigi þau leynast einnig hér. Nú er lag og áfram skal haldið. Það er ekki með neinum rökum hægt að réttlæta lægri laun kvenna fyrir sömu störf... hvaða rök hníga að því?
Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 10.12.2008 kl. 21:18
Velkomin sem bloggvinur minn. hver sem þú ert...Á þessum vettvangi þurfum við að berjast.
Auðvitað er aldrei gott að missa vinnuna, hvorki fyrir karl eða konu Óskar, ég sé ekki þarna samhengi á milli nema kannski að körlum sé fyrr sagt upp vegna hærri launa.. gæti það verið staðreynd? Ég hef ekki lausn undir mínum rifjum hvernig hægt sé að leiðrétta launin, né skaffa fólki vinnu nema með útsjónarsemi þeirra sem hafa kjark til að koma á fót fyrirtæki.
Sigríður B Svavarsdóttir, 11.12.2008 kl. 13:48
Er þá tekið tillit til þess að 2 dagar á mánuðu gera 20% af mánaðarlaunum? Konur ríghalda ennþá í fullt forræði yfir börnum?
Júlíus Björnsson, 12.12.2008 kl. 19:55
Óskar: Það er þekkt að í kreppuástandið sem þessu þá missa fleiri karlar vinnuna í fyrstu lotu. Þegar dregið verður saman hjá hinu opinbera kemur að konunum. Við sitjum því öll við sama borð í þeim efnum.
Júlíus: Ég veit ekki betur en að langflest forræðismál á Íslandi séu leyst með sameiginlegu forræði. Ég veit ekki af hverju þú gefur það í skyn að konur vinni almennt tveimur dögum færri í mánuði en karlar. Það er ekki rétt. Og væri það rétt þá er leiðrétt fyrir öllu slíku í launakönnunum.
Eva (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 12:56
EVA fæst með Sameiginlegu Fjárforæði eða umönnunar Forræði: það er til helminga. Nauðug viljug þurfa flest börn en að sætta sig við að Pabbi og Mamma hafi sameiginlegt forræði á pappírunum af því það hljómar betur.
Barnapössun, Rósa frænka, Barneignir umhirða heimilisins er enn í myndinni ' því miður?. Þetta er kannski öðruvísi í þínum reynsluheimi. En ég tel að þetta skekki myndina. Og jafnrétti laganna sé í reynd sömu grunnlaun fyrir sömu "effektíva" vinnu.
Júlíus Björnsson, 13.12.2008 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.