Stopult jafnrétti

konaKamilla Guðmundsdóttir veltir fyrir sér stöðu jafnréttismála og mikilvægi nýrra jafnréttislaga í grein dagsins. Hún segir meðal annars: …íslenskt ungmenni eru mun íhaldssamari í dag heldur en fyrir 15 árum.  Þegar spurt var um viðhorf ungmennanna varðandi verkaskiptingu kynjanna og þátttöku í atvinnulífinu gáfu svörin greinilega til kynna mikla afturför. Óvenju algengt er að unglingar í dag telji það eðlilega verkaskiptingu að konur sjái um heimilið og börnin en karlar um bílinn og fjármálin. Það sem sorglegast var við þessa könnun var samt sem áður  að bakslagið var mun meira hjá stúlkum en drengum.

Já, ég vil svo sannarlega lesa um vafasamt hugarfar ungs fólks!


mbl.is Óskaði Obama til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við erum komin svo stutt

Hólmdís Hjartardóttir, 4.6.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Birna M

Nei ekki stutt, þetta er einhver bylgja í gangi hjá þeim og vafalaust ávöxtur af foreldraleysi, því unglingar í dag eru kynslóðin sem ólst upp á leikskólanum og hafði lítið samband við mömmu og pabba og bara saknar þess. ég fyrir mig segi að ég er orðin þreytt á því að kvenréttindabaráttan neyddi mig út þegar mig langaði mest að vera með börnunum mínum, hvorki ég né maðurinn minn höfðum efni á að sleppa vinnu því ekki var um neina aðstoð að ræða sem talandi er um. Menn eru svo enn á hærri launum. Stelpurnar í dag eru farnar að líta á þetta sem lúxus, að geta bara verið heima farið með börnin í mollið og ekki þurft að streða í vinnu sem borgar ekkert hvorteðer. Það er aftur förin, fólki er ekki gefið neitt val. Það er eins og konan megi ekki velja að vera heima, ef hún vill það, eða kallinn ef hann vill Það.

Birna M, 4.6.2008 kl. 10:57

3 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Ef ég má vera með smá pælingar...

Ég held að feministar hafi spennt teigjuna of mikið og er hætt við því að hún skjótist til baka, áður en hún hægir á sér í miðjunni.

Feminismi hefur verið að berjast fyrir lagalegum réttindum kvenna en síðan hefur fylgt ákveðin bylgja sem gerir það að verkum að það er búið að gera konur og menn kynlaus.

Ég held að ungar stelpur í dag séu að halda í það litla sem þær telja skilgreina sig sem kvennmenn og það sama á við okkur karlana.

Konur eru konur. Það verður að leyfa þeim sem það kjósa að taka þátt í fegurðarsamkeppnum og vera kynverur, án þess að dæma þær fyrir það.

Og það sama á við okkur karlana.

Ég held að það hættulegasta sem feminismi hefur innleyt er kynleysi.

Berjum fyrir jöfnum lagalegum rétti, en leyfum síðan konum og körlum að vera það sem þau eru, án þess að eiga hættu á því að vera dæmd af einhverjum siðapostulum.

Hvort sem kona vilji dansa topplaus á skemmtistað eða starfa sem forsætisráðherra, þá á hún að hafa frelsið til þess, án allra sleggjudóma.

Ég veit að fjöldi manns hér á blog.is er ekki sammála mér, en það verður að hafa það...

Baldvin Mar Smárason, 4.6.2008 kl. 13:08

4 Smámynd: Ómar Ingi

Kvitta fyrir innlit

Ómar Ingi, 5.6.2008 kl. 00:55

5 identicon

já - kynin eru jöfn þó þau séu ólík.

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:12

6 Smámynd: kiza

Er nokkuð sammála Baldvin hér fyrir ofan, konur og karlar eiga að hafa VAL til að leggja fyrir sig hvað sem þau vilja svo framarlega sem það sé löglegt; án þess að vera dæmt.

Einnig finnst mér undarlegt að fjalla um kynjakvóta sem jákvæðan hlut í grein sem segir að "konur eigi að vera metnar að verðleikum sínum". Hvernig er maður metinn að verðleikum ef maður er ráðinn í vinnu til að uppfylla einhvern kvóta?  Skil það ekki alveg. 

kiza, 6.6.2008 kl. 13:25

7 identicon

innlitskvitt !

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 19:43

8 Smámynd: Gulli litli

Kvitt kvitt

Gulli litli, 9.6.2008 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband