Í grein dagsins fjallar Örlygur Hnefill Örlygsson um stríðsdrauma George Bush og John McCain. ,,Svo virðist sem þetta sé orðin einhverskonar þráhyggja þeirra Bush og McCain, en sá síðarnefndi fagnaði á dögunum auknum útflutningi á sígarettum frá Bandaríkjunum til Íran og sagði það hjálpa til við að drepa Írani. Sýna ummæli sem þessi hversu barnslegar hvatir liggja að baki. Af ummælum sem þessum má ráða að helsta markmiðið sé að drepa sem flesta.
Já! Ég vil svo sannarlega lesa meira um stríðsfantasíur Bush og McCain!
Athugasemdir
Kominn tími á að friðarsinni komist þarna til valda, ég fæ vont bragð í munninn við að þessir menn séu nefndir á nafn. Drepa, drepa, drepa er það eina sem þeir hugsa um.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:49
'Here's my strategy on the Cold War: We win, they lose '- Ronald Reagan
Ómar Ingi, 14.7.2008 kl. 18:22
Tja hérna hér
Þarna á að standa
Here´s my strategy on the Cold War : We win They Lose
Ronald Regan
Ómar Ingi, 14.7.2008 kl. 18:24
Ég held að ykkur veitti ekki af að hlusta á ræðu Barack Obama hjá AIPAC fyrir mánuði. Þar talar hann til stuðnings Ísraels og gegn Íran af miklum krafti.
Ræða Obama hjá AIPAC
Umfjöllun um ræðuna
Stefán Friðrik Stefánsson, 14.7.2008 kl. 20:21
Ég er þess heiðurs aðnjótandi að fá nokkuð reglulega senda pistla frá vinum mínum á Vefritinu. Sumir áhugaverðir aðrir afar fyrirsjáanlegir. Þessi tilheyrir síðari flokknum.
Það þykir gott þessa dagana að tala um frið. Og að leysa málin með friðsemd er líka líka bæði gott og göfugt. En friður býðst bara ekki öllum.
Tökum dæmi: hirðingjarnir sem vígasveitir múslima hafa verið að murka lífið úr þarna suður í Darfurhéraði í Súdan. Ætli þeir kæri sig ekkert um frið? Hefur þeim boðist einhver umræða um frið í þeirra eigin landi? Hefur þú Örlygur komið með einhverjar tillögur um hvernig setla mætti málin þarna í Súdan? Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur loksins rankað við sér, en hvað skyldu margir Darfurbúar vera drepnir áður en skriður kemst á þau mál.
Svo lítur þú gersamlega framhjá því að viðræður hafa engu skilað hvað varðar Íran. Bretar, Þjóðverjar og Frakkar hafa árum saman staðið í viðræðum við Írana um að láta af kjarnorkutilraunum sínum, þ.m.t. auðgun úrans. Þeir hafa boðið gull og græna skóga, en aðeins uppskorið hlátur viðsemjenda sinna. Þú segir: "Viðræður virðast hinsvegar lítt höfða til hörðustu repúblikana sem aðhyllast stefnu sem kalla mætti “sprengja fyrst - spyrja svo”". Ég bendi á að republikanar hafa gefið Evrópu svigrúm til að setla málið og spyr á móti hvers vegna ættu Bandaríkjamenn að þurfa að endurtaka viðræður sem engu hafa skilað og aðeins þótt vera tímaeyðsla?
Þú dregur líka í efa að Íranir séu að framleiða kjarnavopn. Ég veit það ekki frekar en þú, en þó það komi kannski ekki þessari umræðu beint við, þá má benda á að nýlega var restin af úrani Saddams Hussein sent til Kanada. Lítil 550 tonn. Hvað segja friðarsinnarnir, sem sífellt hamra á að engin merki um gereyðingarvopn hafi fundist í Írak, um það? Ætlaði Saddam bara að geyma úranið undir koddanum sínum?
Ragnhildur Kolka, 15.7.2008 kl. 11:19
Stríð í Íran leysir engan vanda bara eykur hann. Ekki mun taka við betri tíð í Bandaríkjunum, það verður bara "kannski" farið öðruvísi að málum ef Barack kemst að.
Bandaríkin hafa ætíð haft gaman af bófaleikjum, og það mun ekki hætta.
Börnin sín ala þeir upp í því að það eigi að lúta því sem yfirvöld segja þeim að gera, eru ekkert betri en þeir sem þeir eru að setja út á.
Munurinn á Íslendingum og bandaríkjamönnum er sá að þeir eru í byssuleik, við í sandkassaleik.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.