9.12.2008 | 14:04
Eiga kaup á vændi að vera refsiverð?
Vændi vekur alltaf upp sterk tilfinningaviðbrögð og umræðu í samfélaginu, og hefur umdeildasta umræðuefnið undanfarinn áratug verið hvort gera eigi kaup á vændi refsiverð. Hrafnhildur Kristinsdóttir ræðir vændi í pistli dagsins: Óumdeilt er að í kjölfar gildistöku laganna dró verulega úr sýnilegu vændi í Svíþjóð, þ.e. götuvændi, auk þess sem þeim körlum fækkaði, sem keyptu kynlífsþjónustu. Þá eru einnig fyrir hendi skýrar vísbendingar um að lögin hafi haft bein og jákvæð áhrif á mansal til Svíþjóðar og að Svíþjóð hafi nú ekki lengur aðdráttarafl fyrir þá sem skipuleggja slíka starfsemi.
Já! Ég vil lesa af hverju kaup á vændi eiga að vera refsiverð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Athugasemdir
„gildistöku laganna dró verulega úr sýnilegu vændi í Svíþjóð“
á semsagt að lækna einkennin? out of sight, out of mind.
Brjánn Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 14:11
Kom ekki einhver fyrrverandi Sænsk vændiskona ásamt sænskum lögreglumanni til Íslands fyrri nokkrum árum sem bæði sögðu ástandip verra eftir gildistöku lagana ?
Þetta var í kringum það þegar hvað hæst var hrópað að það ætti að taka upp Sænsku leiðina.
Fransman (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:37
Það er merkilegt hvað Femínistar, Talíbanar, Svíar og Bandaríkjamenn eru gjarnir á að skipta sér af kynlífi annarra.
Ef seljandi kynlífsþjónustu, hvort sem það er karl eða kona, er ekki sakfelld fyrir að taka þátt í lögbroti eða leiða til lögbrots annars aðila, þá býður það hættunni heim varðandi fjárkúgun. T.d., upplognar sakir um að annar aðili hafi keypt af sér kynlífsþjónustu.
Önnur dæmi: Við vitum nú þegar um tvö dæmi á þessu hausti þar sem stúlkur kærðu karlmenn fyrir nauðganir sem afsönnuðust vegna myndsíma upptökum af báðum tilvikunum. Í báðum tilfellunum voru stúlkurnar að sækjast eftir peningagreiðslum í formi miskabóta/skaðabóta. Hve mörg svona tilfelli ætli að hafi gerst áður en myndsímar komu til sögunnar?
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 10.12.2008 kl. 11:56
Er þá ekki hægt að mótmæla öllum lagasetningum með sömu rökum, það er, það eigi ekki að hafa lög um ákveðna atburði af því að það er hætta á upplognum sökum?
Það er alltaf möguleiki að ljúga upp á aðra einhverjar sakir, hvort sem það er fyrir líkamsárás, þjófnað eða skemmdarverk, en þýðir það að það eigi að lögleiða líkamsárásir, þjófnaði eða skemmdarverk? Til þess að vernda þá sem eiga mögulega á hættu að verða fyrir upplognum ásökunum? Því að svoleiðis ásakanir eru ekkert algengari í kynferðisbrotamálum heldur en öðrum sakamálum og því engin ástæða til þess að slaka á þar.
Hildur (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 15:18
Svíar hafa skotið sig illa í fótinn hvað varðar lagasetningar um vændi og ekki síst um kynlíf milli fólks þar sem annar aðilinn er yngri en 16 ára. Allt slíkt kynlíf kallast og flokkast eftir laganna bókstaf sem "nauðgun". Þetta er náttúrulega ljót meðferð á valdi laga og frelsi fólks.
Baldur Gautur Baldursson, 14.12.2008 kl. 19:20
Auðvita eiga kaup á vændi ekki að vera refsihæf
Jón Rúnar Ipsen, 14.12.2008 kl. 19:54
Alveg er það merkilegt hvað karlmenn flykkjast alltaf til þess að verja kaup á vændi, þegar það kemur til tals að banna þau. Hvers vegna skyldi það nú vera?
Anna (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 15:40
Anna, ætli þeir karlar sem geri það séu ekki bara alveg hryllilega "frjálslyndir" eða þannig
Hildur (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 16:25
Ástæðan fyrir því að konur berjast ekki fyrir rétti sínum varðandi vændi, er að þá hlaupa Femínasnar til og úthrópa þær sem hórur út um víðan völl.
Konur og hafa alltaf verið konum verstar.
Spurning: Hverjir fundu uppá orðinu "eldhúsmella"? Svar: Rauðsokkur.
Spurning: Hverjir fundu uppá skammstöfuninni: "BHM" (Bara HúsMóðir) ? Svar: Rauðsokkur.
Spurning: Hverjir eru verstu og ósanngjörnustu yfirmenn kvenna á almennum vinnustöðum? Svar: Aðrar konur.
Spurnig: Hverjir tala verst og baknaga konur mest? Svar: Aðrar konur.
Spurning: Hverjir öfunda konur mest? Svar: Aðrar konur.
Og svona mætti lengi telja. Kv. Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 15.12.2008 kl. 20:28
Vændi á að vera ólöglegt.
Kaup á vændi á að vera ólöglegt.
Alveg klárt.
Vilhjálmur Árnason, 18.12.2008 kl. 03:42
Vilhjálmur Árnason; Ef þú selur þig ekki einhverri kynhungraðri konu eða kynvilltum karli eða ef þú kaupir ekki vændi af konu eða karli, hvort sem þú ert glor kynhungraður eða bara náttúrulaus eða vegna þess að þú ert í góðri sambúð eða hjónabandi, eða afgreiðir Lillann á þér bara sjálfur í einrúmi, þá er okkur hinum alveg skítsama.
En vert þú ekki að skipta þér af því hvað aðrir vilja gera.
"Live and let live" heitir það á international tungumálinu.
Kær kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 18.12.2008 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.