Hvernig framkvæmi ég kælingu á hagkerfi?

verdbolganhamin.jpgUndanfarnar vikur hefur orðaforði meðal Íslendingsins þurft að aðlagast hratt breytingum í efnahagslífinu. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Vefritsgrein dagsins fyrir þau okkar sem áttu nóg með að skilja orð eins og hagvöxt og verðbólgu og eigum ekki séns í allt hitt. „Ég hef hlustað samviskusamlega á fréttir um hrap krónunnar og er í fréttum fjallað um „markaðinn“ eins og hann sé lífvera sem lifi sjálfstæðu lífu og ég hafi ekki nokkurn skapaðan hlut um það að segja. Þessu blessaða dýri getur ýmist verið kalt eða heitt, hreyft sig hægt eða hratt, verið þanið og gott ef það er ekki stundum uppþembt með ólgu í maganum og túrverki.“

Jahá! Ég vil endilega vita meira um gjaldeyrisvaraforða, stýrvexti, myntkörfulán og allt hitt gúmmelaðið!


mbl.is 6,5% atvinnuleysi hjá 16-24 ára fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Það fer nú eftir því hver þú ert og hvað þú hefur mikil völd.

Ef þú ert einkapersóna þá er það bara að spara spara og spara. Ekki kaupa neitt og leggja inná banka.

Ef þú rekur fyrirtæki er að fjárfesta ekki meira, taka ekki lán og borga upp lán. 

Ef þú ert Bæjarstjóri þá er það að hækka skatta minka útgjöld = skila hagnaði af sveitafélaginu.

Það sama á við um forsætisráðherra. 5-10% af fjárlögum eða jafnvel af þjóðhagsframleiðslu. Um að gera að ef allir eru með vinnu og laun að hækka og verðbólga yfir markmiðum 2,5%

Ef Þetta klikka kemur Seðlabankinn inn og hækkar vexti til að minnka útlán og auka sparnað, með góðu eða illu, það er hversu fast og lengi þarf að nota vöndinn á óþekku börnin. Ef hvorki fyrirtæki né einkaaðilar fá lán á viðráðarlegum kjörum, þá minnkar eftirspurn sem er það sem þarf að stjórna.

Aukin eftirspurn er verðbólga, minni eftirspurn er verðhjöðnun.

Allir þessir aðilar búa til eftirspurn og ef þeir minnka hana þá kallast það kæling.

Þensla og kæling og hitun eru ekki beint réttu orðinn.

Eftirspurn er aðal orðið, þar sést hvort um er að ræða fræðimann eða fáráð.

Johnny Bravo, 16.4.2008 kl. 11:18

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Að kæla hagkerfi?  Hmm... í merkingunni að draga úr vexti þess og uppgangi, meinarðu?

Ef Ríkið ert þú, þá er það ekkert mál: setur bara á 80% hátekjuskatt, til að fæla burt Ríku kallana.

Hefur sér skattþrep fyrir hverjar 50.000 krónur sem fólk hefur í laun undir 400.000, til þess að A: flækja kerfið óþarflega, og B: sóa pening í yfirbyggingu.

Hækkar stýrivextina til að fólk A: geti síður tekið lán, B: þjáist vegna þeirra lána sem það hefur tekið.

Hækkar skatta á allt, og skellir upp fullt af hliðarsköttum, sérgjöldum, tollum og hvaettanú allt heitir, til að minnka kaupmátt og ýta undir vanskil.

Tekur upp afturvirka skatta, til að endanlega ganga frá fólki.

Ef þú fylgir þessum einföldu reglum til hlýtar, þá muntu ekki bara fá fram kælingu, þú munt fá fram algjört gjaldþrot.  Svona eins og Zimbabwe. 

Ásgrímur Hartmannsson, 16.4.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband