30.6.2008 | 19:54
Vinstrihreyfingin - grænt framboð á næsta leik
Vefritspenni dagsins, Dagbjört Hákonardóttir, tók upp á því fyrir helgi að glugga í tæplega ársgamalt dagblað. Þar var að finna góðar fréttir af uppbyggingu. Fimm Kringlur voru í byggingu. Evran kostaði 82 krónur og pundið 120. Dollarinn var í 59 krónum. Þá blómstraði íslenska Kauphöllin og fest voru kaup á erlendum lyfjafyrirtækjum og fatabúðum: Fyrir ári fór matarverðið auðvitað líka stöðugt hækkandi, en hugtök á borð við kaupmáttaraukning og 1,5% atvinnuleysi veittu okkur von. En það er auðvitað alltaf auðvelt að vera vitur eftirá. En ástand dagsins í dag var fyrirsjáanlegt og vel það en einhæfnin í íslensku atvinnulífi er alger. Því þarf auðvitað að breyta, en við höfum ekkert olnbogarými með ónýtan gjaldmiðil.
Já! Ég vil endilega lesa meira um það af hverju núna er komið að vinstri grænum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 124178
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Athugasemdir
Nei takk
Ómar Ingi, 30.6.2008 kl. 20:28
Ég veit svo sem ekki hvaða dagblað þetta hefur verið sem Dagbjört hefur verið að glugga í en VG var síður en svo að dásama ástandið fyrir ári því þeir vöru nánast þeir einu sem sáu hættumerkin þá.
Að þeir eigi núna að stökka inn í ESB kórinn vegna þess timburmenn þennslufyllirísins eru að koma í ljós er bara fáránlegt.
Hvort sem maður er hlynntur ESB aðild eða ekki að þá er það afskaplega heimskulegt að ákveða slíkt eingöngu út frá spurningunni hvort við viljum kasta krónunni eða halda henni.
Sambandsríkið ESB tekur sífellt yfir fleiri og fleiri svið frá þjóðríkjunum og gjaldmiðillinn er bara smá hluti af þeim pakka. Og þetta er enginn hræðsluáróður heldur staðreynd sem margir sambandssinnar telja til kosta aðildar því þeim finnst það svo eftirsóknarvert að vera hluti af stórríki.
Og því tilvalið að nota galla krónunnar til þess að koma okkur inn jafnvel þó svo að upptaka Evrunnar taki 5-10 ár í gegnum aðild og hjálpi því ekki neitt gegn því ástandi sem nú er á Íslandi.
Ef krónan er ónýt að þá þurfum við að finna annan henntugan gjaldmiðil sem við getum tekið upp á skömmum tíma.
Evran hefur ýmsa kosti en hún hefur líka ókosti eins og að stjórnast af mjög ólíku okkar atvinnulífi og hve langan tíma það tekur að taka hana upp. En þar sem það þarf ESB aðild til að taka hana upp að þá þurfum við líka að taka alla kosti og galla þess inn í dæmið.
Ingólfur, 1.7.2008 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.