3.3.2008 | 09:16
Framtíð Reykjavíkur
Í grein dagsins fjallar Gró Einarsdóttir um Vatnsmýrarsvæðið og þá möguleika sem felast í uppbyggingu þar. Segir meðal annars í greininni: ,,Þrátt fyrir fáránleika þess að hafa flugvöll i hjarta borgarinnar er hægt að sjá ótrúleg tækifæri falin í þessu 150 hektara svæði. Það er einstakt í Evrópu að eiga möguleika á því að byggja upp miðborgarkjarna frá grunni. Við getum tekið til okkar það besta frá öðrum borgum Evrópu í bland við nýjar hugmyndir sem eiga eftir að gefa Reykjavik allt annan svip.
Já! Ég vil lesa um framtíð Reykjavíkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Athugasemdir
Ég er algjörlega á móti þessu "litlir kassar" modelli sem öllum finnst svo æðislegt.
Halla Rut , 4.3.2008 kl. 00:32
Ég er sammála Höllu þetta eru bara kassar og ekkert sérstakt við þá. Það voru margar miklu betri tillögur þarna og sú sem mér fannst standa upp úr var tillaga þar sem tjörnin og vatnsmýrin voru óslitin niður að nauthólsvík. Virkilega flott og náttúrlegt, dálítið eins og fossvogurinn.
Svo er stóra spurningin hvað kostar að færa flugvöllinn og hver á að borga fyrir það?
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 02:06
Best væri að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur.
Það er engin ástæða fyrir því af hverju ekki er hægt að ferðast á fimmtán mínútum milli Reykjavíkur og Keflavíkur, nema kannski hugsanatregða og skortur á ímyndunarafli þeirra sem hafa séð um samgöngumál okkar.
Halla: hús eru alltaf eins og litlir kassar þegar þau sjást úr nógu mikilli hæð. Það er lítið hægt að gera í því þótt módel af byggð minni mann á gamla dægurlagatexta, nema kannski sætta sig við það að það hefur enga sérstaka merkingu í sjálfu sér.
Elías Halldór Ágústsson, 4.3.2008 kl. 08:46
Elías teikningarnar sem fylgja með gefa nú líka til kynna að þetta verið bara kassar. Vandinn við skipulega er að viðskiptahugmyndir bakvið það eru gallaðar, að mínu mati. Það er lítið sem ekkert tekið tillit til gæða á borð við útlit bygginga, heildarskipluag hverfis og umhverfi. Norðlingaholtið er gott dæmi um það hvernig á ekki að byggja á svona fallegum stað.
Spurðu sjálfan þig hvort þú vildir frekar búa í fallegum bæ á Ítalíu eða blokkarsamsteypu í austur evrópu. Ég veit að þetta eru öfga dæmi en samt við meigum meta meira umhverfið og það ætti að vera stærri þáttur í kaupverði.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.