Gyðingafordómar á Moggablogginu

Í grein dagsins á Vefritinu fjallar Einar Örn Einarsson um Gyðingafordóma. Hann segir að umræðuna um Ísrael sé ekki oft á háu plani í íslenskum vefmiðlum.

,,Margir halda því fram að aukning á Gyðingafordómum megi eingöngu rekja til aðgerða Ísraels-ríkis. Sú fullyrðing er fáránleg. Í raun eins fáránleg og þegar að verjendur Ísraels ríkis halda því fram að öll gagnrýni á Ísrael sé sprottin út frá Gyðingahatri. Því fer fjarri, enda hefur Ísraels-ríki gert sig sekt um fjölmarga hluti sem réttmætt er að gagnrýna."

Lesa meira? Ehh... já takk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Moggabloggið er vísbending um eitthvað, þá er það vísbending um margt fleira heldur en alvarleika og útbreiðslu gyðingahaturs. Ég segi ekki að svona úttektir séu alveg út í bláinn, en ef þetta á að vera til marks um eitthvað aukið "trend" í þjóðfélaginu, þá held ég að það sé álíka mikið að marka svona nokkuð eins og kannanir á vefnum. Semsagt lítið eða ekkert.

Hildur (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 13:31

2 identicon

 Hildur: Inläggen på Moggabloggid är lika avläsbara som en termometer i allmänhetens febriga röv! 

Så fel du har som tror att det inte speglar "trenden" i samhället.

S.H. (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 13:44

3 identicon

Það er þitt mat, ekki mitt. Eða hvað? Er ekki sanngjarnt að halda því fram að þeir sem hafa sig hvað mest frammi á blog.is séu "spes" týpur? Og vekja gífuryrði ekki mesta athygli og umtal?

Fullyrðing þín um innleggin á blogginu er ekkert nema staðleysa.

Hildur (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 14:22

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er vitnað í mitt blogg tvisvar ef ekki þrisvar hjá þessum ágæta manni.. Seint mun ég þó vera talin kynþáttahatari ;)

Óskar Þorkelsson, 12.8.2008 kl. 14:54

5 Smámynd: Ómar Ingi

Varla meira fordómar en á flest annað sem ritað er um á blogginu

Ómar Ingi, 12.8.2008 kl. 17:13

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það má ekki gleyma að ræða um Síonismann í þessu samhengi . Andstaða við aðgerðir Ísraelsríkis er andstaða gegn stefnu Síonista og tengist ekki afstöðu til gyðinga sem trúarhóps eða ættbálks. En það er lenska hjá Síonistum að nota ásakanir um gyðingahatur gegn þeim sem vilja ræða verk Síonista. Varðandi ítök stuðningsmanna Ísraels í BNA þá eru til nýleg rit um þetta mál sem sýna að staða þeirra er mjög sterk. Það er m.a. hægt að ræða ýmislegt varðandi stefnu Obama sem sýnir að það er mikill þrýstingur frá stuðningsmönnum Ísraelsríkis.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.8.2008 kl. 19:44

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú varla gyðingafodómar að benda á öflugt lobbýistakerfi Ísraels í BNA ansk. hafi það. Ja... þá er nú orðið vandlifað í þessum heimi ef ekkert má segja Israel related nema: Já, amen og halelúja.

En ef menn vilja kynna sér ítök Ísraels innan US, þá er ágætt að byrja hér http://en.wikipedia.org/wiki/Israel_lobby_in_the_United_States og vinna sig svo útfrá því... í rólegheitum bara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.8.2008 kl. 20:39

8 identicon

Ég tek undir með Hjálmtý. Síonistum er gjarnan tamt að saka andstæðinga sína um gyðingahatur, en gleyma að minnast þess í leiðinni að það er fullt fullt af gyðingum sem hafa megna andúð á síonisma. Já og að fjölmargir síonistar eru kristnir en ekki gyðingar.

Hildur (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 09:34

9 identicon

Einar, er það til of mikils ætlast að þú lesir athugasemdina mína? Ef þú hefðir lesið hana hefðirðu áttað þig á því að ég var að taka undir með Hjálmtý sem talar um Síonista. Hvernig gast þú tekið það inn á þig?

Og skil ég þig rétt, ertu að gefa í skyn að ég telji að tilvist fordóma gagnvart aröbum og/eða múslimum afsaki gyðingafordóma??

Hildur (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 12:09

10 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Einar - þú vitnar í Síonistann Alan Dershowitz og skilgreiningu hans á anti-semitisma (gyðingahatri eða fordómum gegn gyðingum). Hann er einn þeirra sem styðja Ísrael og er m.a. ráðgjafi stjórnarinnar í Tel Aviv í útfærslu pyntinga og ólöglegu niðurrifi húsa í eigu Palestínumanna. Hugmyndir hans um gyðingahatur eru að sjálfsögðu hugmyndir Síonista. En það er reynt að koma upp lagabálkum í löndum ESB þar sem hægt sé að dæma menn fyrir andstöðu við Síonisma á þeirri forsendu að hér sé á ferðinni gyðingahatur. Til er plagg frá The European Union Agency for Fundamental Rights (EUMC) sem ber heitið Working Definition of Antisemitism. (http://eumc.europa.eu/eumc/material/pub/AS/AS-WorkingDefinition-draft.pdf). Það er fróðlegt að lesa það sem þar stendur því að með ströngustu túlkun þessara reglna er hægt að skilgreina mjög margt sem gyðingahatur. Dershowitz gengur þó lengra en ESB og er erfitt að ræða málefni Ísraels og Síonismans án þess að gerast brotlegur við þessar hugmyndir. Ég hef ekki séð neinar reglur af þessu tagi sem ná yfir ummæli um Múslima eða aðra hópa og þjóðir sem eru í umræðu manna á milli. Oft er þó tekið stórt upp í sig um ýmsa hópa. Til dæmis eru ljót orð um svarta menn oft látin fljúga og ekki settar sérstakar reglur um það umfram það sem er í hegningarlöggjöf ýmissa landa. Þar á meðal hér á landi.

Ef lengra er haldið á þessari braut og tilraunir gerðar til að lögfesta hugmyndir Dershowitz eða EUMC þá er skammt í það að einnig verði bannað að bera saman aðgerðir Ísraelsstjórnar við aðskilnaðarstjórnina sem ríkti í S-Afríku. Er þó ótrúlega margt líkt í þeirra framferði.

Þú ræðir um gyðingafordóma. Ég tel betra að nota annað orð því þetta orð getur líka náð yfir almenna fordóma sem gyðingar geta verið haldnir gagnvart hinu og þessu.

Sum dæmin sem þú tiltekur eru ekki merkileg innlegg í umæðu. Ég held að það sé ekki nokkur leið að halda því fram að gyðingahatur eða andúð hafi aukist á Íslandi á undanförnum árum. Internetið og bloggið hefa gefið fleirum tækifæri til að tjá sig og þá flýtur allt með. Líka það sem áður kom ekki fram á opinberum vettvangi.

Grundvallaratriðið er í mínum huga það að réttmætt er að gagnrýna framferði Ísraelsríkis og Síonismann (sem er hugmyndafræðin á bak við framferði Ísraelsríkis) en það á ekki að yfirfæra það á gyðinga. Þeir eru upp og ofan eins og annað fólk. Þeir eiga hins vegar ekki að njóta einhverra sérkjara og vera hafnir yfir gagnrýni sem einstaklingar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.8.2008 kl. 13:25

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gott svar hjá þér Hjálmtýr

Óskar Þorkelsson, 13.8.2008 kl. 16:46

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Einar Örn. Fæst þessara kommenta, sem þú vitnar í eiga nokkuð skylt við gyðingafordóma þó ekki öll. Hugmyndir Dershowitz um gyðingafordóma eru út í hött enda getur gagnrýni á þjóðríkið Ísrael aldrei flokkast undir gyðingafordóma þó vissulega geti gyðingafordómar verið ástæða óréttlátrar gagnrýni á Ísrael. Það breytir því ekki að gagnrýni á þjóðríkið Ísrael getur sem slík ekki talist til gyðingafordóma jafnvel þó um verlulega ósanngjarna gagrnýni sé að ræða.

Myndir þú flokka gagnrýni á framferði Rússa í Georgíu eða annars staðar undir fordóma gagnvart Rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunni? Myndir þú flokka gagnrýni á breta undir fordóma gagnvart Ensku Biskupakirkjunni?

Ég kann því illa að vera kallaður gyðingahatari að ósekju. Ég á síðasta kommentið, sem þú vitnar í (hvar er Sedrot) og myndi vilja fá rök fyrir því frá þér að þarna komi fram gyðingafordómar. Orðið "gyðingur" kemur hvergi fram í þessu kommenti í neinu formi. Ég myndi líka vilja fá fram hvað það er, sem gerir þetta ómálefnanlega umræðu eins og þú ert að gefa í skyn að öll þessi komment séu.

Ég vissi reyndar ekki hvar Sedrot væri þegar ég skrifaði þetta komment en veit núna það, sem mig grunaði þá að Sedrot er ekki í Ísrael heldur á hernámssvæði Ísraela frá árinu 1948. Þessi bær er því á ólöglegu hernámssvæði Ísraela en ekki í Ísrael.

Sigurður M Grétarsson, 14.8.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband