Er framtíð Íslands í ESB?

esb.jpgMargir Íslendingar eru óvissir í afstöðu sinni til ESB og sjá bæði kosti og galla við inngöngu. Einn þeirra er Guðlaugur Kr. Jörundsson, sem birtir hugleiðingar sínar um mögulega inngöngu í ESB í Vefritspistli dagsins. “Ég hræðist mjög þá niðurstöðu sem ég er sífellt að færast nær. Það tekur á að skipta um skoðun. En ég er opinn fyrir frekari umræðu sem mun vonandi verða til þess að ég geti tekið harðari afstöðu. Það tekur á að viðurkenna að kannski er okkur betur borgið í samstarfi við ESB. Kannski getum við ekki treyst okkar stjórnmálamönnum til að halda rétt á spilunum.”

Já, ég hef áhuga á að kynna mér Evrópusambandið!


mbl.is Íslandi bjargað!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er fólk að hugsa? Þegar fleiri þjóðir eru gengnar í ESB t.d. Tyrkir, hvað verður þá um Ísland, ef við verðum þar líka? Það góða við ESB er að það getur verið að vegna sambandsins, hætti viðkomandi þjóðir að fara í stríð hvor við aðra einsog var regla hjá þeim í gamla daga.  Ef heldur áfram að hlýna á jörðinni, (sem er alls ekki víst) þá verður Ísland eitt af bestu löndum heimsins og reynið að ímynda ykkur hverjir yrðu fyrstir til að flytja hingað í leit að betra landi. Við mundum litlu ráða, ef svo illa færi að við gengum í ESB.  

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 16:51

2 identicon

Eftir 10-20 ár verður ESB orðið ríki sambærilegt Bandaríkjunum. Þá verður komin Evrópskur her og alríkislögregla hér á landi og okkur verður ekki leyft að fá sjálfstæði aftur. Svo verða rugludallar eins og Tony Blair forseti yfir okkur.

Núverandi vandamál er hvort sem er eitthvað sem við þurfum að laga til þess að fá að ganga í ESB, þá verður aðal ástæðan horfin. Svo er Evran ekki eini stóru gjaldmiðillinn, stjórnmálamenn tala eins og það sé bara Evra eða ekki Evra. Lífsgæði hérna rétt eins og í Noregi eru betri heldur en meðaltalið í ESB, margt mun versna við inngöngu þó eitthvað batni líka.

Geiri (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 18:48

3 Smámynd: Ómar Ingi

Skipta um gjaldmiðil og stoppa.

Ómar Ingi, 27.3.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband