Í grein dagsins fjallar Pétur Ólafsson um einkavæðingu og hætturnar sem fylgja því að alhæfa um tilfallandi kosti hennar eða galla. Segir meðal annars í greininni: ,,En, því miður, er einkavæðing ekki alltaf svarið. Blind trú hægri manna á hana getur því verið mjög hættuleg almannahagsmunum. Oft heyrir maður sem rök fyrir einkavæðingu að fólk fari betur með eigið fé en annarra og þar af leiðandi ættu einkaaðilar að eiga og reka sem flestar gamlar ríkisstofnanir. En hvar á að hætta? Hversu langt á að ganga? Á að einkavæða Háskóla, fjarskiptastofnanir, bókasöfn, banka, flugvelli, brýr, göng, vegi, sjúkrahús, fangelsi, slökkvilið og lögreglu?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Athugasemdir
Einkaframkvæmd/einkarekstur felst í því að ríkið gerir samning við einkaaðila um að veita tiltekna þjónustu eða annast tiltekna framkvæmd. Venjulega er um að ræða verkefni sem krefjast umtalsverðra fjarfestinga og samningstími er langur. Í samningum milli aðila um einkarekstur og einkaframkvæmd er kveðið á um hvernig þeir hyggjast skipta með sér fjárhagsáhættu af viðkomandi verkefnum.
EinkavæðingEinkavæðing nefnist það þegar fyrirtæki í ríkiseigu eða eignarhlutur ríkisins í fyrirtæki er seldur í einu lagi í einu eða nokkrum áföngum á tilteknum tíma til eins aðila eða hóps aðila sem starfa á einkamarkaði.
Sufjan (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 19:43
Ég fagna því að Sufjan reyni að útskýra muninn á einkarekstri og einkavæðingu. Því miður mun sú útskýring hljóma fyrir daufum eyrum því það er mun einfaldara að einfalda en að vera nákvæmur.
"Hvað næst?" er hins vegar áhugaverð spurning sem, á sínum tíma, var spurð um (í samhengi einkaaðila og fjarveru lögboðinnar ríkiseinokunar): Bankana, mjólkurbúðir, kjötbúðir, Póst og síma, sjónvarps- og útvarpsstöðvar, háskóla, menntaskóla, heyrnatækjasölu, húsnæðislána, gjaldeyriskaupa- og sölu, sementsframleiðslu, járnblendisframleiðslu, raforkuframleiðslu, og listinn ef eflaust lengri.
Hvað næst? Allt af því sem höfundur nefnir sem dæmi og meira til!
Þess má geta að í Danmörku eru einkaaðilar víðast hvar rekstraraðilar slökkvuliðs og sjúkrabíla, í Svíþjóð eru einkaaðilar að stækka hratt í veitingu heilbrigðisþjónustu og grunnskólamenntunar, og í Noregi þarf ríkisolíufyrirtækið Statoil að slást um vinnsluleyfi við önnur einkarekin olíufélög, bæði innlend og erlend.
Kannski þú og ég séum ekki svo slæm eftir allt saman þótt við höfum ekki ákveðið að hverja feril í stjórnmálum?
Geir Ágústsson, 5.3.2008 kl. 21:46
Það er ekki mjög stór hópur "hægrimanna" sem þjáist af blindri trú, meirihluti þeirra hægri manna sem ég þekki átta sig á því að einkavæðing er engin alsherjartöfralausn frekar en aðrar lausnir.
Reyndar eru það nú vinstri menn sem tala hvað mest um einkavæðingu og tengja hana við gróðahyggju og annað verra. Ætli sama vinstra fólk vilji loka læknastöðvum, einkareknum barnaheimilum, stofna ríkisvædd verktakafyrirtæki til húsbygginga og vegagerðar, osfr.
Spurningunni hvort fólk fari betur með eigið fé en annara mætti svara með sögum um stúku KSÍ í Laugardal, Grímseyjarferju, og annað sambærilegt.
Elías Pétursson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 08:25
Ég ætla ekki að fara í skilgreiningahártog. Sumt er einkavæðing, annað er einkaframkvæmd, útboð, niðurfelling á tollum o.s.frv. Um er að ræða klassískar rökræður um jafnvægi ríkisreksturs og rekstur einkaaðila.
Inntak greinarinnar var einfalt og ég vona að það hafi ekki farið framhjá fólki. Einkavæðing getur verið varasöm. Hún getur haft í för með sér minna jafnrétti til þjónustunnar sem um ræðir, skerta þjónustu fyrirtækisins, hækkun gjalda og minna öryggis (sbr. flugumferðarstjórnun í Norður Ameríku).
Á hinn bóginn hefur einkavæðing/rekstur oft tekist mjög vel líkt og gerðist með bankanna og er hægt að nefna fleiri dæmi. Matvörubúðir gætu séð um sölu léttvíns og bjórs og vel mætti taka til í landbúnaðargeiranum.
Þegar kemur að einkavæðingu og einkarekstri á vegum ríkisins verður að hafa tvennt í huga: (1) Hvort hún skili sér til almennings, þ.e.a.s. hvort almenningur sé betur settur eftir einkavæðinguna. (2) Af því gefnu að almannahagsmuna sé gætt og það tryggt að neytendur þjónustunnar verði ekki fyrir skerðingu, miklum gjaldskrárhækkunum eða stafi beinlínis ógn af einkavæðingunni, verður að kanna hvort ríkið hagnist nægilega vel af einkavæðingunni.
Ef líkum er leitt að því, að almannahagsmunir skaðist, sem og hagsmunir ríkisins – verður að hætta við einkavæðingu. Þetta er alls ekki flókið, handhafar löggjafar- og framkvæmdavalds verða að vinna með hagsmuni almennings í huga þegar það á að selja dýrmætar eignir hans.
Fólk á hægri vængnum hlýtur að sjá að það eru oft stórir gallar á einkavæðingu og verður að vanda mjög til verka í ferlinu því oft er það hraði og hroðvirknisleg vinnubrögð sem einkenna þessar aðgerðir.
Pétur Ólafsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.