Einkavæðing ÍAV – eða: Hvernig ég lærði að hafa ekki áhyggjur og elska spillingu

althingi33Embættisfærslur fyrrverandi og núverandi ráðherra voru dæmdar ólögmætar af Hæstarétti á dögunum en lítið hefur farið fyrir málinu. Forsætisráðherra undrast dóminn og hafa fjölmiðlar látið þar við sitja. Steindór Grétar Jónsson veltir fyrir sér einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka í grein dagsins og dómi Hæstaréttar. Í greininni segir meðal annars: „Líklega hafa fæst okkar tekið eftir því að Hæstiréttur úrskurðaði fyrir nokkrum vikum að forsætisráðherra og nokkrir aðrir stjórnmálamenn hefðu staðið á ólögmætan hátt að einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka hf. í tíð fyrrnefndrar ríkisstjórnar. Þessar embættisfærslur þeirra gætu hafa kostað ríkið milljarða, ef ekki tugi milljarða.“

Já! Ég vil sko heldur betur lesa um spillingu á Íslandi!


mbl.is Brugðist við tilmælum Neytendasamtakanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Alveg finnst mér furðulegt hvað þessi dómur hefur farið lágt. Ráðamenn þjóðarinnar hafa hingað til komist upp með vafasamar aðferðir við einkavæðingu ríkisfyrirtækja og ekki breyttist neitt þegar Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd og sagði að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu, ef það verður þá eitthvað. Bloggarar grenja og góla vegna ísbjarnarræfils sem hvatvísir menn sálguðu en á meðan eru ráðamennirnir að stela af þeim milljörðum undir yfirskyni einkavæðingar. Það er e.t.v. eitthvað til í því sem olíufurstarnir sögðu að fólk er fífl!

Guðmundur Benediktsson, 3.6.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband