7.3.2008 | 09:17
Er í tísku að hata femínista?
Á tilkynningatöflu í VR-II, húsi verkfræðideildar Háskóla Íslands, hangir eins og víðar á háskólasvæðinu bleikt veggspjald með skilaboðunum: Er í tísku að hata femínista? Veggspjaldið starar sínum bleiku augum ögrandi framan í verkfræðinga framtíðar og vonast eftir að skapa þó ekki væri nema örlitla íhugun í frjóum heilabúum nemenda. Í grein dagsins fjallar Valgerður Halldórsdóttir um nýlega herferð Femínistafélags Háskóla Íslands og sorgleg viðbrögð við henni: ,,Í Lögbergi voru veggspjöldin komin niður innan tveggja daga og í öðrum húsum Háskólans hafa fjölmargar miður fallegar athugasemdir verið skrifuð eða límd á veggspjöldin. Í VR-II, þar sem ég stunda nám, var búið að eiga við meirihluti veggspjaldanna stuttu eftir að þau voru hengd upp. Krotað hefur verið á þau setningar eins og Femínistafélagið aka feitar konur að væla, Lessur og fleiri í þeim dúr.
Já, er í tísku að hata femínista?
![]() |
Vantar alls staðar konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Athugasemdir
Kannski geta femínistar kennt sér sjálfum um þar sem talskonur þeirra sumar sjálfsagt sjálfskipaðar, eru oft á tíðum með málflutning sem er karlhatur og alhæfingar sem ef notaðar væru um einhvern annan þjóðfélagshóp en karlmenn myndu verða til að allt færi á annan endan í þjóðfélaginu og enda jafnvel fyrir dómstólum.
Kannski er málið þær eru ekki tilbúnar í raunverulegt jafnrétti heldur vilja í raun misrétti þar sem hallar á karla og það kallar á viðbrögð sem stundum geta verið hatursfull.
Einar Þór Strand, 7.3.2008 kl. 17:25
Ég held að hatur á feminustum sé í raun ekki algengara en gengur og gerist með þá sem halda á lofti öfgaskoðunum. Ég held t.d. að andúð á nýnasistum sé ekki komin af ástæðulausu.
Þessi stefna sem er kölluð feminismi á sér margar hliðar en því miður eru svo margar hliðarnar þess eðlis að það skemmir stórkostlega fyrir réttindabaráttu kvenna t.d. eins og nýnasistar skemma fyrir þeim sem vilja ræða málefni innflytjanda á skynsamlegum grundvelli.
Kveðja
Hanna Halldórsdóttir
Grisemor, 7.3.2008 kl. 19:20
Ég mun trúa því að Femínistar vilji jafnrétti en ekki kvenforréttindi þegar þeim dettur í hug að nefna og vinna í að bæta það óréttlæti og kvenforréttindi sem viðgengst í forræðismálum og umgengnismálum barna.
Alveg ótrúlegt að þessi mál eru aldrei nefnd á nafn í röðum femínista því þetta er svo greinilegt að það hálfa væri nóg.Þetta er brútal andlegt ofbeldi gagnvart kallmönnum og börnunum líka að konum skuli leyfast og komast upp með margt sem þeir gera eins og að blokkera umgengni við feður og nota börnin sem kverkatak á feðurna til að kúga margfalt meðlag með börnum.
Einn maður sem ég þekki vildi fá að hafa bæði börnin sín til jafns við barnsmóðir sína en þá var sagt "ef þú villt láta þig dreyma um að fá börnin jafnt þá skaltu borga tvöfalt meðlag með báðum 4x19.000=76.000 og helming af öllum öðrum kostnaði sem til fellur vegna þeirra.+ auðvitað fær sú sama líka barnabætur og guð má vita hvað og brosir eflaust breitt um hver mánaðarmót" Þarna eru börninn hennar orðnar mjaltarvélar á veski föðursins.
Bara sú staðreynd að 96% kvenna fær forræði en 4% karla ætti hrista aðeins upp í skynseminni hjá þeim en svona virðast þær vilja hafa þetta svokallaða jafnrétti.Ef þessum tölum væri öfugt farið á myndi allt um koll keyra og talað um hverskonar svívirða og misþyrming þetta væri á högum kvenna.
Þær eru einfaldlega ekki samkvæmar sjálfum sér né sanngjarnar femínistarnir og oft tuðandi vegna mála sem skipta akkúrat engu eins og þegar verið var að eyða orðum vegna fatnaðar ungabarna á fæðingadeildum landsins.
Þær eru einfaldlega að eyðileggja sinn eigin málstað með gagnslausu röfli í stað þess að einbeita sér að málum sem skipta máli og eru þess verð að vinna að.
Ég er fylgjandi jafnrétti og sanngirni en ekki kvennaforéttindum og kvennaöfgum.
Riddarinn , 8.3.2008 kl. 02:26
Konan mín er svo klár að hún leyfir mér stundum að halda að ég stjórni einhverju á heimilinu. Ég elska hana fyrir þessa umhyggjusemi. En svo eru bara konur vitrari en karlar og ég verð bara að sætta mig við það. Eins og ég er búin að rembast mikið við að sanna hið gagnstæða....
Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 03:15
Riddarinn kemur með góða punkta hér.
Ég held að hatur sé samt of sterkt orð. Fólk nennir bara ekki að hlusta á öfgaskoðanir endalaust og þegar hlutir eru stál í stál nógu lengi þá koma neistar.
Það þýðir ekkert að vera á háa c inu endalaust yfir misrétti, ofbeldi, feðraveldi osfrv. Ef karlmönnum finnst að sama hvað þeir gera til að bæta réttindi kvenna sé ekki nóg þá gefast þeir upp á að hlusta. Ekki vegna þess að þeir vilji ekki hjálpa. Hinar konurnar eru eins. Endalaust þras um hluti verður líka að röfli og hávaða fyrir þeim. Þetta fólk er venjulega fólkið sem byggir þjóðfélagið okkar og því er slétt sama hvort einhver kona komist í stjórnunarstöðu eða einhverjum klúbb með berum stelpum er lokað. Það verður að vera payoff fyrir smáfólkið og það verður að vera jákvæðni í þessari baráttu þeirra.
Jákvæðni er einmitt það sem maður sér sjaldnast hjá feministum. Þær eru alltaf í vörn eða árásar ham. Það er ekki allt barátta. Sumt má laga með skynsemi og samvinnu kynjana. Reyndar flest.
Ég þakka fyrir mig... Kíkið á bloggið mitt.
Gissur Örn (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.