Mánaðarlegar greiðslur námslána, af hverju ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Humm athyglisvert

Ómar Ingi, 23.4.2008 kl. 19:32

2 identicon

Einfalt svar við þessari spurningu:

Fólk er ekki búið að sýna fram á að það sé að stunda skólann og hafi þess vegna rétt á námslánum þegar aðeins einn mánuður er búinn að þeirri önn.

Ef fólki væri borgað án þess að hafa sýnt fram á fullnægjandi námsárangur þá gæti hvaða bubbi sem er skráð sig í skóla, sótt um námslán en ekkert sinnt skólanum og fengið svo 300-400 þúsund krónur á hagstæðustu lánum sem til eru. Og ég efast nú um að fólk væri sátt með það?

Snjallir námsmenn leggja námslánn fyrri annar fyrir og nota þau námslán til þess að lifa þá næstu af. Það eina sem þarf til þess að þetta virki er að koma sér í gegnum fyrstu önnina án námslána, sem ég býst við að flestir ættu að geta gert á einhvern hátt.  

Helgi Freyr (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:02

3 identicon

Þeir námsmenn sem geta ekki sýnt fram á fullnægjandi námsárangur yrðu bara að endurgreiða námslánin sín eftir lok annar. Alltaf skárra að skulda lánasjóðnum en bönkunum ef önnin gengur ekki upp! Svoleiðis reglur kæmu í veg fyrir að fólk gæti bara skráð sig í háskólann og fengið hagstæð lán án þess að sinna náminu.

Það hefur líka komið til umræðu að nemendur þurfi að vinna sér traust fyrstu eina til tvær annirnar áður en því standa til boða fyrirframgreidd námslán. Mér finnst það alveg koma til greina, en sé ekki nokkra ástæðu til þess að treysta ekki fólki sem er langt komið í námi og hefur alltaf skilað fullum einingafjölda til þess að fá námslánin sín greidd út í hverjum mánuði.

Og þó það væri frábært að geta alltaf sparað námslánin til næstu annar er raunveruleikinn ekki svo góður - flestir þurfa að taka yfirdráttarlán til þess að lifa önnina af sem síðan þarf að borga til baka með tilheyrandi vöxtum.

Ég er þeirrar skoðunar að nám komi alltaf fólki til góða, og ekki bara þeim sem ákveður að sækja sér námið heldur öllu samfélaginu. Þess vegna finnst mér svo borðleggjandi að reyna frekar að auðvelda fólki að sækja sér nám frekar en að gera því erfitt fyrir. Mánaðarlegar greiðslur námslána myndu muna fáránlega miklu fyrir námsmenn, án þess að lánasjóðurinn þurfi að kosta svo gríðarlega miklu til.

Ég vona að þetta fari í gegn sem fyrst .....

Helga Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband